Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 17

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 17
leika þurfti þýska nasista. Islendingar voru lítt hrifnir af því að vera bendl- aðir við þann hóp manna og vildu síst af öllu að umheimurinn fengi „nasistamynd“ afþeim. Fleiri söguhetjur eru í Iceland, þar á meðal lítill kubbur, vinur kvennagulls- ins og líka hermaður. Hann er leikinn af Jack Oakie en heitir í myndinni „Slip Riggs“ og gefur henni gaman- saman blæ enda fjörugur náungi. Sá litli aðstoðar Murfin á ýmsa lund en speglar viðhorf til íslendinga sem þeir áttu ákaflega erfitt með að sætta sig við. Það sem gerði útslagið var setning eins og „fáðu Eskimóunum aftur skautana sína“. Slip Riggs kallar lands- menn oftar en einu sinni Eskimóa, en það var eitthvert versta skammaryrði sem þjóðin gat hugsað sér. Hún reyndi hvað eftir annað að þvo af sér „Esk- imóastimpilinn" en ekki alltaf með miklum árangri. Afbötun undirforingja íslendingar brugðust ókvæða við Iceland. Morgunblaðið sagði hana af- káralega og efnið ætti ekkert skylt við Island nema nafnið. „Verður myndin varla til annars en að gefa þeim, sem hana sjá og ókunnir eru hér á landi, allranga hugmynd um land og þjóð,“ var ritað. Og bætt við:12 „Það verður ekki betur séð en að mynd þessi sé gerð fyrst og fremst af mikilli vanþekkingu og fullkomnu kæruleysi fyrir því að afla sér réttra upplýsinga um stað þann sem hún á að gerast á.“ Fátt taldi blaðið skaða álit þjóðarinnar meira út á við en „bjánalegar kvikmyndir því flestir þeirra sem kvikmyndina sjá erlendis, og þekkja ekki til lands og þjóðar, munu fá þær hugmyndir um landið sem gefnar eru í kvikmyndinni." Is- lendingar fengu óvæntan stuðning þegar bandarískur undirforingi í setu- liðinu ruddist fram á ritvöllinn og skrifaði um kvikmyndina, vildi með því móti afsaka hegðun landa sinna. Hann hafði að vísu ekki séð hana fremur en Morgunblaðsmenn en les- ið Modern Screen og ofboðið. Fyrst ræddi undirforinginn um Sverdrup Svensson og sagði:13 „ég hef ennþá engan Islending svo ræfils- legan og álappalegan séð, sem kvik- myndin vill vera Iáta.“ Síðan sneri hann sér að stúlkunum, taldi lýsing- una á þeim hina mestu vitleysu. Þær eltu ekki hermennina á röndum og hefðu ekki allar klær úti til þess að næla í þá eins og myndin vildi vera láta, heldur væru það hermennirnir sem eltust við stelpurnar. Og foring- inn talaði einnig um búninga stúlkn- anna: „Islenskar stúlkur eru ekki frekar gamaldags í klæðaburði eða framkomu en amerískar stúlkur. Kjólarnir sem stúlkurnar eru í, í kvikmyndinni Iceland, eiga að vera þjóðbúningur fslendinga en eru það ekki. En þúsundir manna í Ameríku myndi langa til að eiga íslenska þjóð- búninginn." Bandaríski undirforing- inn sárskammaðist sín fyrir landa sína, hvernig þeir reyndu að skopast að Islendingum. „Við Ameríkumenn gortum af því hve Ameríka sé mik- il,“ ritaði hann, „og svo sýna ein- hverjir kvikmyndaframleiðendur hve smáir við í raun og veru erum, með því að gera sjálfa sig hlægilega með tilraun sinni til að gera Islendinga hlægilega.“ Að lokum baðst hermað- urinn forláts á öllum rangfærslunum og klykkti út með því að ríkisstjórn Islands hefði ástæðu til þess að biðja bandarísk stjórnvöld um að afsaka framferðið og banna myndina. Vissulega voru Islendingar þakklátir setuliðsforingjanum en þeim nægði ekki greinarkorn í dagblaði sem náði augum fárra utan íslands. Niðurrif og skemmdarverk Islensk stjórnvöld létu málið ekki kyrrt liggja. Utanríkisráðuneytið sendi Thor Thors, sendiherra Islands í Bandaríkjunum, umsvifalaust skeyti þegar fregnir af myndinni bárust til landsins og fól honum að gera við- eigandi ráðstafanir vegna Iceland því lýsingin á landi og þjóð væri engan veginn viðunandi. Sendiherrann átti að sjá til þess að sýning myndarinnar yrði hindruð eða að minnsta kosti yrði kvikmyndinni breytt þannig að ekki yrði til ófrægðar Islendingum og Islandi. Reyndar þurfti ekki að ýta við Thor Thors því honum hafði blöskrað svo rækilega þegar hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.