Sagnir - 01.06.1992, Side 25

Sagnir - 01.06.1992, Side 25
dvelst í, þannig að hún er einhvers konar smákastali. Talað er um virki á mörgum bæjum og það er ekki nóg, heldur er sagt að menn fari upp á virkin, þannig að maður getur ímyndað sér að þarna hafi verið um að ræða talsvert mikil mannvirki. - En ég veit ekki hvort við vitum nokkuð að gagni um þessi mannvirki og hvernig þau litu út er okkur hul- ið.“ - Telja menn ekki að þetta hjóti að hafa verið einhverjir hólar eða eitthvað slíkt? „Þarna stöndum við frammi fyrir því að við vitum ekki um þennan sjón- ræna veruleika. Ef við værum að reyna að gera mynd af því sem birtist sjón- um manna á 13. öld, þá væri hún í smá brotum. Hörður Ágústsson hefur leitt að því líkur að útskornar fjalir sem hafa fundist í skálum í Skagafirði séu leifar af risastórum tréskurðarmyndum sem hafi verið í Hóladómkirkju áður fyrr. Það leiðir hugan að því að þessar kirkjur, bæði dómkirkjur og aðrar, voru kannski útskornar með alls konar myndum, þarna birtist sjónrænn veru- leiki, sennilega mjög umfangsmikill og glæsilegur, sem við vitum nánast ekk- ert um. Þarna er atriði sem sögurnar gefa í skyn, þær segja okkur smábrot, nefna virki hér og tréskurðarmyndir þar en við getum ekki myndað neina skýra mynd af því öllu.“ Sagan í Ijósi framfarakenninga - Hefur þessi íslenska bœndamenning sem menn þekkjafrá 18. og 19. öld kann- ski mótað hugmyndir manna um íslenskar miðaldir um of? „Þegar deilt hefur verið um það hvort einhverjar framfarir hafi orðið þá kemur upp það vandamál, að við getum kannski bent á að einhverju hefur farið fram, það hafa verið gerð- ar ýmsar uppgötvanir og nýjungar hafa komið fram á sjónarsviðið, en verra er að segja hvort eitthvað kunni að hafa glatast. Hafa menn týnt ein- hverju niður sem menn kunnu áður fyrr? Þetta er spurning sem ákaflega erfitt er að svara. Einn höfundur hef- ur bent á að í fornöld og á miðöldum lærðu menn grein sem hefur síðan fallið úr sögunni; það er mælskulist. Þetta var óhemju mikil þjálfun og eru til þykkir doðrantar um mælsku- list. Spurningin er hvort ekki fari mikið fram hjá okkur í bókmenntum miðalda og fornaldar af því við þekkjum ekki þessa mælskulist. Menn hafa ekki nennt að kynna sér hana nema að takmörkuðu leyti. Það er ekki að efa að rithöfundar miðalda voru hámenntaðir menn á þessu sviði. Þeir höfðu lært málið miklu meira heldur en bara af sauð- kindinni upp við fossa, þeir voru ör- ugglega verseraðir í alls kyns fræðum en þeir kunnu eina list sem Islending- ar hafa glatað ansi mikið niður. Þeir eru ekkert að flíka lærdómnum, hann kemur einungis fram þegar það er nauðsynlegt. Það er til dæmis ekki hægt að benda á að Snorri Sturluson hafi kunnað latínu. Fyrir því er engin sönnun, þó að mönnum þyki ákaf- lega sennilegt að svo hafi verið. Það er hægt að sanna að Snorri hafi verið mjög fróður um lög, annars hefði hann nefnilega ekki verið kosinn lög- sögumaður, en það kemur aldrei fram í ritum hans; hann kemur aldrei með neinar langar lagaskýringar. Hins vegar er merkilegt að í Njálu kemur fram óskapleg lögfræði en það er af því að það er nauðsynlegt fyrir efnið. Því hefur verið haldið fram að höfundurinn hafi lært lögfræði vegna sögunnar og hann hafi verið að læra lög jafnframt því sem hann skrifaði, þess vegna verði honum stundum á í messunni. En þetta gerði hann af því að það var nauðsynlegt fyrir það sem hann vildi segja. Nú ef menn eru búnir að átta sig á því að þarna er að baki mikill lærdómur sem höfund- arnir flíka ekki, heldur nota einungis þegar slíkt er nauðsynlegt, þá er komið að hinu að þessar sögur eru alls engar krónikur, engin morgunbl- aðsfrásögn um atburði sem gerðust þrjúhundruð árum áður, heldur eru höfundarnir að setja fram ákveðnar hugmyndir. Þegar verið er að athuga veröld fornbókmenntanna og fleira hættir mönnum dálítið til að ganga út frá framfarakenningu og þá álykta menn aftur á bak og segja að ef eitthvað hafi verið vont á 16. öld þá hafi það verið verra á hinni 15. og enn verra á 14. öld. Við getum tekið dæmi um hrein- læti. Til eru heimildir sem benda til þess að það hafi verið afskaplega bág- borið í íslenskum sveitum á 18. og 19. öld. Það er kannski ekki að marka fullkomlega suma höfunda, en samt má telja víst að íslendingar hafi verið koldrullugir og hræðilega illa þefjaðir á þessum tíma. - Þeir voru ekki einir um það. En ef við förum að ímynda okkur að ástandið hafi verið ennþá verra þegar við förum lengra aftur í tímann þá er það röng ályktun. Þótt ekki sé hægt að segja nákvæmlega hvernig hreinlæti var háttað á 13. öld, bendir allt sem við vitum til þess að það hafi verið miklu betra þá. Þetta á einnig við um fleiri svið. Við getum ekki ályktað um 13. öld út frá 17., 18. og 19. öld. En þó að sú regla virðist einföld er ekki alltaf auðvelt að fylgja henni í raun. Þegar maður les Sturlungu og reynir að bægja burtu myndum og hugsunum frá síðari öldum fer mað- ur smám saman að átta sig á því hvað það er gífurlega mikið sem við vitum ekki - hvað það er gífurlega mikið sem ekkert er sagt um og er falið í móðu. Samt tel ég ekki að það sé úti- lokað að rýna gegnum móðuna." HA/ÓR/SJ/ÞHÞ SAGNIR 23

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.