Sagnir - 01.06.1992, Side 56

Sagnir - 01.06.1992, Side 56
Óskar Bjarnason „Thule, land mitt, hvar ertu?a Um fslandsáhuga Þjóðverja á tímum Weimarlýðveldisins Landkynning er búin að vera okkur fslendingum hugðar- efni í nokkurn tíma og mikið um hana rætt og ritað. Okkur er síð- ur en svo sama hvað aðrar þjóðir halda um okkur og við viljum að hingað komi ferðamenn sem eru áhugasamir, kaupi þjónustu okkar og - síðast en ekki síst - beri okkur vel söguna þegar heim er komið. Sú þjóð sem hvað mestan áhuga hefur haft á íslandi og íslendingum síðustu öldina eða svo eru Þjóðverj- ar. Þeir hafa líka ferðast um landið öðrum fremur og skrifað reiðinnar býsn um land og þjóð. Þessa sér- stöðu má rekja aftur fyrir síðustu aldamót en Weimartíminn var blómaskeið Islandsáhuga í Þýska- landi og reyndar samskipta þjóðanna á ýmsum sviðum. En af hverju fs- land? Hvað höfðu Þjóðverjar hingað að sækja? Með hvaða augum litu þeir íslendinga? Þjóðverjar leggjast í ferðalög Þriðji áratugurinn hefur fengið á sig nokkurn dýrðarljóma í sögu Vestur- landa. Þetta var tími uppbyggingar, tækniframfara, litríks skemmtanalífs, nýrra listastrauma og bjartra vona. Með því að velmegun jókst og al- menningssamgöngur bötnuðu tóku ferðalög einnig mjög að aukast. Þótt Þjóðverjar byggju við bág kjör í lok fyrra stríðs réttu þeir fljótlega úr kútnum og tóku aftur til við að ferð- ast um heiminn til skemmtunar og rannsókna. Á meðan þeim var bann- að að framleiða herskip rann upp öld farþegaskipanna. Þýsku skipafélögin hleyptu hverju farþegaskipinu af öðru af stokkunum, hófu reglulegar siglingar til Vesturheims og skemmtisiglingar um heimsins höf. íslendingar fóru ekki varhluta af ferðagleði Þjóðverja og er leið á ára- tuginn tóku þýsk skemmtiferðaskip að venja komur sínar til landsins, hlaðin forvitnum og ævintýraþyrst- um Þjóðverjum. Við bættist að um miðjan áratuginn hóf Eimskipafélag fslands, að kröfu íslenskra kaup- manna, Hamborgarsiglingar sem áttu eftir að verða mikil lyftistöng fyrir samskipti þjóðanna. Reykvískir kaupmenn í leit að nýtískulegum vörum fóru að venja koinur sínar á þýskar kaupstefnur, námsmenn í uppreisn gegn dönsku hefðinni sett- ust á þýska skólabekki og síðast en ekki síst tók þýskt fslandsáhugafólk að streyma til landsins. Hvað vissi fólk um ísland? Fyrir þýskum almenningi var ísland öðru fremur framandi sögu- og æv- intýraland. Nafn þess var síður tengt eldfjöllum, jöklum eða hverum.1 Ýmsir rithöfundar rómantíska tímans höfðu notað landið og söguheim þess Þriðji áratugurinn var mikill uppgangstími skemmtisiglinga. Skipafélagið Norddeutsche Lloyd hleypti hverju farþegaskipinu á fœtur öðru af stokkunum og lentu sum þeirra í ís- lenskum höfnum hlaðin þýskum túristum. Hcr sjást Europa og Bremen, smíðuð 1929-30. Þau t’oru stœrstu farþegaskip vcraldar, vógu 50000 tonn hvort um sig. 54 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.