Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 27

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 27
„Konur eiga að vera mœður barna simia og gœta húsmóðurstafa á heimilinu. “ kosningarétt og skólagöngu. Eðlilega töldu skynsamlega íhaldssamir menn slíkt vera fáránlegt, eða hvað? Konur voru að rífa niður aldagamla, hefð- bundna og kynskipta heimsmynd með því að heimta rétt til jafns á við karla í málum sem fram að þessu höfðu ekki verið talin við kvenna hæfi. Og þingmenn, sem töldu sig varkára og vita betur, vildu forða konum frá jafn afdrifaríku gönu- hlaupi, sem myndi áreiðanlega valda upplausn á íslenskum heimilum. Einn þessara varkáru manna er Jón Jónsson, fyrsti þingmaður Norður- Múlasýslu. Hann telur jafnan rétt kynjanna til náms og starfa geta haft slæmar afleiðingar, því að sennilegt væri að konur færu að nota þennan rétt. Og til sveita kynni það einkum að hafa vond eftirköst, ef konan not- aði þennan rétt sinn, því að þar er sú venja, að hún annast sjálf upp- eldi barna sinna. ... Og hvað heim- ilin misstu við, ef þessu væri hætt, verður ekki lýst.2 Hann telur málið svo óráðlegt að ekki ætti að samþykkja það og heldur áfram: Eg álít, að karlmenn séu miklu færari um að gæta opinberra starfa en kvenfólk. Konur eiga að vera mæður barna sinna og gæta hús- móðurstarfa á heimilinu. Er þetta einungis umhyggja fyrir börnum og fullvissa þingmannsins um vanhæfni kvenna í veraldarinnar opinbera vafstri? Er hann kannski að vernda sjálfsmynd karla? Það þætti hálf lítilmótlegt ef karlmenn yrðu að ganga í kvenmannsstörf, - yrðu kvenmannsígildi. En Jón Jónsson álítur einmitt hættu á því ef konur færu að taka að sér störf sem karlar hefðu til þessa gegnt,. til dæmis ef kona yrði læknir. Það væri afkára- legt, segir Jón, ef konan væri á sí- felldu flakki og ferðalagi en bóndinn sæti heima og gætti barnanna. Hann álítur slíkt fyrirkomulag á heimilinu „vera öfugt við það, sem það ætti að vera.“3 Nei, konum ætti ekki að leyfa að menntast því slíkt stangaðist á við hefðina og ylli röskun í þjóðfélaginu. Breytingar eru óþægilegar fyrir íhaldsmenn. Hlutverk konu er að vera móðir og eiginkona og lögin eiga að halda henni við efnið svo að hún lendi ekki á villigötum og fari að álpast til að stauta í bókum og flandra um í embættiserindum. Og til hvers að láta konur hafa kosningarétt og kjörgengi til Alþingis þegar staða þeirra í þjóðfélaginu er jafn auðsæ? Annar þingmaður, Jón Jónsson þing- maður Suður-Múlasýslu, velkist ekki í vafa um þetta og segir: Staða konunnar er aðallega sú, hér eins og annarsstaðar, að vera móð- ir og húsmóðir, og eg geri ráð fyr- ir, að enginn sé svo djarfur að halda því fram, að það sé þýðing- arminna að ala upp börn og standa fyrir heimili, en að halda misjafnar ræður á alþingi. Það er því einfalt og auðsætt, að sérhvað það, sem dregur huga konunnar frá heimil- inu, er úr lakari átt.4 En kannski væri óhætt að fá konum réttindi til jafns á við karla? Þær yrðu varla verri mæður við það eða eins og þingmaðurinn séra Sigurður Gunn- arsson orðar það: Og hver ímyndar sér, að uppeldi æskulýðsins verði lakara fyrir það, þótt konur verði fróðari en áður í almenningsmálum? Nei, þá verða þær einmitt þeim mun færari um að ala upp þjóðlega syni og dætur fyrir föðurlandið3 bætir hann við og andmælir þeirri SAGNIR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.