Sagnir - 01.06.1992, Síða 12

Sagnir - 01.06.1992, Síða 12
hugsanlega legið að baki þessarar bónar? Þóttu henni drengirnir of ungir? Nei, það er varla mjög trú- verðugt til dæmis samanborið við Laxdælu. Ég held að skýringin hljóti að liggja dýpra, í róturn sanrfélags- ins. Hvað með þessa hér: I blóð- hefndarsamfélögum er ákveðin stétt- skipting sem nær út yfir gröf og dauða. Hún kenrur fram við val á maka og vinum og merkilegt nokk, einnig þegar menn velja sér fórnar- lömb í vígamálum. Til þess að við- halda jafnvægi í samfélaginu var mikilvægt að hvergi hallaði á vogar- skálar réttlætisins. Sár átti að koma í staðinn fyrir sár, höfðingi fyrir höfð- ingja og þræll fyrir þræl. Ef menn seildust út fyrir sína stétt, til dærnis ef höfðingi drap þræl, átti hann á hættu að tapa virðingu vegna þess að hann setti sjálfan sig á skör með þrælnum. 23 Hugsanlega hefur Droplaug talið heiðri sonanna ógnað ef þeir legðu sig niður við það að drepa illa liðinn húskarl og því hefur hún reynt að halda aftur af þeinr. En hvað sem þankagangi Droplaugar leið kom víg húskarlsins ekki í veg fyrir að þeir Helgi og Grímur kæmust til metorða síðar á lífsleiðinni. Við skulunr sanrt hafa þennan nrátt stéttskiptingar í huga er við bregðum okkur í Hrútafjörðinn. Hetjan okkar þar heitir Guðrún og var hún „skýr“ kona og „skörulynd“. Bóndi hennar, Sighvatur, átti í nriklum fjárkröggum svo að hann neyddist til að selja hlut úr landi sínu nranni senr Þorgrínrur hét og talinn var bæði slægur og óheill. Fljótlega upphófust venju- bundnar þrætur um beitiland sem enduðu með því Sighvatur var stung- inn í gegn nreð spjóti. Þegar þetta gerðist var Hrafn Sig- hvatsson, einkasonur þeirra hjóna, fjögra vetra ganrall og sanrkvænrt því sem við höfum áður séð lá hefndar- uppeldi beint við. Guðrún virðir þessa ágætu kenningu okkar hins vegar að vettugi og ákveður að láta nrálið óhreift enda hafði hún tæpast bolmagn til að standa í málaferlum, skuldug ekkja senr hvergi átti vísan stuðning. Hún skrökvar því vísvit- andi að Hrafni að pabbi hans hafi dá- ið úr bráðasótt. Hrafn og Kálfur Þorgrímsson, sonur föðurbanans, verða nú mestu nrátar og leika jafnan sanran. Eitt sinn er þeir voru fimmtán ára slettist upp á vinskap þeirra, eins og oft vill gerast þegar strákar leika, og Kálfur hreytir i Hrafn: „Illa kairrrtu ... að stilla afli þínu og munt þú hafa fara föður þíns ... Leyndur ert þú hvað honunr varð að bana. Hann var drepinn og gerði það faðir minn, en ég nrun drepa þig.“ Vesalings Hrafni varð að vonum illa við og er heinr kom krafði hann móður sína skýr- inga. Hún svarar þá: „það gekk nrér til að mér þótti þú ungur en ríkir menn til nróts.“23 Málið virðist þar með útrætt og enn léku þeir Kálfur og Hrafn. Þrem- ur árunr seinna sló aftur í brýnu milli þeirra og enn segir Kálfur storkandi: „Betra þykir Hrafni að herða knúa að knetti en hefna föður síns.