Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 14

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 14
-^yunía yzr/tfi ENIE l>AYN E POND „íslendingar" komu víðar við sögu í bandarískum kvikmyndum um og upp úr 1990. í The Player eftir Robert Altman, sem gerði það gott á Cann- es-kvikmyndahátíðinni 1992, er t.d. ein söguhetjan íslensk kona, „June Gudmundsdottir", sem Greta Scacchi leikur.2 Eftir frumsýningu myndar- innar í Cannes var haldinn blaða- mannafundur þar sem Altman og fé- lagar voru spurðir spjörunum úr. Þar var staddur íslenskur blaðamaður og hann ákvað að grennslast fyrir um það hvaðan hugmyndin um ísland hefði komið þegar búið var að varpa fram hverri spurningunni af annarri um Hollywood, en lífið þar er dregið sundur og saman í háði í myndinni. fslenski blaðamaðurinn stóð upp, fékk hljóðnema í hönd og hóf upp raust sína:3 ,,„Eg heiti Omarsson og kem frá íslandi...““ Lengra komst hann ekki því troðfullur salurinn sprakk úr hlátri. „Brandari ársins." Þeir sem sátu fyrir svörum voru lengi að jafna sig eftir hláturskastið. Loks gat handritshöfundurinn svar- að: „„Okkur vantaði bara eitthvað nógu fáránlegt og Jarlægt öllu því sem er í myndinni. Altman kom strax með ýmsar hugmyndir um ís- land, en ég skildi ekkert í þeim. Ég skil þær ekki enn.““ Altman bætti við: „„Það er ekkert að marka. Hann skilur ekki myndrænar hugmynd- ir.““ Skömmu eftir blaðamannafund- inn hitti íslendingurinn hinn heims- fræga hrollvekjuleikara Cristopher Lee. Þeir tóku tal saman og ekki leið á löngu uns Lee spurði: „„Hefur þú séð The PlayerV‘“ Sá íslenski játti því. Lee hélt áfram og hló hátt: „,June Gudmundsdottir! Fannst þér það ekki fyndið?““ Það var svo sem ekkert nýtt af nál- inni að skopast væri lítillega að ís- lendingum í bandarískum kvik- myndum en þjóðin hafði tekið brandarana misjafnlega nærri sér. Um miðja 20. öld voru landsmenn sérstaklega hörundsárir, þá gátu þeir ekki hlegið með og grínið þótti langt frá því að vera saklaust. Norska frænkan í Iceland Bandaríska kvikmyndatímaritið Modern Screen var löngum í hávegum haft á íslandi. Bíóáhugafólk fékk þar fregnir af því helsta sem var á döfinni í draumasmiðjunni Hollywood, í bland við ævintýralegar sögur af hetj- um hvíta tjaldsins. Þegar blaðamenn Morgunblaðsins flettu nýjasta hefti ritsins í september 1942 rákust þeir fljótlega á grein þar sem skýrt var frá dans-, skauta- og söngvamynd sem átti að frumsýna vestanhafs innan tíð- ar og hafði Reykjavík að sögusviði. Eftir lestur greinarinnar runnu á þá tvær grímur því söguþráðurinn virt- ist með ólíkindum og efnið eiga lítið skylt við lífið í höfuðstað fslands á styrjaldarárunum. Morguttblaðið greindi landsmönnum frá tíðindunum, en fyrirsögn blaðsins sagði mikið um álit þess á myndinni Iceland:4 „Fárán- leg kvikmynd, sem er látin gerast í Reykjavík". Ýmislegt undarlegt hafði komið frá háborg kvikmynda- iðnaðarins og landsmenn höfðu oft skemmt sér í bíóhúsum bæjarins, en þegar grínið var á kostnað þeirra sjálfra horfði málið talsvert öðruvísi við. Og ekki bætti úr skák að titil- hlutverkið var í höndum hinnar heimsfrægu norsku skautadrottning- ar Sonju Henie. Sonja Henie var fædd árið 1912 og hafði heillað heiminn með leikni sinni á skautum. Ung að árum fór hún að renna sér, varð Noregsmeistari í skautaíþróttum aðeins fjórtán ára gömul og heimsmeistari fimmtán ára. Og áfram hélt hún. Á þrennum vetrarólympíuleikum í röð, 1928, 1932 og 1936, hreppti hún gullverð- laun og sló hvert heimsmetið af öðru. Að þessu búnu gerðist hún skautadansari að atvinnu, setti upp viðamiklar sýningar og ferðaðist víða. Jafnframt tók hún stefnuna á Hollywood, vildi hasla sér völl í kvikmyndum. I kvikmyndaborginni átti Sonja mikilli velgengni að fagna. Nafn hennar varð strax á hvers manns vörum og fljótlega varð hún ein skærasta stjarna Twentieth Cent- ury-Fox-kvikmyndaversins. Snilldar- taktar Sonju á ísnum drógu fólk í bíóhúsin í stríðum straumum.5 fslendingar höfðu fylgst af áhuga með glæsilegum ferli Sonju Henie og glaðst yfir velgengni þessarar norsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.