Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 19
Þekkingaröflun og gagnrýnin
vinnubrögð
Samstæð eða andstæð markmið?
Sögukennsla hefur fram undir þetta falis't
í því að miðla þekkingu fyrst og fremst. Nú
á síðari árum hafa heyrst raddir um að
draga úr þekkingarmiðluninni en leggja í
staðinn meiri áherslu á að kenna nem-
endum að leggja sjálfstætt mat á sögulegar
staðreyndir, setja þær í orsakasamhengi,
geta túlkað þær og skýrt. Benda menn á að
þetta markmið kennslu sé mun æskilegra og
brýnt í þjóðfélagi okkar tíma. Líf og störf
fólks felist æ meir í því að bera saman, vega
og meta ólíkar skoðanir, setja atburði í
samhengi og því þurfi að efla vakandi og
gagnrýna hugsun.
Við leituðum eftir áliti þriggja manna á
þessu, þeirra Erlu Kristjánsdóttur, Heimis
Þorleifssonar og Ingvars Sigurgeirssonar.
Heimir Þorleifsson taldi rétt að leggja
bæði áherslu á ofangreint markmið og eins
þekkinguna. Taldi hann svo vera gert í MR
þar sem hann kenndi.
Reyndar hefur þó reynslan kennt okkur,
að mörgum nemendum finnst sem slík náms-
markmið séu full svífandi í lausu lofti. Þeir
vilja sem sagt hafa ákveðnari atriði, sem
ætlazt sé til, að þeir kunni skil á. Við höfum
að vissu marki látið undan slíku og prófspurn-
ingar hafa þannig upp á síðkastið færst frá
nær eintómum ritgerðaspurningum í að vera
spurningar um afmörkuð efni að hluta til. Ef
til vill þýðir þetta, að áherzlan á þekkingar-
markmiðið er aftur að aukast.
Vísaði Heimir í þessu sambandi til eftir-
farandi námslýsingar fyrir 6. bekk (1980):
1. Þekking (á meginþróun sögulegrar fram-
vindu, hugtökum og staðreyndum). Mest
áherzla er lögð á þróunarsögu. Dæmi:
Mikilsverðara er að þekkja helztu drætti
íslenzkrar atvinnusögu 20. aldar en að vita
hvenær og hvar fyrsti togarinn lét úr höfn.
2. Rökhugsun (menn hugsi á rökrænan hátt
um söguleg efni og noti staðreyndir við
túlkun á því, sem um er rætt). Vinna við
erindasmíðbeinist m.a. aðþessu markmiði.
3. Gildismat og viðhorf (menn temji sér lilut-
lægt mat staðreynda og lýðræðisleg
viðhorf).
Erla og Ingvar voru aftur á móti á þeirri
skoðun að meiri áherslu skyldi leggja á það
markmið sem gerð var grein fyrir hér í
byrjun. Erla sagði svo:
Enginn getur kynnt sér atburði fortíðar-
innar til hlítar né sett fram algildar alhæfingar
um þá. Spurningin er því hvaða brotabrota-
brot... af sögunni eiga nemendur að læra og
hver á að ákvarða það? Eiga sagnfræðingar,
sögukennarar eða skólayfirvöld að taka
ákvörðun um hvað nemendur eiga að vita?
17