“ Þetta fyllti nrælinn. Hrafn snarast að Kálfi og öskrar „Nú skal brátt“ og heggur hann síðan banahögg. Þegar heim kom beið hans ekki fagnandi móðir, eins og þær senr við hittunr hér að framan, heldur óttaslegin kona sem segir: „Mun eg nú ... láta soninn sem fyrr bóndann. Far nú brott því að eg má þér enga hjálp veita .“24 Guðrúnu þótti Hrafn „ungur og ríkir nrenn til nróts.“ Ef við förum yfir þau dæmi senr hér hafa verið rak- in sjáunr við að allar nræðurnar, nema Guðrún, eiga það sameiginlegt að vera úr efri stéttunr þjóðfélagsins. Konur af lægri stigum sem ekki áttu sterkan bakhjarl að leita til urðu að kyngja stoltinu og þiggja bætur fyrir sína ástvini. Hefndarhvötin er ekki eðlislæg til- finning heldur lærð. Uppeldi á öllum tínrum hlýtur að nriða að því að börnin standist þær kröfur senr til þeirra eru gerðar. Krafa blóðhefndar- samfélagsins var „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ og þeim skilaboðum komu mæður áleiðis til barna sinna og stuðluðu þannig að áframhaldandi viðgangi samfélagsins. Tilvísanir: 1 Blóðhefnd er þýðing á enska orðinu feud. Mannfræðingar fundu upp á því að kalla blóðhefndarsamfélög feuding societies. Petta er dæntigert fræðiheiti að því leyti að sambærileg orð finnast ekki í þeim samfélögum sem verið er að fjalla um. 2 Ragtir merkir hér ekki einungis huglaus eins og við notunr það í dag heldur var það notað til að væna menn um kvenlega eig- inleika og jafnvel samkynhneigð, en slíkt þótti mikill löstur. 3 Black Michaud, Jacob: Faiding societies. Oxford 1980, 13-14. 4 Egils saga. íslendingasögur og þœttir. Rv.1987, 415. 5 Helga Kress: „„Mjög mun þér samstaft þykja.“ Um sagnahefð og kvenlega reynslu í Laxdælasögu." Konur skrifa til heiðurs Öniiii Sigurðardótlur. Rv. 108-109. 6 Helga Kress: „Mjög ntun þér samstaft þykja.“ 98-99. 7 Laxdæla saga. íslendingasögur og þættir. Rv. 1987, 1618. 8 Laxdæla saga, 1619. 9 Laxdæla saga, 1627. 10 Sjá grein Carol J Clover: „Hildigunnr’s lament." Structure and Meaning in old Norse Literature. 1986 og William Ian Miller: „Choosing the Avenger: Some Aspects of the Bloodfeud in Medieval Iceland and England." Law and History Review. 1983. 11 Laxdæla saga, 1627. 12 Víga-Glúms saga. íslcndingasögur og þættir. Rv. 1987, 1916. 13 Króka-Refs saga. íslendingasögur og þœttir. Rv. 1987, 1513. 14 Víga-Glúms saga, 1917. 15 Króka-Refs saga, 1515. 16 Króka-Refs saga, 1517. 17 Eyrbyggja saga. íslendingasögur og þœttir. Rv. 1987, 551. 18 Ég varði mig frýju (storkun) kvenna þar sem hermaðurinn (ég) þorði að vega. Eyrbyggja saga, 552. 19 Gísls þáttur Illugasonar (Eftir Huldu og Hrokkinskinnu). fslendingasögur og þœttir. Rv. 1987, 2121. 20 Brennu-Njáls saga. íslendingasögur og þættir. Rv. 1987, 176-177. 21 Droplaugarsona saga. íslendingasögur og þœttir. Rv. 1987, 349. 22 Um stéttskiptingu er fjallað í bók William Ian Miller: Bloodtaking and Peacemaking Fcud, Law and Society in Saga Iceland. Chicago 1990, 26-34. 23 Hrafns þáttúr Guðrúnarsonar. íslendingasögur og þættir. Rv. 1987, 2157. 24 Hrafns þáttur Guðrúnarsonar, 2158. 10 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.