Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 26

Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 26
Unnur Karlsdóttir „Konur eiga að vera mæður“ Umræður á Alþingi um hvort veita skyldi konum kosningarétt, rétt til menntunar og embætta. Fyrir konur dagsins í dag er það svo sjálfsagður hlutur að ganga menntaveginn og að kjörborði á kosningadag að fæstar leiða hugann að því að þessi réttindi hafa ekki alltaf verið sjálfsögð. Þvert á móti. Konur þurftu að berjast fyrir þeim á sínum tíma og umræður um þau ollu tals- verðum skoðanaágreiningi meðal stjórnmálamanna alda- mótaáranna. Það eru aðeins áttatíu og eitt ár síðan íslenskar konur fengu jafnan rétt og karlar til náms og embætta og enn styttra, sjötíu og tvö ár, síðan konur fengu kosninga- rétt til jafns á við karla. Islenskir stjórnmálamenn í upphafi nýrrar aldar voru efins um hvort opna skyldi konum nýjar leiðir í samfélaginu með nýjum réttindum. Þeim þótti mörgum hverjum að þessi réttindi væru konum engin nauðsyn og óviturlegt margra hluta vegna að veita þeim þau. En hvers vegna? Hver voru helstu rök þingmanna með og á móti mannréttindum handa konum? Setjumst á áheyrendapalla Alþingis árin 1911 og 1913 og hlýðum á þingheim Qalla um hvort konurnar í landinu skuli hljóta kosn- ingarétt og rétt til menntunar og embættisstarfa. Móðir og húsmóðir Það er árið 1911. Þingmenn eru að ræða um frumvarp um rétt kvenna til náms og embætta. Á að veita konum þann rétt eða ekki? Karlmenn hafa rétt til menntunar og embætta en þingmenn íhuga hvort slíkt væri ekki mjög óæskilegt fyrir konur því að þær séu húsmæður? Eins og fyrsti þingmaður Reykvíkinga, Jón Þor- kelsson, segir: „réttilega ... hefir það verið aðalhlutverk kvenfólksins að ala og ala upp kynslóðirnar og annast hag heimilisins. ... Ef konan nú færi að vasast í rnörgu öðru, er hætt við, að barnauppeldið sæti á hakanum hjá henni.“ Hann var andvígur kvenréttindum og rök hans fyrir ábyrgð kvenna á börnunum voru þau að karl- menn gætu ekki leyst uppeldis- störf af hendi á nándarnærri jafn fullkominn hátt né með annarri eins nákvæmni og nær- gætni og konur.1 Konan sem móðir var þing- mönnum ákaflega hugleikin í umfjöllun þeirra um réttar- stöðu kvenna. Af hverju? Vildu þeir ekki að móðirin breyttist og þá konan um leið því að í hugum þeirra virtust móðir og kona vera eitt og hið sama? Konuna á maður og þar sem kona er, þar á að vera heimili og þar sem heimilið er, þar á að vera kona. Svona einfalt var það. Hvers vegna var það talin svona eðlileg skipan að karlar réðu fyrir konur - réðu yfir konum? Líklega sökum þess að fram til þessa hafði annað hvorki tíðkast né leyfst en að konur giftust og kæmu börnum á legg. Hefðin er heimafrek og þess vegna kom það róti á hugsanir margra ráða- manna þegar konur fóru að biðja um 24 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.