Sagnir - 01.06.1992, Side 9

Sagnir - 01.06.1992, Side 9
Heldur bjartsýnni höldum við nú leitinni áfram og reikum næst á slóðir Laxdælu. I þetta sinn er það þó hvorki tilviljun né guðleg forsjá sem stýrir ferð okkar. Helga Kress bók- menntafræðingur hefur nefnilega vakið athygli okkar á sérstöðu sög- unnar og jafnvel gert því skóna að höfundur hennar sé kona.5 Laxdæla er „eina Islendingasagan sem hefur — eða réttara sagt leitast við að hafa - konu að aðalpersónu." I henni ríkir stöðug togstreita „milli þeirrar kven- legu reynslu sem sagan er að segja frá og þeirrar karlnrannlegu bókmennta- hefðar sem hún er samin í“.6 Það er skemmtileg tilviljun að fyrsta konan sem við sláumst í för með er Þorgerður, dóttir Egils Skallagrímssonar sem orti vísunna hér að framan. Þegar okkur ber að eru liðin þrjú ár frá því að Kjartan sonur hennar var veginn og fyrir hann hafa fengist greiddar fullar bæt- ur. En þegar syrgjandi móðir á í hlut geta peningar aldrei komið í staðinn fyrir blóð. Dag einn kallar hún því syni sína, sem orðnir eru fulltíða menn, til fundar við sig og biður þá að koma með sér í stutta ferð. Er þau ríða fram hjá Sælingsdalstungu þar sem býr Bolli, banamaður Kjartans, tekur hún að egna syni sína en þeir fara undan í flæmingi. Þá svarar Þorgerður og blés við: „Veit eg... að hér býr Bolli bróð- urbani yðvar og furðu ólíkir urðuð þér yðrum frændum göfgum er þér viljið eigi hefna þvílíks bróður sem Kjartan var og eigi mundi svo gera Egill móðurfaðir yðvar og er illt að eiga dáðlausa sonu. Og víst ætla eg yður til þess betur fellda að þér væruð dætur föður yðvars og væruð giftar".7 Dæmið sýnir að hefndaruppeldi þarf ekki endilega að vera lokið þó að synirnir eigi að heita fullorðnir menn. Þorgerður tuktar þá bræður til eins og smákrakka og beitir til þess einu beittasta vopni kvenna í blóð- hefnd, hún hæðist að þeim og vænir þá um kvenleika. Allt hafði þetta til- ætluð áhrif og bræðurnir ákváðu að leita hefnda þar sem þeir „sögðust eigi lengur þola frýju móður sinnar". 8 Þeir fara síðan og vega Bolla Þor- leiksson. Guðrún Ósvífursdóttir, ekkja hans, neitar að leitað sé bóta eftir víg- ið en flyst í burtu og líða nú tólf þög- ul ár. Saman höfðu þau hjónin, Bolli og Guðrún átt tvo syni. Eldri sonur- inn, Þorleikur, var fjögurra vetra þegar faðir hans var veginn en sá yngri, Bolli, var enn í móðurkviði. Knappur stíll sagnanna leyfir því miður ekki umfjöllun um dagleg samskipti móður og sona, því vitum við lítið hvað þeim fór á milli þau tólf ár sem liðu frá því vígið átti sér stað og þar til Guðrún fór að leita stuðnings. Sláumst nú aftur í för með höfundi og fylgjumst með Guðrúnu hvetja syni sína. Fám nóttum síðar ... heimti hún sonu sína til máls við sig í lauka- garð sinn. En er þeir koma þar sjá þeir að þar voru breidd niður lín- klæði, skyrta og línbrækur. Þau voru blóðug mjög. ... [Hún mælti] „Þessi sömu klæði er þið sjáið hér frýja ykkur föðurhefnda. Nú mun eg ekki hafa hér um mörg orð því að ekki er von að þið skip- ist af framhvöt orða ef þið íhugið ekki við slíkar bendingar og áminningar". 9 Guðrún notar blóðugar flíkur Bolla til að minna synina á að þeir hafi skyldum að gegna. Blóðidrifm klæði eru sterkari en hið talaða orð. Við sjáum dæmi um sambærilega notkun þeirra í öðrum íslendingasögum og SAGNIR 7

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.