Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 76

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 76
Ólafur Ásgeirsson Lögskilnaðarmenn og lýðveldið í því greinarkorni sem hér fer á eftir eru dregnar saman helstu röksemdir hinna svonefndu lögskilnaðarmanna,1* sem eins og mörgum er kunnugt, stóðu gegn lýðveld- isstofnuninni 17. júní 1944. En áður en vikið skal að rökum þeirra fyrir frestun lýð- veldisstofnunar er rétt að fjalla stuttlega um hvers eðlis hreyfing lögskilnaðarmanna var. „Betri“ borgarar Hér var um að ræða hóp manna sem tóku sig saman um að mótmæla áformum um stofnun lýðveldis meðan Danmörk væri hernumin af nasistum. í því skyni sendu þeir tvær áskoranir til Alþingis, hina fyrri sumarið 1942, undirritaða af u.þ.b. 60 mönnum og hina síðari ári síðar, undirrit- aða af 256 konum og körlum.2* Við yfirlestur undirskriftarlistanna kemur í ljós að nöfn margra háttsettra em- bættismanna íslenska ríkisins er þar að finna, auk nafna sem síðar áttu eftir að verða mikið í sviðsljósinu. Sem dæmi mætti nefna Björn Þórðarson forsætisráðherra, Þorstein Þorsteinsson hagstofustjóra, Sig- urð Nordal prófessor, Pálma Hannesson rektor og Gylfa f>. Gíslason. Og úr hópi list- amanna, Halldór Kiljan Laxness, Krist- mann Guðmundsson, Tómas Guðmunds- son og Magnús Ásgeirsson. Með öðrum orðum þá hafði þessi hreyfing alla burði til 74 að kveða sér hljóðs með afgerandi hætti ef vilji hefði verið fyrir hendi. Hins vegar virð- ist sem lítill þungi hafi verið lagður á þetta mál frá hendi þeirra sem stóðu að áskorun- unum sem áður eru nefndar. Mér er aðeins kunnugt um einn einasta bækling sem beinlínis var gefinn út til stuðn- ings þessu málefni og í formála hans segir að engin skipulögð samtök standi að baki honum.3) í sama formála kvarta aðstand- endur hans yfir að skoðanabræður þeirra hafi átt í vandræðum með að fá greinar sínar birtar í dagblöðunum. Auk þessa bæklings, “Ástandið í sjálfstæðismálinu", áttu lögskilnaðarmenn sér ötulan málssvara þar sem var tímaritið Helgafell sem þeir Magnús Ásgeirsson og Tómas Guðmunds- son ritstýrðu. Sakir skipulagsskorts, vöntunar á sterkum málgögnum o.fl. atriða náði mál- flutningur lögskilnaðarmanna að tak- mörkuðu leyti til almennings. T.a.m. hefur það dregið úr vinsældum hreyfingarinnar hve hún bar yfirstéttarlegt yfirbragð. Lög- skilnaðarmenn sáu enga ástæðu til að leita undirskrifta alþýðufólks á lista sína, enda nær eingöngu nöfn „betri“ borgara að finna á þeim. Má nærri geta að almenningur hefur tæpast fundið til samkenndar með dansk- menntuðu spekingunum. Reyndar mun Alþýðuflokkurinn hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.