Sagnir - 01.06.1992, Side 8
Getnr verið að á bak við hvert víg leynist móðir í hefndarhug?
og grátbað um hefnd. Drengurinn
varð að hreinsa þann smánarblett sem
fallið hafði á nafn fjölskyldunnar og
það gat hann einungis gert með því
að drepa föðurbana sinn. 3
Þessi frásögn frá Albaníu á 19. öld
fellur auðveldlega inn í ramma ís-
lendingasagna, svo vel að hún gæti
raunar verið stolin úr einhverri af
sögunum okkar. í snatri smíðum við
okkur nýtt hugtak, hefndaruppeldi -
lykilhugtak sem ef til vill mun koll-
varpa fyrri hugmyndum okkar um
þjóðveldið, leyniþráður sem rekja má
í gegnum allar Islendingasögurnar.
Knúin áfram af eldlegum móð,
sannfærð um að á bak við hvert víg
leynist móðir í hefndarhug, hend-
umst við af stað - en - rekumst á
vegg. Handbækur okkar í þessari
ferð, Islendingasögurnar, lýsa ein-
ungis því sem nauðsynlegt er fyrir
framvindu sögunar hverju sinni.
Mest er því lagt upp úr bardagalýs-
ingum, hetjusögum og frásögnum af
klókindalegum samningum enda hef-
ur það vafalítið þótt áhugaverðari
lesning á 13. og 14. öld en „spekúla-
sjónir" og hversdagslegar útlistanir á
samskiptum mæðra við börn sín.
Okkur hættir til að gleyma því að
sagnaritararnir góðu voru að skrifa
einhvers konar skemmtisögur fyrir
eigin samtíð en ekki að safna heim-
ildum fyrir sérvitra fræðimenn á 20.
öld.
En við gefumst ekki upp þótt á
móti blási. Með máltækið „leitið og
þér munið fmna“ að leiðarljósi og ís-
lendingasögurnar í höndunum steyp-
um við okkur 1000 ár aftur í tímann
og svipumst um eftir dæmum um
hetju- og hefndaruppeldi.
Við þurfum ekki að leita lengi.
Fljótlega rekum við augun í vísukorn
sem við þekkjum vel og höfum
margoft kyrjað, hugsunarlaust.
Það mælti mín móðir
að mér skyldi kaupa
fley og fagrar árar,
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svo til hafnar
höggva mann og annan.4
Svona á Egill Skallagrímsson frá
Borg á Mýrum að hafa kveðið, að-
eins tólf ára gamall. Vísan er óður til
karlmennskunar. Móðir hvetur son
sinn til hetju- og hreystiverka, án
þess þó að benda á ákveðið fórnar-
lamb. Við höfurn enga ástæðu til að
ætla að Bera, móðir Egils, hafi verið
illskeyttari en almennt var um konur
á þessum tíma. Nær liggur að álykta
að vísan spegli ríkjandi viðhorf, lagt
er að drengjum að sanna hetjulund
sína og karlmennsku. Kjörin leið til
þess er að fara í víking og höggva alla
þá sem standa í veginum.
6 SAGNIR