Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 42

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 42
ekki samherjar í kirkjupólitík. Síðar töldu nokkrir latínuhöfundar á 12. og 13. öld að landið væri hluti norska ríkisins. Flestir íslendingar hafa látið þessar staðhæfingar lærðra manna lönd og leið, og Þjóðverjar bættu um fyrir Adam og settu þá klausu í rit hans að íslendingar hefði engan kóng nema lögin.l2) Við getum kallað Ara og Snorra og marga aðra til vitnis um það að fyrir miðja 13. öld var ísland hvorki lögformlegur hluti af veldi Noregskonungs né neins annars ríkis, heldur laut það þá stjórn höfðingja sem sóttu vald sitt til fólksins í landinu en ekki utan þess. A Islandi ríkti laustengt höfðingjabandalag, sem átti sér sameigin- lega stofnun til þess að setja lög (Lögréttu), en skorti vald til að framfylgja þeim og koma fram fyrir hönd „ríkisins.“ Á íslandi ríkti einkaréttur, en opinber réttur var í raun ekki til. Páll Sigurðsson segir að Lög- rétta hafi tvímælalaust haft „umboð til þess að gæta hagsmuna ríkisins út á við“, en í Noregi fór konungurinn með þetta vald.l3) Lögrétta var vissulega fullvalda stofnun meðan hún sat, en sérhver goði var einnig fullvalda og gat haldið hlífiskildi yfir saka- mönnum og gert bindandi samninga við erlenda fursta án þess að bera þau mál upp í Lögréttu. Sigurður Líndal birti 1964 ritgerðina: Utanríkisstefna íslendinga á 13. öld og aðdragandi sáttmálans 1262-64.14) Þar telur hann þjóðveldið hafa verið mjög losaralegt miðaldaþjóðfélag og íslendingar hafi ekki „gert sér neina grein fyrir ríki eða þjóðfé- lagi sínu sem sjálfstæðum réttaraðila“. Hann telur að ísland hafi verið ríki, en virð- ist álíta að það hafi verið í frumbernsku og ekki vaknað til fullrar sjálfsvitundar. Pessa skoðun áréttar hann í Sögu íslands 1,1974l5) og segir að ekki sé hægt að tala um að ver- aldarhöfðingjar íslendinga hafi haft nein formleg samskipti við erlend ríki eða þjóð- höfðingja fyrir 1100, og þá verði tæpast nokkru sinni vart við að íslendingar „komi fram í umboði þjóðarinnar, heldureinungis sem einstaklingar". Björn Sigfússon birti í Sögu sama ár rit- gerðina: Millilandasamningur íslendinga frá Ólafi digra til Hákonar gamla.l6) Hann forðast að nota hugtakið ríki um goðaveld- ið, en vekur athygli á því, að miðaldir voru tími einkamála, opinber mál og þjónusta voru þá enn í bernsku og ríkishugtakið mjög tengt persónu fursta af einhverjum stigum.17) Islendingar vissu mætavel að þá skorti innlendan fursta og Jón Loftsson naut um skeið einhvers fylgis til furstatignar og er nefndur „princeps patrie" í Porláks- lesi frá Vallanesi.I8) Þótt furstann hafi skort, opinber málfærsla og stjórnsýsla hafi verið frumstæð, var goðaveldið fullveðja, ef svo má að orði komast, það átti formleg sam- skipti við nágranna sína og fylgdi ákveðinni utanríkisstefnu. íslendingar hófu diplomatisk skipti við erlend ríki áður en þeir urðu skrifandi. Utanríkismál, diplomacy á ensku, eru kennd við diplom, skjal, og diplomatar eru sérstaklega þjálfaðir í skjallegum skiptum inilli ríkja. íslendingar eru til orðnir í dipl- omatísku stríði, alls konar samningagerð- um milli hópa, ættsveita og samfélaga og lögðu allt á minni og einnig samning, sem þeir gerðu við Ólaf digra. Texta hans þuldu íslenskir höfðingjar tvisvar fyrir Noregs- konungum að viðlögðum eiði að rétt væri flutt. I síðara skiptið þegar um 60 ár voru liðin frá samningsgerðinni og menn orðnir bóklærðir, var textinn skráður, og er hann varðveittur í afriti frá síðara hluta 13. aldar, Konungsbók Grágásar, og er elsti skjalleg- ur texti íslenskrar sögu. Hann skiptist í tvo kafla og ber hvor þeirra rauðritaða fyrir- sögn: Frá rétti Noregs konungs á Islandi og Um rétt Islendinga í Noregi. Niðurlag textans rekur sögu hans og lýkur þannig: „Þann rétt og þau lög gaf Ólafur hinn helgi konungr íslendingum, er hér er merktur (þ.e. ritaður). Gissur biskup og Teitur filius ejus, (þ.e. sonur hans), Markús, Hreinn, Einar, Björn, Guðmund- ur, Daði, Hólmsteinn, - þeir sóru þess að ísleifur biskup og menn með honum svörðu til þess réttar, sem hér er merktur, að þann 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.