Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 30

Sagnir - 01.04.1986, Page 30
Viðhorf til Kvenna í Qrágás Nauðgun var því miklu fremur brot gegn aðstandendum konunnar en henni sjálfri. Manngildi konu vó minna en hagsmunir þeirra. Réttar- verndin sem konur nutu í nauðgunar- málum var í raun vernd fyrir karla til að þeir fengju að hafa konur sínar í friði. Innan stokks og utan í Grágás er talað um bæði konur og karla sem menn,29 ólíkt því sem seinna varð þegar maður merkti ein- göngu karlmaður í daglegu máli. Þó að miðaldafólk hafi talið konur og karla menn þá segir það ekki alla söguna um viðhorf til kynjanna. Ólík- ar hugmyndir um stöðu karla og kvenna í hjónabandinu sýna að mikill greinarmunur var gerður á réttindum þeirra. í norrænum samfélögum á miðöld- um var starfssvið kvenna innan stokks, en karla utan stokks. Stokkur er í dyrum - dyr eru lokaðar þegar „hurö er feld í stokk“. Konur sáu um barnauppeldi og önnur hússtörf. Gift kona yfirtók alla stjórn innan dyra, fékk lykla og forsvar fyrir innbúi. í hennar verkahring var einnig að sjá um að mjólka og vefa. Karlmenn sáu hins vegar um veiðar og jarðyrkju; hinn ytri heimur var þeirra umráða- svæði.30 Ákvæði úr Grágás staðfesta að konur eigi að ráða innan stokks og sjá um smalanyt. Einnig er Ijóst að vefn- aður var kvennastarf á íslandi. Hafa ber þó í huga að störf kvenna sem karla fóru venjulega eftir stéttarstöðu þeirra. Verkaskipting á milli kynjanna var skýr en það var stéttbundið hver vann hvaða starf. Konur í efstu stig- um unnu ekki líkamlega erfiðisvinnu, heldur voru það lágstéttakonur sem höfðu þann starfa.31 Að sjá um að fæða og klæða þjóð- ina var kvennastarf. Konur skiptu því miklu máli; hlutverk þeirra innan stokks var að láta vistir nægja. Vinnu- framlag þjóðfélagshópa og réttindi fara þó alls ekki alltaf saman. Nægir að benda á fátækt og réttleysi þræla, vinnuhjúa og ánauðugra bænda í gegnum aldirnar. Ekki er gefið að konur hafi notið ávaxta af vinnu sinni á þjóðveldistímanum. í Grágás er ekki að finna ákvæði um laun vinnu- kvenna, en vinnumenn gátu í hæsta lagi fengið 36 álnir í kaup á ári.32 Einnig má benda á að fjárforræði giftra kvenna var mjög takmarkað. Þær voru ekki fjárhagslega sjálfstæð- ar, þó að ósjálfstæði þeirra hafi ekki verið algert. Karlmenn sáu um stjórnsýslu. Þeirra heimur var utan stokks. Ef kon- ur þurftu að leita réttar síns í samfé- laginu, þá sáu lögráðendur þeirra, frændur eða eiginmenn, um slíkt. í embættum eða valdastöðum voru eingöngu karlar. Konur gátu ekki ver- ið dómarar, meðlimir í kviði né borið vitni í málaferlum.33 Þær gátu erft goðorð en máttu ekki fara með völd goða, heldur áttu þær að selja þau karlmanni í sama þriðjungi.34 Skatta- og refsilöggjöf Grágásar ber þess merki að karlar og konur áttu að bera sömu ábyrgð í samfélag- Við mjaltir. Á miðöldum uur þaö kuenna- starf aö mjólka. inu. Konur jafnt sem karlar áttu að gjalda tíund af eigum sínum og ef kona vó mann þá beið hennar sama refsing og ef karlmaður framdi verkn- aðinn.35 Pólitísk völd og ákvaröana- taka voru þó alfarið í höndum karla. Konum voru þau ekki ætluð, þótt þær væru kallaðar til ábyrgðar í réttarfari og í skattamálum. Kona gat látið dæma sér fé sitt fyrir dómstóli.36 En ef hún óhlýðnaðist lögráðanda sínum, þá var réttur hennar enginn. Þeir menn, sem fylgdu konu úr fjórðungi eða af landi brott án samþykkis lög- ráðenda hennar, voru sakhæfir. Og ef maður nam festarkonu karlmanns á brott, þá varðaði það skóggangi. Slíkur verknaður var brot gegn lög- ráðanda konunnar og einnig við fest- armann hennar.37 Og þó að konur hafi getað sagt skilið við eiginmenn sína þá var réttarstaða fráskilinna kvenna komin undir því, að aðstand- endur þeirra væru þeim hliðhollir í þeim málum er þær þurftu að sækja. Það að konur voru fjarri valdastöð- um samfélagsins sýnir að félagsleg staða þeirra var veikari en karla. Ef óskir kvenna voru aðrar en lögráð- enda þeirra voru konum allar dyr lok- aðar. Þær gátu ekki haft áhrif eða tek- ið pólitískar ákvarðanir nema óbeint í gegnum karlana. Auðvitaö voru ekki allir karlar jafn valdamiklir í þjóðfélag- inu; misskipting auðs og valda var gífurleg í þeirra röðum. Engri konu var þó ætlað að vera með tærnar þar sem þeir höfðu hælana í valdakerf- inu. 28 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.