Sagnir - 01.06.1992, Síða 11

Sagnir - 01.06.1992, Síða 11
Þorgerður gengur aðjleti Refs og þrumar yfir honum. við enn eitt dæmið um sterk móður- áhrif þó að synirnir hafi fyrir löngu slitið barnsskónum. Við heyrum hvernig Bergþóra egnir syni sína til að svara fyrir óhróður sem á þá var borinn er þeir voru kallaðir tað- skegglingar en Njáll bóndi hennar karl hinn skegglausi. Við skynjum að bræðrunum er illa brugðið þó að þeir skýli sér í fyrstu á bak við grín og glens því um nóttina fara þeir og vega mann fyrir illmælgina. Berg- þóra hefur þar með fengið vilja sín- um framgengt og við tekur óslitin keðja hefnda og gagnhefnda.20 Áfram höldum við á sömu braut og næsti viðkomustaður okkar er á Austurlandi. Gestgjafmn er ung ekkja, Droplaug að nafni. Hún býr að Arneiðarstöðum ásamt sonum sín- um tveimur, Helga og Grími, þrettán og fjórtán vetra gömlum. Þegar okk- ur ber að garði hefur ekkjan fengið spurnir af andstyggilegum róg sem á hana er borinn. Slettirekan, Þorgrím- ur tordýfill sem var illa liðinn hús- karl, ber Droplaugu á brýn að hún hafi verið ótrú manni sínum meðan hann lifði og vænir hana nú um laus- læti. Þetta illkvitnislega slúður virðist með öllu úr lausu lofti gripið og það fær mjög á Droplaugu. Synirnir verða þess áskynja að móðir þeirra er niðurdregin og inna hana eftir ástæðu. Hún segir þeim þá frá ill- mælunum en biður þá „hvorki þessar skammar hefna né annarrar þó við . . . [sig] sé ger.“ 21 Strákarnir létu úrtölur móður sinnar sem vind um eyru þjóta en ruku út og drápu rógberann. Þar með verðskulda þeir umfjöllun í þessari grein. Hægan, hægan, er nú ekki full langt seilst? Synirnir eru ekki að hefna fyrir víg og rnóðir þeirra letur þá frekar en hvetur. - Nú hvíslar reyndar lítill púki í eyrað á mér að ef Droplaug hefði alls ekki viljað blanda sonum sínum í málið hefði hún þag- að kjaftaganginn í hel í stað þess að segja þeim alla sólarsögunna. - En höldum okkur við staðreyndir. I orði kveðnu biður Droplaug syni sína að hafast ekkert að. Hvaða ástæður geta SAGNIR 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.