Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 39
að rekja innbyrðis ættartengsl þeirra
og vensl, og brátt komu í ljós nöfn
fleiri kaupmanna, sem tengdust fs-
landsversluninni á einn veg eða annan
allt frá 16. öld. í þessari leit minni
studdist ég mjög við þýskar ættfræði-
heimildir, ekki síst prentað bókasafn,
Deutsches Geschlecterbuch, Geuealogi-
sches Handbuch Biirgerlicher Familien
(Þýsk ættarbók, ættfræðihandbók
borgaralegra fjölskyldna), sem kom-
ið hefur út í nálægt 200 bindum frá
upphafi þessarar aldar.
í þessum þýsku ættfræðirannsókn-
um er beitt íhaldssamri aðferðafræði.
Ætt er nær eingöngu rakin í karllegg
og raunar eru rannsóknirnar fremur
saga ættarnafna (og skjaldarmerkja
ætta) en eiginleg ættfræði. Eigi að
síður komu þær mér að vissum not-
um. Þegar megintilgangur ættfræði-
rakningar er að rekja uppruna sinn til
tiginna karla er auðvitað ekkert und-
arlegt að slík iðja skírskotaði sérstak-
lega til íhaldsamra Þjóðverja. En þeir
voru alla jafna einnig miklir þjóðern-
issinnar og því hallir undir nasismann
þegar hann varð stórveldi.
Ættfræði varð mikilvægur hlekkur
í hugmyndafræði þriðja ríkisins og
tengdist náið kynþáttakenningum
nasista: Eftir valdatöku þeirra varð
umsækjandi um ákveðnar stöður að
sanna „hreinræktaðan arískan" upp-
runa sinn með því að rekja allar ættir
sínar langt aftur í aldir. Hann gat
raunar fengið til þess aðstoð hjá sést-
akri „vísindaakademíu" SS í Berlín
sem raunar gerði óumbeðið ættfræð-
irannsóknir á ýmsum borgurum til
að sanna eða afsanna „hreinan þýsk-
an“ uppruna þeirra.
„Vísindaakademía" SS var nefnd
Das Ahnenerbe Akademie (Vísinda-
stofnun áaerfða) og laut beinni stjórn
Heinrich Himmlers sem var allt í
senn: Æðsti maður SS, Gestapos
(leynilögregunnar) og voldugasti
maður þýska innanríkisráðuneytisins.
Auk ættfræði fékkst stofnunin við
fjölmargar aðrar „erfðarannsóknir",
til dæmis með tilraunum á föngum.
Yfirmaður stofnunarinnar, Wolfram
Sievers, var tekinn af lífi sem stríð-
glæpamaður eftir stríð. (Sbr. Shirer,
1164 - 1178, og Goudsmit 359).
Það var því ekkert undarlegt þótt
nasismi færi smám saman að birtast í
bindum Deutsches Geschlechterbuch á
millistríðsárunum. Hakakrossinn
birtist þó ekki í titli bókarinnar fyrr
en eftir valdatöku nasista 1933. En
þróunin kom glöggt fram í „auglýs-
ingum“ ættfræðifélagsins Roland í
bókunum. Framan af var auglýsingin
bæði meinlaus og hlutlaus. Tilgangur
félagsins var þá aðeins að efla þekk-
ingu og samvinnu þeirra sem stund-
uðu rannsóknir á ættum, skjaldar-
merkjum og innsiglum. Engin sér-
stök inngönguskilyrði voru dlgreind.
En á þriðja áratugnum varð hér
breyting á. í auglýsingu
frá 1923, tíu
haflega var „ríkisráð" (Regierungsrat) í
Prússlandi og „meðlimur hins kon-
unglega skjaldarmerkjaráðs". Árið
1923 var dr. Koerner orðinn fyrrver-
andi ríkisráð. Eftir valdatöku nasista
1933 var hann titlaður „ráðuneytisráð-
gjafi (Ministeralrat) í innanríkisráðun-
eyti ríkisins og Prússlands og fyrrum
meðlimur hins konunglega prússneska
skjaldarmerkjaráðs“, svo og „heiðurs-
félagi Deutscher Roland“. Hann var
einnig orðinn æðstaráð þessa
merkilega félags.
árum fyrir
valdatöku
nasista, hét
félagið
Deutscher
Roland,
merki þess var
hakakrossinn
og markmiðin
voru „efling
ættfræðiþekking-
ar meðal arískra
og þýskhollra
borgara og þýskra
aðalsmanna" og „að
skapa möguleika á
sem nánustum
tengslum áhugamanna
um áarannsóknir,
hreinleika blóðsins og
ættfræði". Þau inngöng-
uskilyrði voru að fylgja
yrði skuldbinding um að
viðeigandi „væri laus við
blóð Gyðinga og litaðra
manna, ekki heldur vera
giftur einstaklingi með slíkt
blóð“.
c^oVo.'
,\>o
txWW
•SM
\\wa
£\w*
,\\cfce
Vtðft'
•íðlotvft
W'uV
0,1*
Vt\
\\w
.Dtw
v\t\yiw
\\-0‘
CiSSgS
iwW
®etft" -ttt^ww^ ^to^vvew^wft «cw
\>0W
i* «,it -
S 0'' r, 9.6J , "«* 4 , V'1''",,'
$V\oV
i\\od
fS,\\\fie
\wVxU
í sérstakri auglýsingu um til-
ganginn með útgáfu þessara þýsku
ættfræðibóka árið 1923 var megin-
markmiðið sagt vera að vinna gegn
þeirri upplausn fjölskyldunnar sem
væri í gangi í samfélaginu og sem
ógnaði „föðurlandsástinni" og
„þýsku kynþáttastold".
Ritstjóri Deutsches Geschlechterbuch
allt frá fyrsta áratug aldarinnar og alla
vega langt fram á valdatíma nasista var
dr. jur. Bemhard Koerner, sem upp-
Kynning á þýska œttfrœðifélaginu Roland.
f bindum Deutscher Geschlechterbuch
efdr 1945 er ekkert lengur að finna
um Deutscher Roland og öll nasista-
merki eru að sjálfsögðu horfin þaðan
líka. En mér skilst að ættfræði hafi
lengi vel átt í svipuðum erfiðleikum í
Þýskalandi eftir stríð og norræn
fræði, hún var látin gjalda þess hve
nasistar unnu henni.
SAGNIR 37