Sagnir - 01.10.1983, Page 20
Eða eiga nemendur sjálfir að velja t.d. með
hliðsjón af því sem efst er á baugi hverju
sinni, eigin áhugasviðum o.s.frv.? í öllum til-
vikum hlýtur sögunám að nýtast nemendum
betur ef þeir kunna að fara með heimildir,
geta vegið og metið kosti og galla sögulegra
ákvarðana, greint, gagnrýnt og borið saman
ólfk sjónarmið. Eina staðreyndin sem nem-
endur ættu að læra er að þekking manna er
breytileg á hverjum tíma og staðreyndir geta
verið breytingum undirorpnar.
Ingvar tók í líkan streng:
Ég álít að það sé ekki eftirsóknarvert að
ætla að reyna að gefa nemendum í grunn-
skólum eins konar heildaryfirlit um sögu
lands og mannkyns. Slík fræðsla getur að
mínum dómi ekki orðið annað en merking-
arlaust stagl. Vænlegra er að reyna að stuðla
að hæfni nemenda til að viða að sér þekkingu,
vega og meta mismunandi heimildir, skoða
viðfangsefni frá ólíkum sjónarhornum og
draga eigin ályktanir.
Af þessu leiðir þó engan veginn að söguleg-
ur fróðleikur skipti ekki máli fyrir nemendur
ígrunnskólum. Viðfangsefni úrsögu lands og
lýðs verður hins vegar að velja með hliðsjón
af eftirfarandi atriðum:
-Þroska nemenda og getu þeirra til að skilja
samhengi.
- H versu vænlegt efnið er til að skýra rætur ís-
lensks samfélags.
- Hversu vel það hentar til að varpa Ijósi á
mikilvæg hugtök og félagslegt samhengi.
- Skylt hlýtur að vera að skoða í þessu sam-
bandi hvaða hlutverki skólinn hafi að gegna
við „að miðla nemendum af menningararfi
þjóðarinnar". Þetta er vitaskuld örðugt að
meta og því má halda fram að ýmis við-
fangsefni af þessu tagi eigi betur heima t.d.
í bókmennta- og listasögunámi.
í stuttu máli sagt töldu Erla og Ingvar að
kennsla skyldi felast í því m.a. að efla sjálf-
stæða og gagnrýna hugsun nemenda (sbr.
það sem hér var áður sagt). Ingvar tók fram
að val námsefnisins miðaðist við þroska
nemenda, hvað væri vænlegt til skilnings á
okkar þjóðfélagi og hlutverk skólans við að
miðla menningararfi þjóðarinnar. Heimir
vildi síður gera upp á milli markmiðanna
tveggja.
18