Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 82

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 82
spyr ég: Hvernig geta þeir sem trúa slíku tekið ábyrgð á landráðunum með því að sitja í stjórn landsins? Annars hafa mér þótt skrif um utanrík- ismál eftir stríðið of einhliða. Lítið er um að þessi mál hafi verið sett fram í því samhengi sem þyrfti að vera. Þeir, sem styðja utanrík- isstefnuna, hafa t.d. oft viljað skilja undan hagrænu rökin, eins og þeir fyrirverði sig fyrir þau. Ég held þó að á síðustu árum hafi verið að skapast nýr grundvöllur, menn ræða nú málin oftar með rökum en tilfinn- ingum. — Svo við höldum okkur aðeins lengur við tengsl efnahagsmála og utanríkismála. Hver voru tengslin á sínum tíma á milli Marshallaðstoðarinnar og inngöngu íslend- inga í NATO? — íslendingar hefðu gengið í NATO og gert varnarsamning við Bandaríkjamenn, þótt engri Marshallaðstoð hefði verið til að dreifa. En samt eru þetta auðvitað tvær greinar á sama meiði, leit að efnahagslegu og hernaðarlegu öryggi. Og þetta á auð- vitað ekki bara við hér. Það var lífsnauðsyn- legt fyrir Vestur-Evrópu að komast sem fyrst úr rústum seinni heimsstyrjaldar til að lenda ekki undir áhrifavaldi sterkasta ríkis- ins á meginlandinu. Ég held, að Vestur- Evrópa hefði óhjákvæmilega lent undir Táragasi varpað á Austurvelli 30. marz 1949. „ts- lendingar hefðu gengið í NATO og gert varnar- samning við Bandaríkjamenn þótt engri Mar- shallaðstoð hefði veriðfyrir aðfara. “ 80 þessu valdi, ef hún hefði ekki getað treyst á efnahags- og hernaðarstuðning Bandaríkj- anna. Við skulum ekki gleyma því, hver valdahlutföllin eru í álfunni. Lítum álanda- bréfið. Það blasir við, að Vestur-Evrópa, skipt upp í mörg þjóðríki, er aðeins smá- angi, sem skagar út úr hinu víðáttumikla heimsveldi, Ráðstjórnarríkjunum. Hlutleysið og raunveruleikinn — Hvað hefur komið þér mest á óvart við rannsóknir þínar á utanríkissögu íslands? — Það hefur stundum komið mér á óvart, hve yfirborðið er ólíkt því sem undir býr. Margir íslendingar töldu til dæmis, að þjóðin hefði leyst öryggismál sín í eitt skipti fyrir öll með hlutleysisyfirlýsingunni 1918. Eftir það held ég, að viðhorfið í þessu efni hafi mjög skipst í tvö horn. í augum þorra manna virðist hlutleysið hafa orðið að hálf- gerðu trúaratriði, sem tengdist þjóðern- inu, fullveldinu og svo framvegis. Þegar að er gáð, reyndust ráðamenn hafa betri yfir- sýn og átta sig á því, að hlutleysið var að tapa gildi sínu vegna breyttra aðstæðna á fjórða áratugnum. En bilið á milli þessara viðhorfa gerði íslendingum mjög erfitt að laga utanríkisstefnu sína að raunveruleik- anum eftir seinna stríð. A Islendingar og Bretar — Samskipti íslendinga og Breta - voru þau eins og þú hafðir gert þér í hugarlund, áður en þú hófst þínar rannsóknir? — Nei, ég vissi ekki að sambandið við Breta hefði verið jafnmikilvægt og það reyndist hafa verið. Ég hafði ekki gert mér fulla grein fyrir stöðu íslands á bresku áhrifasvæði. Þjóðin átti mikið undir Breta að sækja í efnahagsmálum, og ráðamenn okkar treystu á vernd breska flotans í ófriði. Margt af því merkilegasta, sem gerðist í samskiptunum við þessa nábúa okkar, fór ekki hátt. í þessu sambandi hefur mér þótt forvitni- legt að virða fyrir mér hliðstæður frá fyrri öldum. Þegar þessar tvær þjóðir áttu mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.