Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 65

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 65
HMS Active flaggskip skólaflotacieildar G.L. Atkinsons, sem kom hingað til lands sumrin 1896 og 1897. stöðu sinnar á skákborði evrópskra stjórn- mála. Fiskveiðilögsagan sem ákveðin var 1872, fékk þó nokkurn stuðning, þegar fisk- veiðiþjóðir við Norðursjó gerðu með sér Norðursjávarsáttmálann svonefnda í kjölfar hafréttarráðstefnu í Haag árið 1882. Samningurinn kvað á um landhelgismörk þeirra ríkja er hagsmuna áttu að gæta að Svíþjóð-Noregi frátöldum. Var fiskveiði- lögsaga ríkjanna með samningnum bundin við 3 nrílur og firðir og flóar friðaðir fyrir veiðum erlendra skipa, ef skemmra en 10 mílur væru milli annesja.13 Norðursjávarsamningurinn var fyrsti vísir að fjölþjóðlegu samkomulagi um haf- réttarmál og mörk fiskveiðilögsögu. Á tveimur síðustu áratugum 19. aldar héldu Bretar því ýmist fram að ákvæði hans væru, j eða væru ekki, í gildi við strendur íslands, eftir því hvernig hagsmunum þeirra var ‘ varið. Með upphafi togveiða Breta hér við land snerust þeir öndverðir við þeim réttar- reglurn sem dönsk stjórnvöld reyndu að framfylgja á hafinu við ísland. Vegna hags- muna sinna á gjöfulum togmiðum Faxaflóa neituðu þeir að virða lokun fjarða og flóa fyrir erlendum fiskiskipum. Eftir að kon- ungur staðfesti lög um bann við botnvörpu- veiðum í landhelgi við ísland árið 1894, mögnuðust enn deilur þjóðanna um fisk- veiðimál. Það var einkum þriðja grein lag- anna, senr var Bretum þyrnir í augum. Hún gerði ráð fyrir að sekta mætti skip, sem tekin væru í landhelgi með botnvörpu innanborðs, jafnvel þótt þau væru ekki að veiðum, nema í þeim tilvikum að skip leituðu hafna í neyð.14 Önnur grein lag- anna, sem fjallaði um heimild til löghalds á skipi og afla til tryggingar sektargreiðslum vegna veiða í landhelgi, olli minna fjaðra- foki, þótt hún væri einnig umdeild. Lögfræðingar breska verslunarráðuneyt- isins, sem hafði með fiskveiðimál að gera, álitu að lögin frá 1894 gengu gegn alþjóða- rétti, þar sem þau takmörkuðu rétt skipa til að leita hafna og bönnuðu saklausa siglingu togara í landhelgi, í stað þess að leyfa hana að því tilskildu að varpan væri búlkuð. Lögfræðingar breska utanríkisráðuneytis- ins féllust á þessa túlkun, en sögðust hafa 63 y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.