Sagnir - 01.06.1992, Page 34

Sagnir - 01.06.1992, Page 34
Konur fagna kosningarctti á Aiisturvelli árið 1915. landsins málum.“57 Þessir núverandi kjósendur sem talað var um voru karlmenn eingöngu því að þeir einir máttu til þessa kjósa til Alþingis. Mætti draga þá ályktun að andstæð- ingar réttinda kvenna hafi viljað við- halda einhliða valdi fámenns hóps embættismanna yfir þjóðmálum. Kosningaréttur meðal karla var einn- ig takmarkaður. Það var skilyrði fyr- ir kosningarétti og kjörgengi að menn væru orðnir 25 ára og væru nógu efnaðir til að greiða vissa fjár- hæð í opinber gjöld. Kosningarétt höfðu einnig embættismenn og menn með háskólapróf eða embættispróf þó svo þeir gegndu ekki embætt- um.5Í Fjöldi kjósenda var því tak- markaður, til dæmis voru karlmenn sem höfðu rétt ti! að vera á kjörskrá árið 1911 aðeins 15,4% þjóðarinnar.59 Vinnumenn höfðu ekki, frekar en konur, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis á þessum tíma, né heldur þeir sem þegið höfðu sveitarstyrk og skulduðu í sveitarsjóð. Vinnumenn fengu þessi réttindi árið 1915 um leið og konurnar og með sömu skilyrð- um um fjörutíu ára aldur. Aftur á móti fengu vinnukonur ekki kjör- gengi til sveitarstjórna fyrr en árið 1926. Árið 1920 gekk í gildi ný stjórnarskrá sem kvað á um jafnrétti kynjanna um kosningarétt við tutt- ugu og fimm ára aldur. Lokaorð Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem þennan pistil hefur lesið að þingmenn beittu þeim líf- fræðilega eiginleika kvenna að ganga með og fæða börn sem meginrökum gegn kosningarétti kvenna og rétti þeirra til menntunar og embætta. En þennan eiginleika töldu þeir vera konum mjög til trafala við öll störf sem karlmenn höfðu til þessa gegnt. Hin mótrökin gegn fyrrgreindum réttindum voru þau að konur hugs- uðu um böm og heimili og kosn- ingaréttur og menntun myndi ein- ungis draga huga þeirra frá þessum mikilvægu þáttum. Þetta var fyrir þá tíð að þær raddir fóru að heyrast fyrir alvöru að karlmenn ættu einnig að hugsa um börn sín og heimilishald. I þá daga var ábyrgð kvenna í þeim efnum einhliða, - og er því miður enn að miklu leyti. En það voru ekki eingöngu fyrrgreindir „kynferðislegir ókostir" kvenna sem stóðu í sumum alþingismönnum heldur fannst þeim innst inni og viðurkenndu það í ræð- um sínum að vitsmunir kvenna væru minni en karla. Og eins og kom fram í máli nokkurra þeirra þá kærðu þeir sig ekki um að vinna með konum, hvorki í pólitík né annars staðar. Enda skiljanlegt að þeir vildu það ekki því þá hefðu þeir orðið að um- gangast þær sem jafningja sína, eða hvað? Umræðan um réttindi kvenna spratt ekki upp úr íslenskum hlað- varpa á sólríkum vordegi heldur var hún hluti þróunar sem átti sér stað í nágrannalöndunum. Þetta voru ár- 32 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.