Sagnir - 01.06.1992, Page 22

Sagnir - 01.06.1992, Page 22
nýja hitt. Allt átti að vera nýtt; nýja matargerðarlistin var til dæmis eitt, og ný saga var í raun bara angi af nýju matargerðarlistinni, frekar en nýju heimspekinni. Þetta var leiðin- legt fyrirbæri - sérstaklega nýja heimspekin sem allir eru búnir að gleyma núna. Nýja heimspekin kom upp einhverntíma um 1974, hún var eiginlega kraftbirting höfnunarinnar á marxismanum og af því að þessir heimspekingar létu dólgslega, voru í fínum fötum og spókuðu sig á Riví- erunni tóku menn eftir þessu erlendis og það var skrifað um þetta, meira að segja í íslenskum blöðum. Það hlægi- lega var að menn sem voru ekki þekktir fyrir að vera hraðlæsir á frönsku fóru allt í einu að hafa ógur- legar meiningar um nýju heimspek- ina. En svo sprakk þessi tískubóla, og þótt sumir þessara heimspekinga séu enn þá lesnir, fmnast mér þeir lé- legir. Þetta uppgjör við marxismann var ekki samboðið því sem menn vildu gera upp sakirnar við.“ - En í sagnfrœðiiwi náði Aimálaskólinn athygli almémtings. „Já, Annálahreyfingin náði allt í einu til almennings og gerðist það um svipað leyti, í kringum þetta fárán- lega auglýsingavígorð: „Nýja sagan". Ég held að Lucien Febvre og Marc Bloch hafi aldrei vakið neina sérstaka athygli meðal almennings, þó að Marc Bloch að minnsta kosti væri heimsfrægur maður á sínu sviði. Þegar Fernand Braudel skrifaði doktorsritgerð sína um Miðjarðar- hafslöndin á tímum Filippusar II var hún gefin út í litlu upplagi og það leið ár og dagur áður en verkið seldist nokkurn skapaðan hlut, enginn tók eftir því. En svo gerist það snögglega á þessum tíma að verk Annálamanna taka að ná til almennings og kraft- birting þess er þegar Montaillou eftir Le Roy Ladurie verður metsölubók, ekki aðeins í Frakklandi heldur um víða veröld. Eftir það fóru menn að líta á Annálahreyfinguna sem eitt af því inerkilegasta sem fram hefði komið í sagnfræði síðustu áratugi. Farið var að þýða bækur Annála- manna í stórurn stíl og gefa út í að- gengilegum útgáfum. Jafnvel Mið- jarðarhafið eftir Braudel fór að seljast í stórum upplögum. Eftir það verða þessir sagnfræðing- ar fjölmiðlafígúrur óskaplegar, fara að umgangast stórsnillingana. Le Goff er með fasta útvarpsþætti og hann var meira að segja fenginn til að vera ráðunautur þegar var verið að kvikmynda Nafn rósarinnar. Og Duby er einn af stjórnarmönnum menningarsjónvarpsstöðvar. “ - Telurðu að þessi mikla athygli hafi á einhvern hátt haft neikvœð áhrif? „Það er aldrei hættulaust fyrir fræði- menn sem aðra að verða allt í einu stórstjörnur. Þá sækir á þá sú freist- ing, að þeir fari að sigla eftir tísku- vindum. Það fer kannski ekki hátt, en þó hefur heyrst í hvíslingum að sum síðari verk þessara höfunda séu dálítil útþynning, skrifuð fyrir stóran markað til að reyna að ná sama sökksess sem MontaiUou fékk. Ein af- leiðingin er kannski sú að sumar bækur sem gefnar eru út eru svolitlir fyrirburar, börn sem fæðast fyrir tímann. Menn fara með handritin hrá í prentsmiðjuna út af því að þeir vita að lesendurnir bíða. En þegar Monta- illou var skrifuð, var hún gerð sem fræðirit og ég efast um að höfundur- inn hafi gert ráð fyrir því að hún gæti nokkurn tíma orðið metsölubók. Hann skrifaði doktorsritgerð nokkr- um árum áður, Bœndurnir í Langu- edoc, sem var mjög góð en vakti samt litla ahygli þrátt fyrir mjög jákvæða dónra. Síðar stækkaði lesendahópur- inn vitanlega." Hugarfarssagan - Pessi verk á horð við MontaiUou hafa verið kennd við hugarfarssögu. Gœtirðu skýrt þetta hugtak í stuttu máli? „Á þessari stundu vil ég alveg forðast að setja fram einhverjar skilgreining- ar - á þessu máli eru margvíslegar hliðar. Ég vil samt benda á eitt. Ef maður ætlaði sér að fara að skilgreina hugarfarssögu, þyrfti hann líka að at- huga vandlega afstöðu hugmynda- sögu og hugarfarssögu, og hvernig þetta rekst á. Þannig er að hugarfars- saga og hugmyndasaga eru tvær ólík- ar hefðir sem hafa þróast á sjálfstæð- an hátt og á mismunandi stöðum. Hugarfarssaga á rætur sínar að rekja til Frakklands, hún hófst með fyrstu kynslóð Annálamanna. Þráðurinn var síðan tekinn upp af þriðju kyn- slóðinni með miklum glæsibrag og þeir sem stunda hugarfarssögu í dag eru að verulegu leyti undir frönskum áhrifum. Annars staðar þróaðist hugmynda- saga sem var talsvert öðruvísi og eru þau fræði orðin rótgróin; fjöldamörg meistaraverk sagnfræðinnar, yfirleitt ensk eða amerísk, hafa verið skrifuð um hugmyndasögu. Má í því sam- bandi nefna menn eins og Arthur Lovejoy og fleiri slíka. Það er eins og einhver gjá hafi verið milli þessara hefða, hvorug hafi vitað mikið um hina, og eitt er víst að sumir Annála- manna hafa verið andvígir hug- myndasögu, að svo miklu leyti sem þeir þekktu hana. Þetta er vitanlega óheppilegt en áð- ur en lengra er haldið er nauðsynlegt að byrja á því að athuga hver er af- staðan milli þessara greina, hvort fyr- ir þeim eru ólíkar forsendur eða hvort þær rekast einhvern veginn á og reyna að gera þetta upp og brúa bilið. Áður en maður áttar sig á þessu er ekki hægt að fara að skilgreina hugarfarssögu almennilega, viðfangs- 20 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.