Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 45

Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 45
til Vesturálfu löngu fyrir hans tíð. Það var því Spánverjum fyrir bestu að gera sem rninnst úr Islandsferðinni og þar með hlut norrænna manna í fundi álfunnar. I viðleitni sinni við að sýna fram á óskorað eignarhald sitt á nýja heim- inum nutu Spánverjar dyggs stuðn- ings páfastóls. Þar sat á þessum tíma spænskur páfi, Rodrigo Borgia, er tekið hafði sér nafnið Alexander VI. Hann mun hafa verið mjög hollur sinni ættjörð en hefur einnig fengið á sig orð fyrir spillingu og mútuþægni. Hann var af þessum sökum ekki meira en svo fastur í sessi og gagn- kvæmur stuðningur páfa og spænsks konungsvalds báðum aðilum nauð- synlegur.37 Páfi studdi tilkall Spánar til Ameríku en Spánn studdi tilveru hans á valdastóli. Af þessum ástæð- um hafa Spánverjar átt hægt um vik með að bæla niður alla vitneskju um samskipti kirkjunnar við biskupsstól- inn í Görðum í Einarsfirði á Græn- landi og þar með viðurkenningu á vitneskju um lönd handan Atlantsála að Grænlandi meðtöldu.'w En eins og sýnt hefur verið fram á er íslandsferð Kólumbusar engin §ar- stæða. Viðhlítandi skýringar hafa fundist á flestum þeim vafaatriðum sem áður voru fyrir hendi og hafa verður í huga að það er varla hald- bært að ætla að ferðin sé aðeins skáld- skapur Kólumbusar. Fyrir því fmnast Þrátt fyrirfrœgð er ekki til samtímamynd af Kóltimbusi og þvi ekki vitað hvcrnig hann leit út. Hér í túlkun franska leikarans Gér- ard Depardieu í kvikmyndinni „1492“. vart nokkur rök og á móti mætti segja að maðurinn hafði bara alls enga ástæðu til þess að skálda. Dagsetning ferðarinnar getur vel staðist, það hefur verið sýnt með dæmum. Staðfræði og leiðareikning- ar Kólumbusar verða líka með ein- dæmum nákvæm ef grannt er skoðað og hvað sjávarföllin varðar erum við alls ekki á flæðiskeri stödd með skýr- ingar. Öruggar heimildir eru fyrir veru Kóluinbusar í Englandi 1477. Það er einnig vitað að hann var í Galway og Bristol þar sem skip frá Genúu komu nær aldrei. Líklegasta ástæðan fyrir því að fara þangað var sú að hann var á leið til Islands. Enn fremur er harla ólíklegt að hann hafi spunnið upp minnisgreinina. Til þess hefur hann skort nægjanlega þekk- ingu á staðháttum. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að flest bendir til þess að Kólumbus hafi komið hingað. Þess vegna verð- urn við að viðurkenna að þessi ferð stappar nærri vissu. Það eina sem mælir því í mót er að atburðurinn á ekki við tvær óháðar heimildir að styðjast. Mín kenning er sú að Kól- umbus hafi frétt af ferðum Cortez- Real, komið hingað til lands og feng- ið nánari fréttir af löndum vestan Atlantsála. Og þar sem hann vanmat ummál jarðar um fjórðung hafi hann gengið út frá því að Grænland og Vínland væru nyrstu hlutar Asíu. Tilvísanir: 1 Sigurður Líndal: „ísland og Nýi heimurinn." Saga íslauds V. Rv. 1990, 202. 2 Vilhjálmur Stefánsson: Ultima Thule, torráðnar gátur ttr Norðurvegi. Rv. 1942, 176. 3 Taviani, Paolo Emilio: Cliristopher Columbus. The Graud Design. London, 1985, 514. 4 Vilhjálmur Stefánsson: Ultima Thule, 149. 5 Sigurður Líndal: ísland og Nýi heimurinn, 202. 6 Vilhjálmur Stefánsson: Ultinra Thule, 194. 7 Vilhjálmur Stefánsson: Ultirna Thule, 141, 148. 8 Vilhjálmur Stefánsson: Ultima Thule, 194-195. 9 Vilhjálmur Stefánsson: Ultima Thule, 155. 10 Vilhjálmur Stefánsson: Ultinra Thule, 149-150. 11 Vilhjálnrur Stefánsson: Ultinra Thule, 155. 12 Sigurður Líndal: fsland og Nýi heinrurinn, 203-204. 13 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 5. 14 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 320. 15 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Coluntbus, 330. 16 Lyon, Eugene: „Search for Colunrbus." National Geograpliic. Jan. 1992, 21. 17 Sigurður Líndal: „Aldahvörf unr 1500.“ Saga íslaitds V. Rv. 1990, 194. 18 Larsen, Sofus: Danmark og Portugal i del 15de Aarhundrede. Kh. 1919, 296. 19 Sigurður Líndal: ísland og Nýi heinrurinn, 202. 20 Biörn Þorsteinsson: Enskar heimildir um sögu íslendinea á 15. oe 16. öld. Rv. 1969, 36. 21 Björn Þorsteinsson: Enskar heinrildir, 322. 22 Björn Þorsteinsson: Enska öldin. Rv. 1973, 143. 23 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 327. 24 Taviani, Paolo Emilio: Christopher Colunrbus, 320. 25 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 323. 26 Vilhjálnrur Stefánsson: Ultinra Thule, 200. 27 Lyon, Eugene: Search for Columbus, 35. 28 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 327. 29 Sigurður Líndal: ísland og Nýi heinrurinn, 205. 30 Sigurður Líndal. fsland og Nýi heinrurinn, 208. 31 Sigurður Líndal: ísland og Nýi heinrurinn, 208. 32 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Columbus, 321. 33 Sigurður Líndal: fsland og Nýi heinrurinn, 205. 34 Taviani, Paolo Enrilio: Christopher Colunrbus, 326. 35 Taviani, Paolo Enrilio. Christopher Colunrbus, 82. 36 Vilhjálmur Stefánsson: Ultinra Thule, 144. 37 Vilhjálnrur Stefánsson: Ultinra Thule, 261. 38 Vilhjálnrur Stefánsson: Ultima Thule, 176. SAGNIR 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.