Sagnir - 01.06.1992, Side 45
til Vesturálfu löngu fyrir hans tíð.
Það var því Spánverjum fyrir bestu
að gera sem rninnst úr Islandsferðinni
og þar með hlut norrænna manna í
fundi álfunnar.
I viðleitni sinni við að sýna fram á
óskorað eignarhald sitt á nýja heim-
inum nutu Spánverjar dyggs stuðn-
ings páfastóls. Þar sat á þessum tíma
spænskur páfi, Rodrigo Borgia, er
tekið hafði sér nafnið Alexander VI.
Hann mun hafa verið mjög hollur
sinni ættjörð en hefur einnig fengið á
sig orð fyrir spillingu og mútuþægni.
Hann var af þessum sökum ekki
meira en svo fastur í sessi og gagn-
kvæmur stuðningur páfa og spænsks
konungsvalds báðum aðilum nauð-
synlegur.37 Páfi studdi tilkall Spánar
til Ameríku en Spánn studdi tilveru
hans á valdastóli. Af þessum ástæð-
um hafa Spánverjar átt hægt um vik
með að bæla niður alla vitneskju um
samskipti kirkjunnar við biskupsstól-
inn í Görðum í Einarsfirði á Græn-
landi og þar með viðurkenningu á
vitneskju um lönd handan Atlantsála
að Grænlandi meðtöldu.'w
En eins og sýnt hefur verið fram á
er íslandsferð Kólumbusar engin §ar-
stæða. Viðhlítandi skýringar hafa
fundist á flestum þeim vafaatriðum
sem áður voru fyrir hendi og hafa
verður í huga að það er varla hald-
bært að ætla að ferðin sé aðeins skáld-
skapur Kólumbusar. Fyrir því fmnast
Þrátt fyrirfrœgð er ekki til samtímamynd af
Kóltimbusi og þvi ekki vitað hvcrnig hann
leit út. Hér í túlkun franska leikarans Gér-
ard Depardieu í kvikmyndinni „1492“.
vart nokkur rök og á móti mætti
segja að maðurinn hafði bara alls
enga ástæðu til þess að skálda.
Dagsetning ferðarinnar getur vel
staðist, það hefur verið sýnt með
dæmum. Staðfræði og leiðareikning-
ar Kólumbusar verða líka með ein-
dæmum nákvæm ef grannt er skoðað
og hvað sjávarföllin varðar erum við
alls ekki á flæðiskeri stödd með skýr-
ingar. Öruggar heimildir eru fyrir
veru Kóluinbusar í Englandi 1477.
Það er einnig vitað að hann var í
Galway og Bristol þar sem skip frá
Genúu komu nær aldrei. Líklegasta
ástæðan fyrir því að fara þangað var
sú að hann var á leið til Islands. Enn
fremur er harla ólíklegt að hann hafi
spunnið upp minnisgreinina. Til þess
hefur hann skort nægjanlega þekk-
ingu á staðháttum.
Niðurstaðan hlýtur því að vera sú
að flest bendir til þess að Kólumbus
hafi komið hingað. Þess vegna verð-
urn við að viðurkenna að þessi ferð
stappar nærri vissu. Það eina sem
mælir því í mót er að atburðurinn á
ekki við tvær óháðar heimildir að
styðjast. Mín kenning er sú að Kól-
umbus hafi frétt af ferðum Cortez-
Real, komið hingað til lands og feng-
ið nánari fréttir af löndum vestan
Atlantsála. Og þar sem hann vanmat
ummál jarðar um fjórðung hafi hann
gengið út frá því að Grænland og
Vínland væru nyrstu hlutar Asíu.
Tilvísanir:
1 Sigurður Líndal: „ísland og Nýi heimurinn." Saga íslauds V. Rv.
1990, 202.
2 Vilhjálmur Stefánsson: Ultima Thule, torráðnar gátur ttr Norðurvegi.
Rv. 1942, 176.
3 Taviani, Paolo Emilio: Cliristopher Columbus. The Graud Design.
London, 1985, 514.
4 Vilhjálmur Stefánsson: Ultima Thule, 149.
5 Sigurður Líndal: ísland og Nýi heimurinn, 202.
6 Vilhjálmur Stefánsson: Ultinra Thule, 194.
7 Vilhjálmur Stefánsson: Ultirna Thule, 141, 148.
8 Vilhjálmur Stefánsson: Ultima Thule, 194-195.
9 Vilhjálmur Stefánsson: Ultima Thule, 155.
10 Vilhjálmur Stefánsson: Ultinra Thule, 149-150.
11 Vilhjálnrur Stefánsson: Ultinra Thule, 155.
12 Sigurður Líndal: fsland og Nýi heinrurinn, 203-204.
13 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 5.
14 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 320.
15 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Coluntbus, 330.
16 Lyon, Eugene: „Search for Colunrbus." National Geograpliic. Jan.
1992, 21.
17 Sigurður Líndal: „Aldahvörf unr 1500.“ Saga íslaitds V. Rv. 1990,
194.
18 Larsen, Sofus: Danmark og Portugal i del 15de Aarhundrede. Kh.
1919, 296.
19 Sigurður Líndal: ísland og Nýi heinrurinn, 202.
20 Biörn Þorsteinsson: Enskar heimildir um sögu íslendinea á 15. oe 16.
öld. Rv. 1969, 36.
21 Björn Þorsteinsson: Enskar heinrildir, 322.
22 Björn Þorsteinsson: Enska öldin. Rv. 1973, 143.
23 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 327.
24 Taviani, Paolo Emilio: Christopher Colunrbus, 320.
25 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 323.
26 Vilhjálnrur Stefánsson: Ultinra Thule, 200.
27 Lyon, Eugene: Search for Columbus, 35.
28 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 327.
29 Sigurður Líndal: ísland og Nýi heinrurinn, 205.
30 Sigurður Líndal. fsland og Nýi heinrurinn, 208.
31 Sigurður Líndal: ísland og Nýi heinrurinn, 208.
32 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Columbus, 321.
33 Sigurður Líndal: fsland og Nýi heinrurinn, 205.
34 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 326.
35 Taviani, Paolo Enrilio. Christopher Colunrbus, 82.
36 Vilhjálmur Stefánsson: Ultinra Thule, 144.
37 Vilhjálnrur Stefánsson: Ultinra Thule, 261.
38 Vilhjálnrur Stefánsson: Ultima Thule, 176.
SAGNIR 43