Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 31
Karlastörf. Stjówmál cru karlastöif og ekki rið hæf kvenna.
kollega sinna því að hann segir það
fáránlegt af þeim að halda því fram
að karlar og konur séu jöfn. „Eg skil
ekki þetta“, segir hann,“ og verð að
halda, að það sé alveg rakalaust, því
eg held að eðlismismunurinn verði
alstaðar álíka mikill."30 Pólitík ruglar
hið rétta eðli kvenna. „Sá eðlismis-
munur, sem er, má ekki missa sig“,
ítrekar hann. „Þegar fram í sækir og
til lengdar lætur rná vera að hugsun-
arháttur kvenna breytist, en þá leys-
ast líka heimilin upp.“ Og til að ít-
reka sannleiksgildi staðhæíinga sinna
bætir hann við: „Þetta kalla nú sumir
fjarmæli, en margir vitrustu menn
heimsins eru nú samt á þessari skoð-
un.“31 Af ræðu hans má sjá að hann er
svartsýnn á framtíðina ef konur
fengju kosningarétt og kjörgengi og
finnst greinilega mikið ólán ef Al-
þingi samþykki lög sem opnuðu
konum leið inn í stjórnmálaheiminn.
„Eðlismunur karla og kvenna verður
ekki afnuminn með alþingislögum",
segir Jón. „Sá munur er mikill og
merkilegur, og sérhvað það, sem eins
og þessi nýmæli, [kosningaréttur
kvenna] miðar til að gera þann mun
minni eða sljófga náttúrlegt eðli, er
skaðlegt og hefnir sín með aukinni
ófarsæld þeirra, er hlut eiga að
máli.“32 Það er greinilegt að þing-
maðurinn var þeirrar skoðunar að
heimurinn færi versnandi ef þing-
menn gættu ekki að sér og færu var-
lega í sakimar í að veita konum laga-
leg réttindi til jafns á við karla. Bylt-
ingarvoði og þjóðarvá gætu hlotist af
ef konur fengju kosningarétt. Afstaða
þingmanna í þeim efnum er samt
sem áður ekki alveg einróma. Til
dæmis telur Sigurður Gunnarsson
ekki hægt að slá því föstu að neitt
versni við það að konur gæfu sig að
þjóðmálum.33 Nafni hans, Sigurður
Sigurðsson, álítur það óæskilegt og
sér að minnsta kosti enga' þjóðar-
nauðsyn á að hrapa að því að veita
konum kosningarétt.34 Eggert Páls-
son segir að konur eigi sömu mann-
réttindi skilið og karlmenn og þing-
menn ættu ekki að láta það blekkja
sig þótt konum hefði verið „fyrir
vald hnefaréttarins, meinað að njóta
þeirra fram til þessa.“3:> Enjónjóns-
son, fyrsti þingmaður Suður-Múla-
sýslu, er ósammála því að konur eigi
skilið full mannréttindi og segist vera
svo sannfærður, sem maður getur
verið, að öll þessi svonefnda
kvennréttindahreyfing, sem nú er
að ná yfirtökunum, er óheillaspor,
gönuspor mannkynsins, er hlýtur
að leiða til vaxandi lífskvalar, sem
þó mun varla verða ábætandi. Og
það er sannarlega ekki með léttum
hug, sem eg geng að því verki, að
samþykkja þessi nýmæli.36
Já, menn hafa oft orðið að stíga stór
skref og þung á hinu háttvirta Al-
þingi!
Pilsafælni
Árið 1881 segir Eiríkur Kúld að ef
konur fengju rétt til að bjóða sig fram
í sveitar- og bæjarstjórnarkosningum
þá gæti svo farið að í hreppsnefnd
yrðu eintómar komir „en það verð
jeg að álíta miður heppilegt," segir
hann. Eiríki finnst einnig að það
myndi koma „nokkuð skrítilega fyr-
ir, að sjá tómar konur í bæjarstjórn
Reykjavíkur."37 Árið 1891 leggur
Skúli Thoroddsen fram frumvarp um
kjörgengi þeirra kvenna sem fengu
kosningarétt til sveitarstjórna árið
1882 , og segir til að friða starfsbræð-
ur sína: „En þó að vjer veitum þess-
um fáu konum, sem hjer er um að
ræða, kjörgengi, þá þarf enginn að
SAGNIR 29