Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 20

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 20
Eða eiga nemendur sjálfir að velja t.d. með hliðsjón af því sem efst er á baugi hverju sinni, eigin áhugasviðum o.s.frv.? í öllum til- vikum hlýtur sögunám að nýtast nemendum betur ef þeir kunna að fara með heimildir, geta vegið og metið kosti og galla sögulegra ákvarðana, greint, gagnrýnt og borið saman ólfk sjónarmið. Eina staðreyndin sem nem- endur ættu að læra er að þekking manna er breytileg á hverjum tíma og staðreyndir geta verið breytingum undirorpnar. Ingvar tók í líkan streng: Ég álít að það sé ekki eftirsóknarvert að ætla að reyna að gefa nemendum í grunn- skólum eins konar heildaryfirlit um sögu lands og mannkyns. Slík fræðsla getur að mínum dómi ekki orðið annað en merking- arlaust stagl. Vænlegra er að reyna að stuðla að hæfni nemenda til að viða að sér þekkingu, vega og meta mismunandi heimildir, skoða viðfangsefni frá ólíkum sjónarhornum og draga eigin ályktanir. Af þessu leiðir þó engan veginn að söguleg- ur fróðleikur skipti ekki máli fyrir nemendur ígrunnskólum. Viðfangsefni úrsögu lands og lýðs verður hins vegar að velja með hliðsjón af eftirfarandi atriðum: -Þroska nemenda og getu þeirra til að skilja samhengi. - H versu vænlegt efnið er til að skýra rætur ís- lensks samfélags. - Hversu vel það hentar til að varpa Ijósi á mikilvæg hugtök og félagslegt samhengi. - Skylt hlýtur að vera að skoða í þessu sam- bandi hvaða hlutverki skólinn hafi að gegna við „að miðla nemendum af menningararfi þjóðarinnar". Þetta er vitaskuld örðugt að meta og því má halda fram að ýmis við- fangsefni af þessu tagi eigi betur heima t.d. í bókmennta- og listasögunámi. í stuttu máli sagt töldu Erla og Ingvar að kennsla skyldi felast í því m.a. að efla sjálf- stæða og gagnrýna hugsun nemenda (sbr. það sem hér var áður sagt). Ingvar tók fram að val námsefnisins miðaðist við þroska nemenda, hvað væri vænlegt til skilnings á okkar þjóðfélagi og hlutverk skólans við að miðla menningararfi þjóðarinnar. Heimir vildi síður gera upp á milli markmiðanna tveggja. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.