Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 34
fræðinnar.“35 Ingi Sigurðsson á við það
sama þegar hann segir að engin vísinda-
grein fái þrifist án sögulegrarþekkingar36og
að allar aðrar vísindagreinar tengist sagn-
fræðinni, séu reyndar viðfangsefni hennar
og því hljóti „sögulegar skýringar að hafa
gildi í öllum vísindum“.37 Ingi tekur sem
dæmi að við rannsóknir í öðrum greinum
sé byggt á þekkingu sem þegar hafi verið
aflað þar. Til að sú þekking hafi hagnýtt
gildi verði menn að vita hvernig hennar var
aflað. Því sé gjarnan sögulegt yfirlit yfir
fyrri rannsóknir í ritgerðum og rannsókna-
niðurstöðum úr náttúru- og raunvísindum.
Arthur Marwick lítur á sagnfræði sem
þátt af hinni almennu þekkingarleit
mannsins. Eða eins og hann segir þá er
sagnfræði
[—] alongside the humanities, the social sci-
ences, and the natural sciences, a part of
man’s broad attack upon what is not yet
known, a participant in man’s struggle to
understand his environment, physical, tem-
poral and social.38
D. Sérstaða sagnfræðinnar.
Eitt gildi sagnfræðinnar er það að engin
önnur grein getur komið í stað hennar eins
og Ingi Sigurðsson bendir á:
Skipta má sögulegum viðfangsefnum í undir-
flokka á ýmsa vegu, og skal hér getið um
þrenns konar skiptingu. I fyrsta lagi: skipting
í tíma - eftir tímabilum. Að þessu leyti getur
engin vísindagrein hlaupið í skarðið fyrir
sagnfræðina. í öðru lagi: í rúmi - eftir
svæðum. Hér koma tengsl sagnfræði og
landafræði vitaskuld til álita. En við sjáum að
söguleg landafræði, eins og hún er iðkuð í
raun, fæst ekki við almenna sögu einstakra
svæða - sagnfræðin situr í raun einnig ein að
því verkefnasviði. En þá kemur þriðja skipt-
ingin: eftir sviðum mannlegs atferlis - það er
þessi skipting, sem oftast er átt við, þegar
talað er um undirgreinar sögunnar. Hér
gegnir öðru máli en um fyrri skiptingarnar
tvær: hér skarast verkefnasvið sagnfræðinnar
við verkefnasvið hverrar einustu fræðigreinar
annarrar.w
Af þessu dregur Ingi þá ályktun að
[—] þótt aðrar greinar fjalli um einstaka þætti
liðinnar tíðar - hagfræði um hagsögu, stærð-
fræði um stærðfræðisögu, heimspeki um
heimspekisögu o.s.frv. - þá eigi sagnfræði
ótvíræðan rétt á sér sem sjálfstæð fræðigrein,
vegna þess að hún tengir saman hina ólíku
þræði og myndar vef, skapar heildarmynd á
þann hátt, sem engin önnur vísindagrein fær
Ef við erum mjög efagjörn þá getum við
samt sem áður spurt hvaða rök við höfum
fyrir því að viðhalda sagnfræðinni - og
rannsóknum þar með - þrátt fyrir sérstöðu
hennar. Þá er hægt að benda á sjálfgildið
eða að segja eins og Gunnar Karlsson að
rökin
[...] fyrir því að hafa sagnfræði gætu þá verið
þau að það sé til þjóðfélagslegur veruleiki of
flókinn og margbrotinn til þess að unnt sé að
ná til hans með vísindalegum aðferðum, en
samt [—] þess virði að við reynum að gera
okkur einhverja hugmynd um hann.41
Auk þess virðist mér að liðir B og C geri
kröfu til þess að rannsóknir séu stundaðar.
Samantekt.
Ör tækniþróun og miklar framfarir í
raunvísindum á þessari öld hafa ýtt mjög
undir það sjónarmið að leggja strangan
hagnýtingarmælikvarða á hugvísindagrein-
ar, þar á meðal sagnfræði. Hefur þetta,
ásamt því að þær hafa ekki þótt nógu „vís-
indalegar", átt mikinn þátt í því að setja
hugvísindi í varnarstöðu. Því er ekki aðeins
forvitnilegt að athuga lítillega hvernig sagn-
fræðingar réttlæta grein sína nú, heldur
nauðsynlegt að menn hætti að líta á ein-
kenni greinar sinnar sem feimnismál (m.a.
af því að hún sé ekki nógu „vísindaleg") og
snúi vörn í sókn.
Helgi Skúli Kjartansson segir að sögu-
þekking hafi sjálfstætt menningarlegt gildi,
hann hafi áhuga á fortíðinni, trúi á sannleik-
ann sem siðferðilegt mæti og aðhyllist rann-
32