Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 64

Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 64
líka bókum fyrir félagið og komu sér á stuttum tíma upp álitlegu safni, rösklega 400 titlum árið 1927, af ís- lenskum bókum og blöðum og þýsk- um bókum um íslenskt efni. Lang- flestir félagsmenn voru Þjóðverjar en nokkrir frá öðrum löndum, s.s. Austurríki, Danmörku, Svíþjóð og fslandi sjálfu. Þeir borguðu visst árgjald en fengu í staðinn sent árs- fjórðungsritið Mitteilungen der Island- freunde. Forleggjari tímaritsins, og um tíma jafnframt gjaldkeri félagsins, var Eugen Diederichs. Að nafninu til fjallaði ritið einnig um Færeyjar en aðeins einn höfundur sinnti því efni. Félag Islandsvina óx og dafnaði á Weimartímanum. í upphafi tímabils- ins voru félagsmenn um 200 talsins en tala þeirra hafði tvöfaldast í lok þess. Tímaritið kom út reglulega og eftir að hafa lifað af verðbólguárin 1922-23 með hjálp erlendra félaga var ljóst að útgáfan stóð undir sér. Ferða- sögum fjölgaði er leið á þriðja ára- tuginn enda höfðu æ fleiri tækifæri til að ferðast til „fyrirheitna landsins". Fdátindi sínum náði starfsemin um 1930 en þá konr út Alþingishátíðarrit upp á yfir 100 blaðsíður. Þetta var reyndar sá tími þegar samskipti þjóð- anna stóðu hæst á þessari öld, frjáls viðskipti landanna blómleg, sömu- leiðis þýsk menningaráhrif á íslandi og íjöldi íslenskra námsmanna í Þýskalandi hlutfallslega mestur. Þegar fyrst er flett í gegnum Mit- teilungen der Islandfreunde stingur í augu hve nrikið rúm fornsagan og fornbókmenntirnar fá, fyrst og fremst Eddurnar og Islendingasögur. Umfjöllun um þennan bókmenntaarf Islendinga var aðalefni tímaritsins. 1 öðru sæti kom landafræði og jarð- fræði en þar áttu þeir orðið sem sjálfir höfðu heimsótt Island og stundað þar rannsóknir. fslenskt nútímamannlíf, atvinnuvegir og menning féllu mjög í skuggann af fortíð og náttúru en samt var slíkt efni ekki alveg látið sitja á hakanum. Þar voru á ferðinni greinar um íslendinga samtímans úr menningar- og jafnvel stjórnmálalífi, þýðingar ljóða nítjándualdarskáld- anna eða úr verkum samtímahöf- unda. Ritdóma um íslenskar bækur eða bækur um íslenskt efni var einnig að finna í hverju tölublaði auk frétta- pistils sem birtist í lok hvers blaðs um atburði á íslandi, framkvæmdir og helstu tíðindi af samskiptum þjóð- anna tveggja. Lesandi Mitteilungen der Islandfreunde gat því fylgst nokkuð með því sem var að gerast á íslandi, gægst örlítið inn í heim nútímafólks á þessari einstöku eyju ásamt því að læra um sögu hennar og umhverfi. I hópi þeirra sem skrifuðu í tíma- ritið voru norrænufræðingar fjöl- mennastir. Meðal þeirra voru And- reas Heusler, Paul Herrmann og Gustav Neckel af eldri kynslóðinni, allt virtir fræðimenn og kunnir fs- landsvinir. Meðal þeirra yngri ber hæst Hans Kuhn og Reinhard Prinz. Þeir stunduðu báðir nám í Háskóla íslands á þriðja áratugnunr og fengu mikla ást á landi og þjóð. Margir náttúruvísindamenn skrif- uðu í Mitteilungen en fáir þeirra reglu- lega og helgaðist það vafalaust af því að þeirra fræðigrein var ekki bundin við ákveðna þjóð eða heimshluta. Þeir skrifuðu um ýmis efni s.s. eldfjöll, jökla, fuglalíf og veðurfar. Annars skiptust menn ekki að öllu leyti í hópa eftir áhugasviðum, t.d. rituðu norræn- ufræðingamir ekki síður landslagslýs- ingar en náttúrufræðingarnir og þeir síðarnefndu áttu til að krydda frásagnir sínar fornum sögum. Útgáfa Mitteilungen der Islandfreun- de sýnir einstakan íslandsáhuga Þjóð- verja og tímaritið átti sér ekki hlið- stæður utan Norðurlandanna. ís- lenskt menningarefni birtist yfirleitt í tímaritum sem fjölluðu um Norður- löndin í heild, s.s. Nordens Kalender (Gautaborg frá 1930), Le Nord (Frakklandi 1938). Breska tímaritið Saga Book of the Viking Society og hið ameríska Islandica voru uppfull af ís- lensku efni en það takmarkaðist við fornbókmenntir og sögu. Auk þess höfðu þessar útgáfur ekkert fslands- vinafélag á bak við sig. Eina erlenda tímaritið um Island sem jafnaðist á Dr. Eugen Diedcrichs var meðal þeirra forlcggjara á Weimartímanum sem gátu sér orð fyrir að luigsa ckki um pyngjuna en gefa einungis út menningarefni að cigin smekk. Helsta afrek hans var „Thuleritröðin" svonefnda, íslensk fornrit íþýskri þýðingu. Norrœnufrœðingur- inn og nasistinn Hatis Naumann hreifst mjög að hinni þjóðlegu útgáfustarfsemi og lét svo um mœlt að „Mussolini myndi krýna slíkan forleggjara ’fóðurfóðurlandsins’. 62 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.