Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 46
íhuga rækilega hverjar afleiðingar jarð-
eignir Noregs konungs á íslandi gætu haft
fyrir goðaveldið. Björn Sigfússon bendirá í
fyrrnefndri ritgerð að Grímseyjargjöf hefði
leitt til þess að konungur eignaðist eiðsvar-
inn lendan manna meðal goðanna. Á þess-
ari öld hefur verið deilt um erlenda fjárfest-
ingu og stóriðju á íslandi. Pau mál ættu að
skýra þá alvöru, sem getur falist að baki
sögnum um Una danska og Grímseyjarbón-
ina.
Hér skipta ræðutextar á alþingi um 1022
ekki aðalmáli, heldur sú staðreynd að goða-
veldið átti „formleg samskipti" við erlend
ríki og gat gert samninga fyrir hönd íslend-
inga. Samkvæmt forskriftum voru þeir
frumstætt fólk, barbarar á veraldarenda, en
í reynd voru þeir lengra á veg komnir og
byggðu stéttskipt og skipulegt stórbænda-
samfélag, sem stóð í margþættum sam-
skiptum við norska stórveldið.
Hirðskáldin unnu á vegum erlendra
fursta og björguðu oft íslendingum, sem
höfðu komist í hann krappan, en um
íslenska hagsmuni erlendis fjölluðu full-
trúar einstakra ætta og héraðshöfðingjar
eða sendinefndir, sem hafa líklega verið til-
nefndar á alþingi. Landauraskatturinn forni
er eflaust frá 10. öld og líklega valdboðinn
af Noregs konungum, en gjaldið hefur
orðið til þess að skerpa skilin milli íslend-
inga og Norðmanna. Hinir fyrrnefndu
stóðu í ströngu félagslega og pólitískt um
árið 1000. Noregs konungur beitti þá hörðu
við boðun nýs siðar, tók gísla og lagði far-
bann á menn til íslands, og þá var dómsvald
eflt í landinu, en „margir höfðingjar og
ríkismenn sekir eða landflótta og víg eða
barsmíðar", að sögn Ara fróða sem virðist
telja um nýjungar að ræða og þannig hafi
ekki verið búið að höfðingjum áður. Fyrstu
áratugir 11. aldar voru einhverjir djörfustu
nýsköpunartímar íslenskrar sögu; þá til-
einkuðu íslendingar sér kristinn sið, fundu
nýja heimsálfu, bættu dómskerfið og gerðu
tímamótasamning við norska ríkið, og allt
gerðist þetta stórátakalaust að því er við
best vitum.
Sendinefnd helstu höfðingja
Sendinefndin, sem fór utan með Gissuri
biskupi til að staðfesta sáttmálann við Ólaf
digra, varundirforystu lærðs manns, en auk
hans var hún skipuð tveimur goðum eða
fulltrúum goðorðsmanna í hverjum fjórð-
ungi. Þeir voru: Teitur Gissurarson í Skál-
holti og Markús Skeggjason lögsögumaður
1084—1107 að sunnan, - Hreinn Hermund-
arson frá Gilsbakka og Einar Arason frá
Reykhólum að vestan, - Björn Þorfinnsson
karlsefnis úr Skagafirði og Guðmundur
Eyjólfsson frá Möðruvöllum að norðan, og
Daði Starkaðarson ogHólmsteinn Órækju-
son úr Fljótsdal að austan. - Nefndin hefur
staðfest sáttmálann árið 1083.3(l)
Þeir Teitur og Markús hafa verið skrift-
lærðir og líklega fleiri eða flestir nefndar-
menn. Gissur hefur þekkt deili áskjölumog
einnig ísleifur biskup, sem á að hafa stað-
fest sáttmálann áður ásamt völdu liði. Samt
sjást þess engin merki að lærðir menn hafi
um hann fjallað. Björn M. Ólsen gerir ráð
fyrir að samningurinn hafi verið merktur,
þ.e. ritaður, á rúnum og íslendingar hafi
notað rúnaletur miklu meira en almennt er
talið. Fornleifarannsóknir á Bryggjunni í
Björgvin á 7. áratug aldarinnar leiddu í ljós
almenna notkun rúna til skeytaskipta á 12.
og 13. öld.31) Hvað sem rúnaskrifum líður er
texti sáttmálans ekki lærður, heldur sver
hann sig til eldri ættar.
Helstu ákvœði sáttmálans um rétt íslend-
inga í Noregi kveða á um:
1. höldsrétt þeirra (1. gr.),
2. rétt þeirra til erfða (2. 6. og 10. gr.),
3. skyldu þeirra að greiða landaura og
undantekningar frá henni (3. 8. 11. og
12. gr.),
4. rétt þeirra „að njóta vatns og viðar“ í
skógum konungs (4. gr.),
5. takmarkaða herskyldu þeirra (5. gr.),
6. rétt þeirra til frj álsrar siglingar frá Nor-
egi til íslands og frá íslandi til annarra
Ianda að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum (7. og 9. gr.).
Lokaákvæði sáttmálans er eftirtektar-
vert:
44