Sagnir - 01.06.1992, Síða 19

Sagnir - 01.06.1992, Síða 19
rudda sem notfærðu sér gestrisni vinaþjóðar. Engu væri líkara en allir starfsmenn Hays-stofnunarinnar hefðu snúið sér undan þegar Iceland komst í gegnum nálarauga hennar.19 Philip T. Hartung, sá sem skoðaði myndina af hálfu stofnunarinnar, leit fyrst og fremst á hana sem frábæra skautamynd og því væri óhætt að hleypa henni áfram, söguþráðurinn væri hins vegar ótrúlega máttlaus og heimskulegur.20 Vitaskuld voru Islendingar ánægð- ir með ummæli erlendu gagnrýnend- anna og neikvæðir dómar voru magnaðir upp í dagblöðum innan- lands, jafnvel oftúlkaðir á köflum.21 Mestu máli skipti hins vegar hvað al- menningur vestanhafs hugsaði og ljóst var að margir myndu sjá Iceland vegna vinsælda skautadrottningar- innar. Af þeim sökum m.a. var farið fram á nafnbreytingu á kvikmynd- inni. Islensk stjórnvöld vildu ekki láta tengja bullið við land og þjóð á svo afgerandi hátt. Skömmu fyrir jólin 1942 bárust loks fregnir sem glöddu landsmenn:22 „Eftir umkvart- anir þær, er sendiherra Islands í Washington gerði, hefur verið breytt um nafn hennar og það tekið út úr henni, er benda átti til þess að mynd- in gerðist hér á landi.“ Nú önduðu margir léttar en ekki fylgdi sögunni hvert nýja heitið væri. Hún var meira að segja enn kölluð Iceland þegar hún var sýnd í Reykjavík síðla árs 1944. Katina Þegar blaðað er í nokkrum kvik- myndahandbókum sem gefnar hafa verið út undanfarna áratugi kemur í ljós að Iceland er ætíð tilgreind undir því heiti.23 Á aðeins einum stað kem- ur fram innan sviga að hún kallist Katina í Bandaríkjunum.24 Þannig hefur myndin lifað áfram með þessu nafni og verið sýnd í sjónvarpi víða um heim, m.a. á Stöð 2 í lok septem- ber 1987.23 Og í innkaupalistum sem sjónvarpsstöðvar fara eftir ber hún heitið Iceland.21’ Upphaflega útgáfa myndarinnar var 79 mínútur og enn telur hún sama mínútufjölda. Engu virðist líkara en aðstandendur hennar hafi aðeins verið að friða íslendinga og bandarísk stjórnvöld í árslok 1942 með því að lofa breytingum á henni. Iceland markaði ekki djúp spor í kvikmyndasöguna en fær þó sæmi- lega dóma í kvikmyndahandbókum, yfirleitt tvær stjörnur af fjórum mögulegum.27 Vitaskuld er það leikni skautadrottningarinnar sem halar inn stigin, en tónlistin hefur einnig sitt að segja. Vilyrðið um nýtt nafn á Iceland var ekki gefið fyrr en sýningum var að mestu lokið vestanhafs. íslending- ar hafa líklega látið sér í léttu rúmi liggja afdrif myndarinnar eftir það, sérstaklega þar sem hún fékk svo slæma dóma, og ekki séð ástæðu til þess að fylgja málinu eftir af fullri hörku. En hamagangurinn í upphafi vitnaði um hve landsmenn voru við- kvæmir fyrir áliti umheimsins, eink- um stórþjóðanna.28 ^Ayðvitað voru þeir sárir yfir rangfærslunum og ruglinu. Þjóðarstoltið hafði beðið hnekki. Hins vegar virðast íslending- ar hafa tekið ótrúlega alvarlega áhrif- in sem ein kvikmynd gat hugsanlega haft á viðhorf heimsbyggðarinnar til þeirra. Kannski helgaðist það af því hversu mótandi áhrif kvikmyndir höfðu á hugarheim þeirra sjálfra. Tilvísanir: 1 Ópr.: Sjónvarpsþáttur. Twin Peaks VI. Lynch/Frost Productions í samvinnu við Propaganda Films. 1990. 2 Ópr.: Kvikmynd. The Player. Avenue Pictures í samvinnu við Spelling Entertainment. 