Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 82
spyr ég: Hvernig geta þeir sem trúa slíku
tekið ábyrgð á landráðunum með því að
sitja í stjórn landsins?
Annars hafa mér þótt skrif um utanrík-
ismál eftir stríðið of einhliða. Lítið er um að
þessi mál hafi verið sett fram í því samhengi
sem þyrfti að vera. Þeir, sem styðja utanrík-
isstefnuna, hafa t.d. oft viljað skilja undan
hagrænu rökin, eins og þeir fyrirverði sig
fyrir þau. Ég held þó að á síðustu árum hafi
verið að skapast nýr grundvöllur, menn
ræða nú málin oftar með rökum en tilfinn-
ingum.
— Svo við höldum okkur aðeins lengur
við tengsl efnahagsmála og utanríkismála.
Hver voru tengslin á sínum tíma á milli
Marshallaðstoðarinnar og inngöngu íslend-
inga í NATO?
— íslendingar hefðu gengið í NATO og
gert varnarsamning við Bandaríkjamenn,
þótt engri Marshallaðstoð hefði verið til að
dreifa. En samt eru þetta auðvitað tvær
greinar á sama meiði, leit að efnahagslegu
og hernaðarlegu öryggi. Og þetta á auð-
vitað ekki bara við hér. Það var lífsnauðsyn-
legt fyrir Vestur-Evrópu að komast sem
fyrst úr rústum seinni heimsstyrjaldar til að
lenda ekki undir áhrifavaldi sterkasta ríkis-
ins á meginlandinu. Ég held, að Vestur-
Evrópa hefði óhjákvæmilega lent undir
Táragasi varpað á Austurvelli 30. marz 1949. „ts-
lendingar hefðu gengið í NATO og gert varnar-
samning við Bandaríkjamenn þótt engri Mar-
shallaðstoð hefði veriðfyrir aðfara. “
80
þessu valdi, ef hún hefði ekki getað treyst á
efnahags- og hernaðarstuðning Bandaríkj-
anna. Við skulum ekki gleyma því, hver
valdahlutföllin eru í álfunni. Lítum álanda-
bréfið. Það blasir við, að Vestur-Evrópa,
skipt upp í mörg þjóðríki, er aðeins smá-
angi, sem skagar út úr hinu víðáttumikla
heimsveldi, Ráðstjórnarríkjunum.
Hlutleysið og raunveruleikinn
— Hvað hefur komið þér mest á óvart við
rannsóknir þínar á utanríkissögu íslands?
— Það hefur stundum komið mér á óvart,
hve yfirborðið er ólíkt því sem undir býr.
Margir íslendingar töldu til dæmis, að
þjóðin hefði leyst öryggismál sín í eitt skipti
fyrir öll með hlutleysisyfirlýsingunni 1918.
Eftir það held ég, að viðhorfið í þessu efni
hafi mjög skipst í tvö horn. í augum þorra
manna virðist hlutleysið hafa orðið að hálf-
gerðu trúaratriði, sem tengdist þjóðern-
inu, fullveldinu og svo framvegis. Þegar að
er gáð, reyndust ráðamenn hafa betri yfir-
sýn og átta sig á því, að hlutleysið var að
tapa gildi sínu vegna breyttra aðstæðna á
fjórða áratugnum. En bilið á milli þessara
viðhorfa gerði íslendingum mjög erfitt að
laga utanríkisstefnu sína að raunveruleik-
anum eftir seinna stríð.
A
Islendingar og Bretar
— Samskipti íslendinga og Breta - voru
þau eins og þú hafðir gert þér í hugarlund,
áður en þú hófst þínar rannsóknir?
— Nei, ég vissi ekki að sambandið við
Breta hefði verið jafnmikilvægt og það
reyndist hafa verið. Ég hafði ekki gert mér
fulla grein fyrir stöðu íslands á bresku
áhrifasvæði. Þjóðin átti mikið undir Breta
að sækja í efnahagsmálum, og ráðamenn
okkar treystu á vernd breska flotans í ófriði.
Margt af því merkilegasta, sem gerðist í
samskiptunum við þessa nábúa okkar, fór
ekki hátt.
í þessu sambandi hefur mér þótt forvitni-
legt að virða fyrir mér hliðstæður frá fyrri
öldum. Þegar þessar tvær þjóðir áttu mikil