Sagnir - 01.06.1992, Síða 65

Sagnir - 01.06.1992, Síða 65
við hið þýska var Islaudsk Aarbog út- gefið af „Dansk-Islandsk Samfund“ í Kaupmannahöfn. Ritið var að vísu aðeins ársrit eins og nafnið gefur til kynna en jafnaðist á við Mitteilungen að vöxtum auk þess sem efnið var ekki síður fjölbreytt. Hnignun og fall Islandsvinafélagsins Heimskreppan var íslandsvinafélag- inu mikið áfall ekki síður en öðrum samskiptum þjóðanna. Félagið lenti í skuldum og síðasta tölublað Mitteil- ungen der Islandfreunde kom út vorið 1932. Ofan á fjárhagsörðugleikana bættist að forystumennirnir Erkes og Diederichs féllu frá. íslandsvinafélag- ið var ekki endurreist fyrr en tveimur árum síðar, þá undir forystu nasista. Tímaritsútgáfan var ekki svipur hjá sjón þótt hún sé merk heimild um yfirtöku flokksins á félagsstarfsemi og misnotkun norrænna fræða. Fé- lagið lognaðist endanlega út af vorið 1936 og Prinz formaður, sem kominn var á kaf í pólitík, mælti með Nor- ræna félaginu í staðinn. Pað má að lokum geta þess að fé- lag þýskra íslandsvina var ekki end- urreist fyrr en árið 1955, þá í Köln undir nafninu Deutsch-Islandische Gesellschaft. Það hóf útgáfu árbókar- innar Island. Deutsch-Isldndisches Jahr- buch fjórum árum síðar, hjá Eugen Diederichs forlaginu sem Niels Diederichs, sonur Eugens, hafði flutt til borgarinnar á flótta frá Austur- Þýskalandi. Fáir af gömlu íslandsvin- unum sýna sig þegar árbókinni er flett. Nokkrar greinar birtust í ritinu til minningar um Heinrich Erkes og svo skemmtilega vildi til að dóttir hans, Beatrix Löffler, sat í stjórn hins nýja félags.4" Formaður félagsins var Max Adenauer, sonur Konrads kanslara. Hann hafði í æsku smitast af íslandsáhugann á heimili fjöl- skylduvinarins Erkes. Að öðru leyti voru spor gamla fé- lagsins, Vereinigung der Islandfreun- de, að mestu máð, forystumennirnir horfnir af sjónarsviðinu og fáir sem hirtu um að minnast þeirra. Starf fé- lagsins varð aldrei eins öflugt og ver- ið hafði fyrir stríð og „árbókin" kom ekki út nema á nokkurra ára fresti. Athyglisvert er að fornbókmenntir og saga fengu miklu minna rúm í nýja tímaritinu en því gamla. Nú ríkti deyfð yfir norrænum fræðum í Þýskalandi, nasisminn hafði komið á þau óorði. Leitin að germönskum rótum og glæstri fortíð var ekki lengur aflvaki íslandsáhugans en fsland nútímans komið í sviðsljósið - enda kominn tími til. Tilvísanir: Grein þessi er unnin upp úr hluta BA-ritgerðar höfundar, „Samskipti íslendinga og Þjóðverja á milli stríða 1918-1939.“ 1 Einar B. Pálsson, viðtal 11. des. 1991. 2 Alexander Jóhannesson: „Menningarsamband Þjóöverja og ís- lendmga", Skírnir, CXXXIV. (1960), 56-58. 3 Payne, Robert: Tlic Life and Dcatli of Adolf Hiller . New York 1973, 67-68. 4 Erkes, Heinrich: „Búcherbesprechungen", Mitteilungen, XV., nr. 2 (okt. 1927), 35. 5 “Vortrage", Mitteilungen, XVII., nr. 3-4 (jan.-apríl 1930), 142. 6 Wedepohl, Theodor: „Eine Mahlerfahrt nach Island“, Mitteilung- en, XIV., nr. 2-3 (okt.