Sagnir - 01.06.1992, Page 21
Annálaskólinn
En hvað má segja um framtíð Ann-
álahreyfmgarinnar og hvert stefnir í
franskri sagnfræði?
„Það er erfitt mál að segja frá því.
Menn eru vanir að tala um þrjár kyn-
slóðir annálamanna, frá því að fyrsta
kynslóðin kom fram, upp úr 1920.
En spurningin er hvort það verður
nokkur fjórða kynslóð? Nú ættu að
verða kynslóðaskipd í sagnfræði, því
þessir gömlu risar eins og Le Goff og
fleiri eru orðnir rosknir og í þann
veginn að fara á eftirlaun eftir að hafa
unnið rnikið starf. En það eru ekki
neinir ótvíræðir erfðaprinsar og mað-
ur sér ekki í fljótu bragði að það sé
neitt nýtt að rísa upp. Svo er annað,
það er að annálahreyfingin hefur að
vissu leyti sigrað og breiðst út yfir
allt og fyrir bragðið hefur hún ekki
lengur eins skýra stefnu og áður.
Segja má að hún sé nú þynnt út í ein-
hverskonar eklektisma. Það er ekki
lengur um að ræða skýra hreyfmgu
með ákveðna afstöðu. Eins og stend-
ur fmnst mér því dálídð erfitt að átta
mig á því hvað er að gerast, það er
erfitt að benda á eitthvað alveg nýtt,
nýja strauma sem séu að koma
fram.“
- Getur uerið að nú eigi sér stað uppgjör
við þá áherslu sem annálungar lögðu á
efnahagslífið sem undirstöðu sögunnar?
„Ég veit það ekki alveg. Það má nátt-
úrulega ekki gleyma því, þegar litið
er á heildina og ekki aðeins á sagn-
fræði, að það liggur við að marxismi
hafi verið opinber trúarbrögð
franskra menntamanna, frá því fljót-
lega eftir stríð og þangað til í kring-
um 1974, þótt það sé kannski erfitt að
benda á ákveðna dagsetningu. Þetta
kom ekki síst fram í mikilli áherslu á
efnahagssögu. Það sem einkenndi
aðra kynslóðina var að hún beindi
áhuganum að langmestu leyti að
efnahagssögu í víðri nrynd og rnörg
þau svið sem fyrsta kynslóðin hafði
rannsakað hurfu alveg í skuggann,
einkum hugarfar og slíkt. En þessu
fylgdi sú kenning, sem var kannski
ekki sögð berum orðum en lá gjarnan
að baki þessara rannsókna, að efna-
hagssagan væri einhvers konar
hreyfiafl allrar sögunnar og menn
ættu því að rannsaka efnahagssöguna
til þess að fá skilning á einhverjum
grundvallarlögmálum í sögu. Það er
kannski erfitt að einangra sagnfræð-
ina út af fyrir sig, því þetta var al-
mennt fyrirbæri í frönsku menntalífi
og kom af stað miklum deilum og
umræðum sem geisuðu kannski
meira á öðrum sviðum. Og það voru
einstaka menntamenn sem voru and-
vígir marxisma og deildu á slíkar
kenningar. Fremstur þeirra var kann-
ski Raymond Aron. Hann skrifaði
merka bók árið 1938, sem heitir Inn-
gangur að söguspeki, og leitast þar við
að hrekja kenningar marxisma um
sögulega nauðsyn og slíkt. Eftir stríð
lenti hann síðan í hörðum ritdeilum
við skólabróður sinn Jean-Paul Sartre
og fleiri menn og varð fyrir hrikalegu
aðkasti alls staðar. Eftir að marxis-
minn féll af stalli árið 1974 liggur
manni við að segja að það hafi komið
í ljós að Raymond Aron hafði rétt
fyrir sér.“
- Að það sé þá uokkurs konar tómarúm
núna?
„Já, en það er kannski nokkuð við-
kvæmt mál vegna þess að fjölda-
margir menn af þessari kynslóð, sem
fylgdu þessari tísku eiga erfitt með að
viðurkenna að Raymond Aron hafi
haft rétt fyrir sér þegar öllu er á botn-
inn hvolft. Þeir eru fallnir frá fyrri
skoðunum en það væri of mikið átak
fyrir þá að viðurkenna að gagnrýni
og ádeilur Raymond Aron hafi átt
við rök að styðjast. Þannig að þeir
hafa sveigt út á nýjar brautir án þess
beinlínis að gera upp sakirnar við
marxismann.
Það má segja það að stökkbreyt-
ingin mikla hafi orðið á miðjum ferli
þriðju kynslóðarinnar og er það
nokkuð athyglisvert. Margir þessir
sagnfræðingar sem teljast til þriðju
kynslóðar Annálahreyfmgarinnar
byrjuðu nefnilega á saina sviði og
önnur kynslóðin; þeir byrjuðu á
þjóðfélags- og efnahagsrannsóknum
og lýðsögu eða fólksfjöldasögu og
slíku og það leiddi þá svo yfir á nýjar
brautir, sem sé hugarfarssögu. Og
þetta gerðist raunverulega áður en
marxisminn sem slíkur féll af stalli.
Við þessa stefnubreytingu er einnig
rétt að tengja Michel Foucault. Það
er mjög furðulegt - og ég held að
menn hafi ekki veitt því almennilega
efdrtekt - að þegar Michel Foucault
er í fyrstu verkum sínum að rannsaka
hluti sem eiga lítið skylt við marx-
isma, svo sem sögu geðveikinnar og
slíkt, setur hann öðru hverju fram
einhver slagorð úr hinum furðuleg-
asta dólganrarxisma - sem koma eins
og skrattinn úr sauðarleggnum.
Kemur þetta stundum eins og köld
gusa yfir mann þegar maður er að
lesa verkin og virkar eins og einhver
undarlegur tvískinnungur, eins og
einhver varaþjónusta við opinber trú-
arbrögð, - þetta hefur aldrei almenni-
lega verið gert upp held ég. En eftir
1974 var Michel Foucault ekki með
neina varaþjónustu heldur fordæmdi
hann marxismann. Ég veit ekki hvort
þetta kenrur beint fram í bókum, en
það var áberandi í viðtölum og yfir-
lýsingum.“
„Ný saga . . . angi af nýju
matargerðarlistinni“
„Ég held ég hafi nefnt það í blaða-
grein, sem menn hafa vonandi ekki
lesið að ný saga var tískuorð sem
blaðamenn fundu upp. Allt í einu var
það lenska að tala um nýja þetta og
SAGNIR 19