Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 52

Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 52
Hvað ætlar þú að verða, væni? Fram hefur komið sú skoðun að and- staða yfirvalda við þéttbýlismyndun hafi að stórum hluta verið hagsmuna- barátta bænda. Þeir hafi notað vistar- bandið og önnur þau lög sem héldu sveitasamfélaginu saman til að kúga vinnuhjúastéttina og tryggja sér áfram ódýrt vinnuafl. Fjölgun þurra- búða á 19. öld ætti eftir því að hafa orðið vegna þess að vinnufólk alls- staðar að af landinu braust undan kúgun bænda til að geta stofnað heimili og verða frjálst til vinnu. Því til viðbótar hafa bændur sem flosn- uðu upp af heiðarbýlunum flutt í þurrabúð til að geta haldið fjölskyld- unni saman og komist hjá því að fara aftur í vinnumennsku. En yfirvöld sem hvorki höfðu lög- reglu né her höfðu litla möguleika á að stjórna því hvernig almenningur brást við harðnandi lífsbaráttu. Fé- lagslegt taumhald var í höndum fólksins sjálfs svo að lög voru virt á meðan að almenningur trúði á þau en síðan ekki söguna meir. Sömu sögu var að segja af vinnuhjúunum. Þau hafa aldrei verið talin til sérstakrar stéttar hér á landi heldur voru þau börn bænda sem voru á leiðinni að verða bændur. Kúgun bænda á vinnuhjúastéttinni hefði því í raun verið kúgun bænda á sínum eigin börnum, börnum sem að öllu jöfnu voru rnótuð af lífskoðunum foreldr- anna sjálfra. Þéttbýlismyndunin hlýt- ur því að hafa stjórnast af einhverju öðru en flótta undan ofríki bænda. Til að komast að einhverjum nið- urstöðum um þetta mál gerði ég þrjár athuganir í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu. Fyrst athugaði ég fæð- ingarsókn þeirra sem lifðu á „fisk- veiðurn" á Akranesi 1870 til að sjá hvaðan þetta fólk kom. Næsta skref var að skoða lífshlaup einstaklinga sem voru að komast af unglings- aldrinum í Norðurárdal 1850 til að at- huga hvað þau tækju til bragðs ef jarðnæði skord. Að síðustu leit ég yf- ir vesturfaraskrá frá tímabilinu 1870- 1914. Þar langaði mig að sjá hverjir lögðu í flutninga til Ameríku á með- an þurrabúðum fjölgaði hér á landi. Athuganirnar leiddu í ljós að þeir sem voru úr uppsveitunum og aldir upp við búskap héldu sig við búskap- inn eða fóru til Ameríku þegar enga jörð var að fá. Á meðan fóru þeir sem voru frá stöðum þar sem sjósókn var stunduð jafnhliða búskapnum í þurrabúð ef jarðnæði skorti. Tryggð við uppruna og uppeldi réð mestu um framtíðarheimili þessa fólks en ekki uppreisn gegn lögum og regl- / Framtíðardraumar og lífsviðhorf ungs fólks mótuðust af lífsmynstrinu sem það ólst upp í. Barn sem alið var upp við bústörf eingöngu hafði stór- bændur og jafnvel hreppstjóra sem fyrirmyndir í lífinu á meðan barn sem alið var upp á heimili þar sem sjósókn var stunduð hafði önnur lífsviðhorf. Það hafði fylgst með sjó- sókninni alla tíð jafnframt því að vinna við búskapinn. Hrausdr sjó- menn og formenn báta voru á heimili þess og voru því fyrirmyndir auk bændanna. Andstaðan við þurrabúðina var því ekki eingöngu bundin við bændur sem yfirstétt. Almenningur var að stærstum hluta hræddur við þessa nýju þróun og trúði ekki á ágæti þurrabúðanna. Þær voru í upphafi þrautalending þeirra sem enga jörð fengu en ekki draumur ungs fólks um betra líf. Margir tóku frekar þann kostinn að flytja til Ameríku en fara í þurrabúð að ótöldum þeim sem biðu í sveitunum sem vinnuhjú og lifðu í voninni um það að einn daginn kæm- ust þeir yfir jörð. Búskapurinn hafði í margar aldir verið stærsti atvinnuvegurinn. Hann hafði sannað að hann var fær leið til að framfleyta fjölskyldu bæði efnahags- lega og með tílliti til velferðar og upp- eldis barnanna. Framleiðslan var bund- in við heimilið svo að hvert býli var sjálfstæð eining um fæði og klæði. Uppeldi barnanna var samtvinnað bú- störfunum. Með því að vinna lærðu börnin iðjusemina sem talin var ein af helstu kostum manna.6 Lífið í þurrabúð var byggt á allt öðrum forsendum sem að mörgu leyti voru andstæðar gildum sveita- samfélagsins. í stað eilífs úðurs var vinnan skorpuvinna þegar fiskaðist. Fæði og klæði varð að kaupa hjá kaupmanninum fyrir afla eða vinnu- laun sem fengust af fiskvinnunni. Aðstaða til uppeldis barna var líka allt önnur. Fá verkefni voru fyrir þau til að ala upp í þeim aga og iðjusemi auk þess sem ekkert kom í staðinn fyrir skólunina í vinnumennskunni. Þurrabúðin varð því ekki aðeins breyting á atvinnuháttum heldur líka breyting á öllu lífsmynstri manna. Hún gat því ekki orðið raunveruleg- ur kostur fyrir þorra ungs fólks fyrr en þar hafði alist upp ný kynslóð manna. Hvert liggur leið ? Víkjum nú sögunni aftur til Ingimars Maríssonar en hann er dæmi um sveitamann sem lifði alla tíð í voninni um jörð. Hann var fæddur og uppal- inn í Hvammssókn í Norðurárdal, einni af uppsveitum Borgaríjarðar. Sóknin er lítil en í leið þeirra sem fóru Holtavörðuheiðina norður í land eða Bröttubrekkuna inn í Dali. Árið 1850 voru tuttugu bændabörn í Hvammssókn sem bjuggu ennþá heima hjá foreldrum.7 Eftirgrennslan um ævi fjórtán þeirra, þar á meðal Ingimars, sýndi sterk tengsl á milli uppruna og ævistarfs. Öll voru þau alin upp við búskap og við hann störfuðu þau alla sína tíð. Þó urðu þau ekki öll þeirrar gæfu aðnjótandi að ráða sjálf yfir jörð heldur urðu sum þeirra að vera í vinnumennsku eða húsmennsku hluta ævinnar eða hana alla.8 Átthagafjötrar voru ekki nauðsyn- legir til að halda Norðdælingunum innan sinnar heimabyggðar. Þeir virtust tengdir Norðurárdalnum og nágrenni hans órjúfanlegum bönd- um. Sem dæmi um það má sjá að af þeim 32 bæjum sem Norðdælingarnir bjuggu á um ævina voru 15 í Norður- árdal og 9 í næstu sveitum Stafholts- tungum og Þverárhlíð. Eins er ef lögð eru saman árin sem Norðdæl- ingarnir voru í vinnumennsku eftir 15 ára aldur. Af 250 árum voru þau 170 ár í Norðurárdalnum og 59 ár í öðr- um sveitum Mýrasýslu. Tengslin við upprunann voru því óneitanlega sterk/f 50 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.