Sagnir - 01.06.1992, Síða 28

Sagnir - 01.06.1992, Síða 28
Hefðbundið kvennastarf. Komir þvo þvott í Laugardalnnm í Reykjavík. skoðun kollcga sinna, að menntunar- og réttindaleysi kvenna geri þær að betri mæðrum. Konan við rokkinn og strokkinn, skammtaði skattinn og hristi barna- hóp úr svuntunni. Henni flaug ekki í hug að hætta að spinna og strokka, þæfa og þvo og hirða um krakka- kjóruna og karlinn. En hana langaði svona hálfpartinn til að lögin mein- uðu henni og dætrum hennar ekki að menntast og hugsa um stjórnmál. Ekkert bendir til þess í skrifum kvenna frá þessurn tíma að það hafi hvarflað að konum árið 1911 að yfir- gefa heimilisskútuna með manni og mús og fara að vasast eitthvað fyrir sjálfar sig. Þvert á móti studdu ís- lenskar kvenréttindakonur kröfuna um kosningarétt og menntun með vísun til stöðu sinnar sem mæður og húsmæður. Þær töldu að lífsreynsla kvenna veitti þeim sérstöðu sem væri bæði nauðsynleg og til góðs fyrir vel- ferð þjóðfélagsins. Þess vegna áttu konur að hafa sama rétt og karlar til að láta rödd sína heyrast í stjórnmál- um og í þjóðmálaumræðunni yfir- leitt.6 Eða eins og Bríet Bjarnhéðins- dóttir orðaði það: „Þjóðfélagið þarfn- ast hvarvetna hinnar nákvæmu, ástríku móðurumhyggju kvenn- anna“.7 Annar hvati fyrir íslenska kvennabaráttu var þróun mála er- lendis. Konur erlendis voru að fá kosningarétt eða að berjast fyrir hon- um og slíkt fréttist til Islands og kom hreyfingu á hugsanir kvenna og karla, með og á móti. En snúunr burt frá konunum sjálfum og aftur inn á Alþingi þar sem stjórnmálamenn eru að tala um konur. Læknir með léttasótt og sýslumaður á sæng Árið 1911 segir Hannes Hafstein í umræðu um frumvarp um rétt kvenna til náms, námsstyrkja og embætta að hann telji kvenréttinda- mál svo langt komin að fáir myndu treysta sér til að verja þau lög sem meinuðu konum í æðstu skólum landsins að hljóta námsstyrk og rétt til embætta. Hann telur það ranglæti að styrkja ekki konur til náms eins og karla á þeim forsendum að þær myndu ekki nota próf sín til embætta eins og karlmenn gerðu.s En þetta frumvarp á andstæðinga sem sjá á því marga agnúa og vilja halda í ríkjandi verkaskiptingu. Til dæmis segist Jón Þorkelsson vera frumvarpinu and- vígur vegna þeirrar hættu sem stafar af því, ef farið er að víkka verkahring kvenmannsins á óeðlilegan hátt, að það hafi skað- legar afleiðingar fyrir þjóðfélagið. Þær geta farið að slá slöku við ein- stök þeirra kvennaverka, sem karl- menn eru ekki færir um að leysa af hendi.9 Heimilið og húsmóðurinnar mjúku, hlýju hendur eru enn í brennidepli. Þingmaðurinn virðist óttast það að konur þytu frá pottum og börnum ef lögin meinuðu þeirn ekki aðgang að þjóðmálum og leggur áherslu á þetta í ræðu sinni, hátíðlega og ábúðarfullt: 26 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.