1992. 3 Þorfmnur Ómarsson: „Svo í Cannes sem á fslandi." Morgunblaðið 17. maí 1992. 4 „Fáránleg kvikmynd, sem er látin gerast í Reykjavík. “ Morgun- blaðið 19. september 1942. 5 The Illustrated Who’s Wlio of the Cinema. Ritstjórar Ann Lloyd og Graham Fuller. New York 1987, bls. 201. - The Oxford Companion to Film. Ritstjóri Liz-Anne Bawden. London 1976, bls. 327. - Katz, Ephrain: Tltc Intemational Filrn Encydopedia. London 1984, bls. 553. — The Cinema Book. Ritstjóri Pam Cook. London 1987, bls. 18. 6 Ópr.: Kvikmynd. Iceland. Twentieth Century-Fox. 1942. 7 Fáránleg kvikmynd. 8 „Kvikmyndin „Iceland" fékk nafnbreytingu." Morgunblaðið 18. desember 1942. 9 Sama heimild. 10 Ópr.: Library of Congress. Iceland. [LP 11948. Greinargerð Hays- stofnunarinnar um kvikmyndina, dagsett 2. október 1942, og út- dráttur Twentieth Century-Fox]. 11 Kvikmyndin „Iceland". 12 Sama heimild. 13 „Amerískur hermaður skrifar um kvikmyndina „Iceland“.“ Morg- unblaðið 30. september 1942. 14 „Mótmæli í Washington vegna kvikmyndarinnar „Iceland“.“ Morgunblaðið 26. september 1942. 15 „Islendingar njóta mikillar velvildar í Bandaríkjunum. “ Morgun- blaðið 19. september 1942. 16 Sjá t.d.: Schier, Ernest L.: „Sonja Henie Still Queen of Ice, But Not in the Eyes of ’lceland’." The Washington Post 24. október 1942. - „Reviews. Iceland. Sonja Henie at the Peak.“ The Motion Picture Herald 15. ágúst 1942. 17 Crowther, Bosley: „Iceland. “ The New York Times 16. október 1942. 18 Crowther, Bosley: „Good-Will to Whom? ’lceland’ and ’A Yank at Eton’ Pose a Question of Foreign Relations." The New York Times 18. október 1942. 19 Schier, Ernest L.: Sonja Henie Still Queen of Ice. 20 Ópr.: Library of Congress. Iceland. 21 Sjá t.d.: „Kvikmyndin ’lceland’ er áróður til stuðnings möndul- veldunum." Alþýðublaðið 28. október 1942. - „Kvikmyndir eins og „Iceland” geta skemmt vináttu milli þjóða.” Morgunblaðið 21. október 1942. - „Kvikmyndin Iceland sætir harðri gagnrýni í Bandaríkjunum.” Þjóðviljinn 28. október 1942. 22 Kvikmyndin „Iceland". 23 Sjá t.d.: The Motion Picture Guide. H-K. 1927-1983. Ritstjórar Jay Robert Nash og Stanley Ralph Ross. Chicago 1986, bls. 1352. - Leonard Maltin’s TV Movies and Video Guide. Ritstjóri Leonard Maltin. New York 1991, bls. 562. - Movies on TV and Videocasset- te 199Í-Í992. Ritstjóri Steven H. Scheuer. 15. útgáfa. New York 1990, bls. 501. - Halliwell, Leslie: The Filmgoer’s Companion. 6. útg. New York 1977, bls. 337. 24 The Illustrated Who’s Who, bls. 201. 25 Sbr. [Sjónvarpsvtsir 1:1 (1987)], bls. 38. 26 TV Feature Filrn Source Book. Alphabetical Edition 1988. Ritstjórar Avra L. Fliegelman, Gail Varvaro og Carleton Hill. New York 1988, bls. A-476. 27 Leonard Maltin’s TV Movies, bls. 562. - The Motion Picture Guide, bls. 501. 28 Skömmu áður en Iceland olli fjaðrafokinu birtist t.d. grein um ís- lendinga í vikuritinu Time sem þeir áttu ákaflega erfitt með að sætta sig við og mótmæltu harðlega, sjá t.d.: „Furðuleg grein um ísland í amerísku tímariti.” Morgunblaðið 4. febrúar 1941. - ,,„Time“-greinin byggð á ’nákvæmum heimildum!”’ Morgunblaðið 19. mars 1941. SAGNIR 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.