Sagnir - 01.06.1992, Page 11
Þorgerður gengur aðjleti Refs og þrumar yfir honum.
við enn eitt dæmið um sterk móður-
áhrif þó að synirnir hafi fyrir löngu
slitið barnsskónum. Við heyrum
hvernig Bergþóra egnir syni sína til
að svara fyrir óhróður sem á þá var
borinn er þeir voru kallaðir tað-
skegglingar en Njáll bóndi hennar
karl hinn skegglausi. Við skynjum að
bræðrunum er illa brugðið þó að þeir
skýli sér í fyrstu á bak við grín og
glens því um nóttina fara þeir og
vega mann fyrir illmælgina. Berg-
þóra hefur þar með fengið vilja sín-
um framgengt og við tekur óslitin
keðja hefnda og gagnhefnda.20
Áfram höldum við á sömu braut
og næsti viðkomustaður okkar er á
Austurlandi. Gestgjafmn er ung
ekkja, Droplaug að nafni. Hún býr
að Arneiðarstöðum ásamt sonum sín-
um tveimur, Helga og Grími, þrettán
og fjórtán vetra gömlum. Þegar okk-
ur ber að garði hefur ekkjan fengið
spurnir af andstyggilegum róg sem á
hana er borinn. Slettirekan, Þorgrím-
ur tordýfill sem var illa liðinn hús-
karl, ber Droplaugu á brýn að hún
hafi verið ótrú manni sínum meðan
hann lifði og vænir hana nú um laus-
læti. Þetta illkvitnislega slúður virðist
með öllu úr lausu lofti gripið og það
fær mjög á Droplaugu. Synirnir
verða þess áskynja að móðir þeirra er
niðurdregin og inna hana eftir
ástæðu. Hún segir þeim þá frá ill-
mælunum en biður þá „hvorki þessar
skammar hefna né annarrar þó
við . . . [sig] sé ger.“ 21 Strákarnir
létu úrtölur móður sinnar sem vind
um eyru þjóta en ruku út og drápu
rógberann. Þar með verðskulda þeir
umfjöllun í þessari grein.
Hægan, hægan, er nú ekki full
langt seilst? Synirnir eru ekki að
hefna fyrir víg og rnóðir þeirra letur
þá frekar en hvetur. - Nú hvíslar
reyndar lítill púki í eyrað á mér að ef
Droplaug hefði alls ekki viljað blanda
sonum sínum í málið hefði hún þag-
að kjaftaganginn í hel í stað þess að
segja þeim alla sólarsögunna. - En
höldum okkur við staðreyndir. I orði
kveðnu biður Droplaug syni sína að
hafast ekkert að. Hvaða ástæður geta
SAGNIR 9