Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Page 79

Sagnir - 01.10.1983, Page 79
málflutningi sínum hvaö varðaði afstöðuna til verndara okkar, en það er skiljanlegt í ljósi þess að stríðið geisaði enn þegar lög- skilnaðarmenn hófu raust sína. Auðvelt hefði verið að klína á þá þjóðverjaþjónkun ef þeir hefðu fordæmt hersetuna harðlega. í skini samtíðar Ef reynt skal að meta viðhorf lögskilnað- armanna í ljósi síðari þróunar fer ekki hjá því að þau virðist næsta andvana fædd. Sjaldnast hafa ríki orðið til með lagasetn- ingu. Pau hafa myndast vegna landfræði- legra aðstæðna, hagfræðilegra skilyrða, vegna mismunandi hernaðarjafnvægis og menningarlegra þátta svo eitthvað sé nefnt. Þjóðríkin hafa ekki orðið til á siðferðilegum grundvelli. Þau hafa flest hver barist fyrir tilverurétti sínum og sætt lagi þegar tækifæri hafa boðist. ísland var ekki undantekning í þessu efni. Ef gengið er út frá þeirri túlkun að lög- skilnaðarmenn hafi verið í forsvari fyrir hin gömlu og grónu evrópsku viðhorf', gegn menningarlegri innrás úr vestri vekur það spurningar um afstöðu þeirra til mikils hita- máls, hermálsins, sem varð mjög á dagskrá skömmu eftir að lögskilnaðarhreyfingin leið undir lok. Sumir lögskilnaðarmanna voru andvígir hersetu Bandaríkjanna eftir að stríðinu lauk, t.d. Gylfi Þ. Gíslason, Guðmundur Thoroddsen, Sigurbjörn Ein- arsson o.fl.12) Samt virðist sem flestir þeirra hafi lent í vandræðalegri stöðu þegar Nor- egur, Danmörk o.fl. Evrópuríki tóku upp náið samstarf við Bandaríkin í NATO. Andstaða gegn Bandaríkjunum (menning- arleg t.d.) varð jafnframt andstaða gegn Evrópu. Lögskilnaðarmenn settu fram viðhorf sem voru dauðadæmd á sínum tíma. En í dag eru ýmis teikn á lofti þess efnis að Evr- ópa fjarlægist Bandaríkin, eða eins og Will Clayton efnahagsráðgjafi Bandaríkja- stjórnar sagði eitt sinn: “Nations which act as enemies in the marketplace cannot long be friends at the council table.“13) Því er ekki óhugsandi að Evrópuhyggja sú sem lesa má út frá málflutningi lögskiln- aðarmanna eignist málsvara hérlendis á nýjan leik. Tilvitnanir 1. Sbr. grein Árna Pálssonar „Lögskilnaður eða hraðskilnaöur", Helgafell 2. árg. 10-12. hefti. Reykjavík 1943. 2. Ástandið ísjálfstœðismálinu, 19-30. Reykja- vík 1943. 3. Astandið ísjálfstœðismálinu, 4. 4. Astandið í sjálfstœðismálinu, 11. 5. Jón Ólafsson: „Riftun sambandslaganna", Astandið í sjálfstœðimálinu, 52. 6. Ingimar Jónsson: „Eigum við nokkuð van- talað við Dani“, Ástandið í sjálfstœðismál- inu, 41. 7. Klemens Tryggvason: „Skilnaðarmálið og sambúðin við Dani“, Ástandið í sjálfstœð- ismálinu, 60-61. 8. Ólafur Björnsson: „Sambandsmálið“, Ástandið í sjálfstœðismálinu, 82. 9. Magnús Ásgeirsson: „Gervimál án glæs- ibrags", Ástandið ísjálfstœðismálinu, 78. 10. Klemens Tryggvason: „Skilnaðarmálið og sambúðin við Dani“, Ástandið í sjálfstæð- ismálinu, 63. 11. Tómas Guðmundsson: „Léttara hjal“, Helgafell 1-4. hefti, 387. Reykjavík 1944. 12. Sbr. greinar Guðmundar og Sigurbjörns í TMM 11. árg. 1-2. hefti Reykjavík 1950. 13. Lafeber, Walter: America, Russia and the cold war 1945-1980, fourth edition, New York 1980,11. 77

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.