Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 53

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 53
fátækra manna er stundum komið burt í bú- sældarlegri héruð . . . greiða foreldrar eða ættingjar fóstrum þeirra eða væntanlegum verndurum eins mikla þóknun og þeir geta og biðja þá og sárbæna með mörgum fögrum orðum að fyrir guðs skuld sé höfð örugg umhyggja með sonunum, að þeir megi alast upp við heiðarleik og venjast við einhverja iðju sem að gagni má koma í lífinu. Enn ritar höfundur að útlendingar taki börnin aldrei með sér nema annaðhvort foreldrarnir sjálfir eða aörir góðir menn fyrir þeirra hönd greiði þeim ákveðið gjald. Arngrímur lærði hefur svipaða sögu að segja um ómegð og neyð til skýringar á því að kaupmenn flytji börn eða unglinga brott af landinu. Hann hermir og að Danakon- ungur hafi sent hingað Axel Juul árið 1552 (rétt 1551) og sá hafi haft á brott með sér 15 íslenska sveina, fátæka („pueros paupercu- los“) og komið þeim til manns.23 Annars staðar segir Arngrímur frá Erlendi nokkr- um Pálssyni sem hafi verið handgenginn Jóni biskupi Arasyni: „Hann tóku þeir Axel Juul að sér og komu honum, þeim Erlendi [svo], í skóla til Björgvin." Erlendur varð síðar prestur á íslandi.24 Hafi hann verið einn hinna fimmtán, sem líklegt er, sýnist hæpið að leggja að jöfnu framtak Juuls og barnaútflutning kaupmanna. Skortur ástríkis? Athyglisvert er það sem í íslandslýsing- unni frá 1589 segir um börn sem send voru til fósturs í ókunn héruð. í Grágás er gert ráð fyrir lögfóstri frá því barnið var átta ára eða yngra og þar til það yrði 16 ára. Einnig er gert ráð fyrir fósturlaunumP Fóstur virð- ist hafa verið títt á íslandi á 13. öld eins og íslendingasögur benda til en þær fá stuðn- ing af Sturlungu. Börn voru ósjaldan fengin í hendur fóstrum á heimilum kynforeldra og hlutu venjulega mikið ástríki og umönn- un.26 Mörg alkunn dæmi eru um að börn hafi verið send að heiman til fósturs.27 Auð- ugir bændur tóku syni höfðingja stundum til fósturs og ætluðust til verndar í staðinn28 og vafalaust var fóstri oft ætlað að treysta bönd milli foreldra og fósturforeldra og fjölskyldna þeirra. Allt gildir þetta um mektarbændur og höfðingja en frá hinum segir fátt. Þó er í Njálssögu getið um tvo „veislusveina“ á bæ mektarbónda eins í Borgarfirði. Pettaskýr- ir Einar Ól. Sveinsson svo að sveinarnir hafi verið af fátæku foreldri og bóndinn alið önn fyrir þeim.2y Þeir voru fóstursynir en ekki ómagar og etv. var gefið með þeim, þe. próventa, sbr. íslandslýsingu 1589. Enginn þarf að efast um að tilfinninga- bönd hafi verið sterk milli foreldra og barna á miðöldum sem á okkar tíð. Hinn enski siður að senda börn bráðung að heiman verður ekki skýrður með skorti á ástríki og varla eingöngu með fjárskorti eða fátækt því að hann tíðkaðist meðal hinna efnuðu líka. Sú skýring var gefin á Englandi að for- eldrar vildu komast hjá að spilla börnum sínum með eftirlæti eða hlífa sér við að tyfta eigin börn eða hvort tveggja.30 Hér eiga við hin kunnu upphafsorð Brekkukotsannáls: Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara ungum börnum en missa föður sinn. Eitthvað hefuretv. dregið úrfóstri meðal hinna best settu á íslandi á 14. öld og á 17. öld lögðu forkólfar lúterstrúar áherslu á strangt ogumhyggjusamlegt uppeldi af hálfu kynforeldra. Þetta skýrir etv. að einhverju leyti að ekki skuli getið um flutninga barna með enskum duggum á 17. öld. Meginskýr- ingin ætti þó líklega að vera að eftirspurn af hálfu Englendinga hafi minnkað að mun. Niðurlag í upphafi máls var sagt að margir íslend- ingar muni hafa leitað til Englands á 15. öld ekki síður en á 17. öld. Flestir munu hafa farið frjálsir en sumum var rænt að mati yfirvalda, þám. börnum. Ekki verður skor- ið úr um það hér en hitt er víst aö Englend- ingar aðhylltust sjálfir að senda börn sín mjög ung að heiman og slík viðhorf voru ís- lendingum ekki með öllu framandi. Dæmi munu vera þess að íslendingum vegnaði vel 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.