Sagnir - 01.06.1992, Page 36

Sagnir - 01.06.1992, Page 36
Gísli Gunnarsson Um falda bók og aðra forboðna og dálítið um ættardramb Hér verður um það rætt hvern- ig saga 20. aldar ruddist óboðin inn í sagnfræðirann- sóknir höfundar á 17. og 18. öldinni og hvernig hann komst að því í þessum rannsóknum sínum hversu miskunnar- laust og forheimskandi þýski nasisim- inn afskræmdi öll fræði á sínum tíma. Safnið Carl von Ossietzky í tvo mánuði, frá og með 2. viku aprílmánaðar á þessu ári (1992), stundaði ég rannsóknir í sagnfræði í Þýskalandi og Danmörku. Fólust þær einkum í því að athuga tengsl þýskra landa, og þá einkum borga (og borg- ara), við íslandverslunina á tímum einokunar, aðallega á 18. öld. Ég var þannig að rekja þráðinn þar sem frá var horfið í bók minni Upp er boðið Isaland. . . (1987) um efni þetta, nán- ar tiltekið kafla 5.3, „Hamborg og Gluckstadt". Það kom mér að miklu gagni í at- hugun þessari að finna heimildir í Carl von Ossietzky bókasafninu í Hamborg og kynna mér efni þeirra. Hér var um að ræða sameiginlegt háskóla- og borgarbókasafn Hamborgar og var þar að finna flest ef ekki allt sem ritað hafði verið um þýska sögu, einkum sögu Hamborgar og nágrannabyggða hennar. Nafn safnsins á sér þessa sögu: Carl von Ossietzky var þýskur friðarsinni, f. 1889, d. 1938. Snemma á 3ja áratugnum stofnaði hann friðarsamtök og gaf út tímarit málstað sínum til stuðnings. Einkum barðist hann gegn endurhervæðingu Þýskalands og vegna þess sat hann í fangelsi, dæmdur fyrir „landráð", Titilsíða „Földu bókarinnar. ‘ 1931 -1932. Við valdatöku nasista, snemma árs 1933, var hann meðal þeirra fyrstu sem settir voru í fanga- búðir. Hann var berklaveikur og heilsu hans hrörnaði ört. Árið 1935 veitti nefnd norska stór- þingsins Carl von Ossietzky friðar- verðlaun Nóbels. Þetta olli miklu fjaðrafoki meðal valdhafanna í Þýskalandi sem bönnuðu af þessu til- efni öllum þýskum ríkisborgurum að taka við Nóbelsverðlaunum af hvaða tegund sem var! Ossietzky var lofað margvíslegri umbun ef hann hafnaði þeim. Þessu neitaði hann og því héldu nasistar honum helsjúkum í fangabúðun þar til skömmu áður en hann dó árið 1938. I kynningarbæklingi um bókasafn- ið var nafn þess útskýrt ítarlega. Þar með fengu allir þeir sem bæklinginn lásu þekkingu um sérstæðan kafla þýskrar sögu. Margt getur gerst við heimildaleit Til að finna heimildir á Carl von Ossietzky bókasafninu hafði ég þann hátt á að leita þeirra vandlega á við- eigandi stöðum í safnskránum, panta síðan á lessal allar bækur sem hugsan- lega gætu komið mér að gagni og at-

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.