Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 8

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 8
Getnr verið að á bak við hvert víg leynist móðir í hefndarhug? og grátbað um hefnd. Drengurinn varð að hreinsa þann smánarblett sem fallið hafði á nafn fjölskyldunnar og það gat hann einungis gert með því að drepa föðurbana sinn. 3 Þessi frásögn frá Albaníu á 19. öld fellur auðveldlega inn í ramma ís- lendingasagna, svo vel að hún gæti raunar verið stolin úr einhverri af sögunum okkar. í snatri smíðum við okkur nýtt hugtak, hefndaruppeldi - lykilhugtak sem ef til vill mun koll- varpa fyrri hugmyndum okkar um þjóðveldið, leyniþráður sem rekja má í gegnum allar Islendingasögurnar. Knúin áfram af eldlegum móð, sannfærð um að á bak við hvert víg leynist móðir í hefndarhug, hend- umst við af stað - en - rekumst á vegg. Handbækur okkar í þessari ferð, Islendingasögurnar, lýsa ein- ungis því sem nauðsynlegt er fyrir framvindu sögunar hverju sinni. Mest er því lagt upp úr bardagalýs- ingum, hetjusögum og frásögnum af klókindalegum samningum enda hef- ur það vafalítið þótt áhugaverðari lesning á 13. og 14. öld en „spekúla- sjónir" og hversdagslegar útlistanir á samskiptum mæðra við börn sín. Okkur hættir til að gleyma því að sagnaritararnir góðu voru að skrifa einhvers konar skemmtisögur fyrir eigin samtíð en ekki að safna heim- ildum fyrir sérvitra fræðimenn á 20. öld. En við gefumst ekki upp þótt á móti blási. Með máltækið „leitið og þér munið fmna“ að leiðarljósi og ís- lendingasögurnar í höndunum steyp- um við okkur 1000 ár aftur í tímann og svipumst um eftir dæmum um hetju- og hefndaruppeldi. Við þurfum ekki að leita lengi. Fljótlega rekum við augun í vísukorn sem við þekkjum vel og höfum margoft kyrjað, hugsunarlaust. Það mælti mín móðir að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar höggva mann og annan.4 Svona á Egill Skallagrímsson frá Borg á Mýrum að hafa kveðið, að- eins tólf ára gamall. Vísan er óður til karlmennskunar. Móðir hvetur son sinn til hetju- og hreystiverka, án þess þó að benda á ákveðið fórnar- lamb. Við höfurn enga ástæðu til að ætla að Bera, móðir Egils, hafi verið illskeyttari en almennt var um konur á þessum tíma. Nær liggur að álykta að vísan spegli ríkjandi viðhorf, lagt er að drengjum að sanna hetjulund sína og karlmennsku. Kjörin leið til þess er að fara í víking og höggva alla þá sem standa í veginum. 6 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.