Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 79

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 79
málflutningi sínum hvaö varðaði afstöðuna til verndara okkar, en það er skiljanlegt í ljósi þess að stríðið geisaði enn þegar lög- skilnaðarmenn hófu raust sína. Auðvelt hefði verið að klína á þá þjóðverjaþjónkun ef þeir hefðu fordæmt hersetuna harðlega. í skini samtíðar Ef reynt skal að meta viðhorf lögskilnað- armanna í ljósi síðari þróunar fer ekki hjá því að þau virðist næsta andvana fædd. Sjaldnast hafa ríki orðið til með lagasetn- ingu. Pau hafa myndast vegna landfræði- legra aðstæðna, hagfræðilegra skilyrða, vegna mismunandi hernaðarjafnvægis og menningarlegra þátta svo eitthvað sé nefnt. Þjóðríkin hafa ekki orðið til á siðferðilegum grundvelli. Þau hafa flest hver barist fyrir tilverurétti sínum og sætt lagi þegar tækifæri hafa boðist. ísland var ekki undantekning í þessu efni. Ef gengið er út frá þeirri túlkun að lög- skilnaðarmenn hafi verið í forsvari fyrir hin gömlu og grónu evrópsku viðhorf', gegn menningarlegri innrás úr vestri vekur það spurningar um afstöðu þeirra til mikils hita- máls, hermálsins, sem varð mjög á dagskrá skömmu eftir að lögskilnaðarhreyfingin leið undir lok. Sumir lögskilnaðarmanna voru andvígir hersetu Bandaríkjanna eftir að stríðinu lauk, t.d. Gylfi Þ. Gíslason, Guðmundur Thoroddsen, Sigurbjörn Ein- arsson o.fl.12) Samt virðist sem flestir þeirra hafi lent í vandræðalegri stöðu þegar Nor- egur, Danmörk o.fl. Evrópuríki tóku upp náið samstarf við Bandaríkin í NATO. Andstaða gegn Bandaríkjunum (menning- arleg t.d.) varð jafnframt andstaða gegn Evrópu. Lögskilnaðarmenn settu fram viðhorf sem voru dauðadæmd á sínum tíma. En í dag eru ýmis teikn á lofti þess efnis að Evr- ópa fjarlægist Bandaríkin, eða eins og Will Clayton efnahagsráðgjafi Bandaríkja- stjórnar sagði eitt sinn: “Nations which act as enemies in the marketplace cannot long be friends at the council table.“13) Því er ekki óhugsandi að Evrópuhyggja sú sem lesa má út frá málflutningi lögskiln- aðarmanna eignist málsvara hérlendis á nýjan leik. Tilvitnanir 1. Sbr. grein Árna Pálssonar „Lögskilnaður eða hraðskilnaöur", Helgafell 2. árg. 10-12. hefti. Reykjavík 1943. 2. Ástandið ísjálfstœðismálinu, 19-30. Reykja- vík 1943. 3. Astandið ísjálfstœðismálinu, 4. 4. Astandið í sjálfstœðismálinu, 11. 5. Jón Ólafsson: „Riftun sambandslaganna", Astandið í sjálfstœðimálinu, 52. 6. Ingimar Jónsson: „Eigum við nokkuð van- talað við Dani“, Ástandið í sjálfstœðismál- inu, 41. 7. Klemens Tryggvason: „Skilnaðarmálið og sambúðin við Dani“, Ástandið í sjálfstœð- ismálinu, 60-61. 8. Ólafur Björnsson: „Sambandsmálið“, Ástandið í sjálfstœðismálinu, 82. 9. Magnús Ásgeirsson: „Gervimál án glæs- ibrags", Ástandið ísjálfstœðismálinu, 78. 10. Klemens Tryggvason: „Skilnaðarmálið og sambúðin við Dani“, Ástandið í sjálfstæð- ismálinu, 63. 11. Tómas Guðmundsson: „Léttara hjal“, Helgafell 1-4. hefti, 387. Reykjavík 1944. 12. Sbr. greinar Guðmundar og Sigurbjörns í TMM 11. árg. 1-2. hefti Reykjavík 1950. 13. Lafeber, Walter: America, Russia and the cold war 1945-1980, fourth edition, New York 1980,11. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.