Sagnir - 01.06.1992, Page 15
frænku sinnar. í Reykjavík átti hún
marga trygga aðdáendur og þegar
myndir hennar voru sýndar var að-
sókn jafnan góð. Ekki spillti fyrir að
skautaíþróttir áttu upp á pallborðið í
höfuðstaðnum, voru ein helsta
skemmtun íjölmargra bæjarbúa yfir
vetrartímann. Tjörnin var þéttskipuð
fólki þegar vel viðraði og ósjaldan
var spiluð tónlist og stiginn skauta-
dans. Sumir reyndu jafnvel að leika
listir átrúnaðargoðsins eftir. Mörgum
Islendingnum brá því í brún haustið
1942 þegar Morgunblaðið endursagði
greinina úr Modern Screen því ljóst
þótti að kvikmyndin Iceland lýsti
landsmönnum á heldur vafasaman
hátt.
Kjötkveðjuhátíð og Hotel
Jorg
Iceland gerist í Reykjavík skömmu
eftir að bandarísku landgönguliðs-
sveitirnar, „U.S. Marines“, koma
þangað í júlí 1941. Sögusviðið kom
fslendingum afar undarlega fyrir
sjónir. Höfundar myndarinnar virt-
ust skálda hvaðeina sem þeim datt í
hug. Þeir bjuggu t.d. til nýja þjóð-
búninga sem líktust helst norskum
búningum og í þeim dansar fólk hálf-
færeyska dansa í Ólafsvökustíl við
undirleik hljóðfæraleikara sem eru
klæddir líkt og svissneskir fjallagarp-
ar. Á Tjörninni í miðbænum er auk
þess haldin gríðarleg „Snjóhátíð" til
styrktar Rauða krossinum þar sem
fram fara mikilfengleg skautahlaup
enda myndin sniðin að þörfum
skautadrottningarinnar.
Hátíðin er ein allsherjar Holly-
woodskrautsýning þar sem ægir sam-
an stílbrigðum frá öllum heimshorn-
um og hún vitnar um mikið ríki-
dæmi Islendinga, líkt og maturinn
sem borinn er á borð fyrir gesti og
gangandi. Og kjötkveðjuhátíðin í lok
myndarinnar er ekki síður stórbrotin.
Hún fer einnig fram á Tjörninni og
þar er m.a. stiginn tilkomumikill
skautadans frá Kína, Hawaii og Pan-
ama með tilheyrandi búningum.6
Einn galli er þó á gjöf Njarðar. Þótt
ótrúlegt sé, virðist myndin gerast í
júlí. Allt er þakið snjó og ís og helsta
skemmtun innfæddra sem útlendinga
eru skautahlaupin. Tjörnin er gadd-
freðin og því ekki að undra að blaða-
menn Morgunblaðsins spyrðu þegar
þeir kynntu myndina fyrst:7 „Hvern-
ig skyldu höfundar kvikmyndarinnar
hugsa sér veðráttuna á íslandi á Þorr-
anum þegar aðalskemmtun landsbúa
er skautahlaup seinast í júlí?“
Tjörnin er mikilvæg í Iceland en
„Hotel Jorg“ skiptir ekki síður máli
sem sögusvið. Þar er hátt til lofts og
vítt til veggja, gestirnir borða tugi
tegunda af „smjörogbrauði", eða
„smorgasbord“ eins og það er kallað,
og dansa við hljóðfæraslátt fjölmenn-
rar og skrautlegrar hljómsveitar.
Raunar leikur hljómsveit Sammy
Kaye sjálfa sig og nokkur vinsæl lög
heyrast í myndinni, t.d. „You Can’t
Say No to a Soldier", „There Will
Never Be Another You“, „Lover’s
Knot“ og „Let’s Bring New Glory to
Old Glory“, sem Joan Merrill syng-
ur.
Fyrir utan Tjörnina og Hotel Jorg,
sem sver sig miklu fremur í ætt við
glæsisali dansstaða í New York en
„Borgina", sést lítið af Reykjavík. Þó
bregður kaupfélaginu fyrir eins og
vera ber í mynd sem gerist á íslandi
og fáeinir braggar sjást. Annað sem
vekur athygli eru ýmsir íslenskir siðir
og venjur sem búnir hafa verið til svo
fléttan geti gengið upp, einkum í
tengslum við giftingar. Þá eru undar-
legar og á stundum býsna skondnar
brúðkaupsserimoníur áberandi. Auk
þess kynnist áhorfandinn hinum mik-
ilvæga „Sankti Ólafsdegi" og hvað
hann sé heppilegur brúðkaupsdagur
og einnig „Sankti Ólafskirkjunni"
sem á líklega að vera dómkirkjan í
Reykjavík. Var nokkur furða að
landsmenn yrðu forviða?
Aurasjúkir íslendingar
Hafi sögusviðið komið Islending-
um spánskt fyrir sjónir gerðu per-
sónur myndarinnar það ekki síður.
Hún segir frá ástarævintýri banda-
rísks liðþjálfa og íslenskrar stúlku, en
inn í það fléttast tilvonandi brúðkaup
„Helgu“, systur þeirrar íslensku, og
„Valtýs", sem er sonur auðugs síldar-
gróssers. Hlutverk dátans, „James
Murfin“, er í höndum John Payne,