Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Side 65

Sagnir - 01.10.1983, Side 65
HMS Active flaggskip skólaflotacieildar G.L. Atkinsons, sem kom hingað til lands sumrin 1896 og 1897. stöðu sinnar á skákborði evrópskra stjórn- mála. Fiskveiðilögsagan sem ákveðin var 1872, fékk þó nokkurn stuðning, þegar fisk- veiðiþjóðir við Norðursjó gerðu með sér Norðursjávarsáttmálann svonefnda í kjölfar hafréttarráðstefnu í Haag árið 1882. Samningurinn kvað á um landhelgismörk þeirra ríkja er hagsmuna áttu að gæta að Svíþjóð-Noregi frátöldum. Var fiskveiði- lögsaga ríkjanna með samningnum bundin við 3 nrílur og firðir og flóar friðaðir fyrir veiðum erlendra skipa, ef skemmra en 10 mílur væru milli annesja.13 Norðursjávarsamningurinn var fyrsti vísir að fjölþjóðlegu samkomulagi um haf- réttarmál og mörk fiskveiðilögsögu. Á tveimur síðustu áratugum 19. aldar héldu Bretar því ýmist fram að ákvæði hans væru, j eða væru ekki, í gildi við strendur íslands, eftir því hvernig hagsmunum þeirra var ‘ varið. Með upphafi togveiða Breta hér við land snerust þeir öndverðir við þeim réttar- reglurn sem dönsk stjórnvöld reyndu að framfylgja á hafinu við ísland. Vegna hags- muna sinna á gjöfulum togmiðum Faxaflóa neituðu þeir að virða lokun fjarða og flóa fyrir erlendum fiskiskipum. Eftir að kon- ungur staðfesti lög um bann við botnvörpu- veiðum í landhelgi við ísland árið 1894, mögnuðust enn deilur þjóðanna um fisk- veiðimál. Það var einkum þriðja grein lag- anna, senr var Bretum þyrnir í augum. Hún gerði ráð fyrir að sekta mætti skip, sem tekin væru í landhelgi með botnvörpu innanborðs, jafnvel þótt þau væru ekki að veiðum, nema í þeim tilvikum að skip leituðu hafna í neyð.14 Önnur grein lag- anna, sem fjallaði um heimild til löghalds á skipi og afla til tryggingar sektargreiðslum vegna veiða í landhelgi, olli minna fjaðra- foki, þótt hún væri einnig umdeild. Lögfræðingar breska verslunarráðuneyt- isins, sem hafði með fiskveiðimál að gera, álitu að lögin frá 1894 gengu gegn alþjóða- rétti, þar sem þau takmörkuðu rétt skipa til að leita hafna og bönnuðu saklausa siglingu togara í landhelgi, í stað þess að leyfa hana að því tilskildu að varpan væri búlkuð. Lögfræðingar breska utanríkisráðuneytis- ins féllust á þessa túlkun, en sögðust hafa 63 y

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.