Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 16
Erla Kristjánsdóttir telur að í hefðbund-
inni kennslu (staðreyndakennslu og yfir-
heyrsluaðferð) sé lítill munur á aldursstig-
um en ræðir síðan hvaða viðmið sé hægt að
nota við að taka tillit til áhuga og þarfa nem-
enda á öllum aldri:
Á undanförnum árum hafa allmargar rann-
sóknir beinst að hagnýtingu þroskakenningar
J.Piaget fyrir sögukennslu. Niðurstöður
þeirra hafa sterklega gefið til kynna að nem-
endur ráði ekki við þá hugsanaferla sem
flókin söguleg umfjöllun krefst fyrr en þeir
hafa náð valdi á formlegri rökhugsun. Þessar
niðurstöður hafa af ýmsum verið túlkaðar
þannig að ekki eigi að kenna nemendum sögu
fyrr en þeir hafi náð u.þ.b. 12 ára aldri. Þessi
túlkun hefur einkum komið fram sem gagn-
rýni á hefðbundna sögukennslu þar sem nem-
endum er ætlað að læra um flókin fyrirbæri
sem þeir hafa engar forsendur til að skilja né
tengja við eigin reynslu. Margir telja það þó
mestu firru að svipta ung börn þeirri ánægju
er góð sögukennsla getur veitt þeim. Þá er
bent á að flest börn hafa gaman að þjóðsög-
um og ævintýrum og að hægt sé að leggja
grunn að „raunverulegu" sögunámi síðar
meir með því að nota efni sem höfði til nem-
enda og örvi ímyndunarafl þeirra. Það sjón-
armið sem ég tel vænlegast til árangurs er að
leggja áherslu á félagslega sögu í grunnskóla
og jafnvel einnig í framhaldsskólum. Hafa
hliðsjón af þroskakenningu um samskipta-
skilning (þ.e. hæfileika til að setja sig í spor
annarra og sjá fleiri en eitt sjónarmið) við val
viðfangsefna og hvernig unnið er að þeim.
Nauðsynlegt er að skyggnast aðeins á bak
við þá almennu fullyrðingu að ekki sé hægt að
skilja nútíðina nema skilja fortíðina. Söguleg-
ar upplýsingar einar leiða ekki til skilnings
né getu til að sjá fleiri en eitt sjónarmið. Nem-
endur verða að nota eigin gleraugu til að
skoða söguna - en ekki reiða sig eingöngu á
túlkun sagnfræðinga. í félagslegri sögu er
reynt að efla samhygð nemenda og örva þá til
að setja sig í spor persóna frá öðrum tíma og
úr ólíkri menningu. Hvers vegna hagaði fólk
sér á þennan hátt? Hvaða heimssýn hafði
það? Hvernig er sú heimssýn í samanburði
við heimssýn nemenda? Hverjar voru heim-
ildir og hversu áreiðanlegar voru þær?
Hverjar eru heimildir nemenda og hversu
áreiðanlegar eru þær? O.s.frv. Viðfangsefni
félagslegrar sögu (sérstaklega á yngri aldurs-
stigum) tengjast mun betur lífi og reynslu
nemenda en viðfangsefni sem taka til ein-
stakra atburða og persóna. Hægt er að fjalla
um þau á hlutbundinn hátt og undirbúa þann
jarðveg sem sértæk og flókin fyrirbæri sögu-
skoðunar spretta upp úr.
Á að kenna nemendum í fram-
halds- og grunnskólum aðferðir
sagnfræðingsins? Ef svo er að
hvaða marki og í hvaða tilgangi?
Þessum spurningum svöruðu Erla Krist-
jánsdóttir, Gunnar Karlsson, Ingi Sigurðs-
son og Ingvar Sigurgeirsson. Þau voru sam-
mála um að kenna ætti aðferðir sagnfræð-
ingsins að því leyti sem það þjónaði mark-
miðinu um sjálfstæða og gagnrýna hugsun.
Gunnar Karlsson sagði svo:
í grunnskólum held ég að eigi að kenna þau
atriði sagnfræðilegra aðferða sem ætla má að
fólk þurfi almennt á að halda í daglegu lífi.
Þar á ég við hluti eins og að gera upp á milli
heimilda, beita þjóðfélagslegum hugtökum,
búa til og túlka línurit, skipuleggja umfjöll-
unarefni og alhæfa út frá einstökum atriðum.
Auðvitað eiga sagnfræðingar þessi vinnu-
brögð ekki einir, og því mætti kenna þau í
öðrum námsgreinum, en mín trú er að það
geti haft talsvert til síns máls að kenna þau í
sögu. Samt megum við ekki leggja svo mikið
kapp á að þjálfa þessa hagnýtu hluti að við
14