-jan. 1926-27), 28. 7 Ebeling, Max: „Eine Besteigung des Eyjafjallajökull", Mitteilung- en, XVII., nr. 3-4 (jan.-apríl 1930), 111. 8 Wedepohl, Max: „Eine Malerfahrt nach Island“, 28. 9 Wedepohl, Max: „Eine Malerfahrt nach Island“, 28. 10 Ebeling, Max: „Eine Besteigung des Eyjafjallajökull", 113. 11 von Eckhel, Anna: „Thule“, Mitteilungen, X., nr. 1-2 (júlí-okt. 1922), 13. 12 Kuhn, Hans: „Wanderungen af Island 1923 und 1924“, Mitteilung- en, XII., nr. 4 (apríl 1925), 59. 13 Kuhn, Hans: „Zu Fuss úber den Sprengisandur (13.-17. August 1929)“, Mitteihmgen, XVII., nr. 3-4 (jan.-apríl 1930), 104. 14 Timmermann, viðtal í Hamburger Tagesblatt, 12. júlí 1934. 15 Klose, Olaf: „Ein Aufenthalt auf Island als Austauschstudent", Mitteilungen, XIV., nr. 1 (júlí 1926), 16. 16 Prinz, Reinhard: „Island als Kulturerlebnis", Island, XX., nr. 2 (júlí-sept. 1934), 67. 17 Prinz, Reinhard: „Winterwanderung auf Island II“, Mitteilungen, XIV., nr. 2-3 (okt.-jan. 1926-27), 35-36. 18 Weber, Georg: „Der islandische Volkscharakter", Mitteilungen, XVII., nr. 3-4 (jan.-apríl 1930), 127-128. 19 Herrmann, Paul: „Islands Nordkapp (Horn)“, Mitteilungen, XVI., nr. 3 (jan. 1929), 53. 20 Weber, Georg: „Der islandische Volkscharakter“, 128. 21 Hassell, P.A.: „Politischer Bericht", 25. júlí 1927, 8. 22 Erkes, Heinrich: „Neue Winke fúr Islandfahrer", Mitteilungen, XIV., nr. 2-3 (okt.-jan. 1926-27), 27. 23 Múller, Walther: „Islandische Wirtschaft", Mitteilungen, XI., nr. 3-4 (jan.-apríl 1924), 37. 24 Mohr, Wolfgang: „Stadtische Kultur auf Island“, Mitteilungen, XIX., nr. 3-4 (jan.-júní 1932), 77. Sjá einnig Erkes, Heinrich: „Meine siebte Islandreise", Mitteilungen, XII., nr. 3 (jan. 1925), 41. 25 Klose, Olaf: „Ein Aufenthalt auf Island als Austauschstudent", Mitteilungen, XIV., nr. 1 (júlí 1926), 15. 26 Jochner, Nikolaus: „Mit der ’Múnchen’ zwei Tage in Reykjavik (Erste Station der Polarfahrt des Norddeutschen Lloyd)“, Mitteil- ungen, XIII., nr. 1-2 (júlí-okt. 1925), 25-26. 27 “Kleine Nachrichten", Mitteilungen, XVII., nr. 2 (okt. 1929), 44. 28 Jaden, Hans: „Gunnlaugur Einarsson (Ein islandischer Spezial- arzt)“, Mitteilungen, X., nr. 3-4 (jan.-apríl 1923), 56. 29 “Kleine Nachrichten”, Mitteilungen, XV., nr. 3-4 (jan.-apríl 1928), 65. 30 Prinz, Reinhard: „Hochschule Islands”, Mitteilungen, XV., nr. 2 (okt. 1927), 50-56. 31 Erkes, Heinrich: „Neue Winke fúr Islandfahrer", Mitteilungen, XIV., nr. 2-3 (okt.-jan. 1926-27), 27. 32 Erichsen, Adolfme: „Was geben uns die islandischen Sagas?“, Mitteilungen, VII., nr. 1-2 (júlí-okt. 1919), 18. 33 Erichsen, Adolfine: „Ansprache an die Islandfreunde am 16. Dezember 1927 in der Weinstube Huth”, Mitteilungen, XVI., nr. 1 (júlí 1928), 1. 34 Neckel, Gustav: „Snorri Sturlusons Edda“, Mitteilungen, XII., nr. 4 (apríl 1925), 57. 35 Neckel, Gustav: „Der Wert der islandischen Literatur”, Deutsche Islandforschung 1930, I., 57. 36 Naumann, Hans: „Die Islandersagas die einzige umfassende Dar- stellung altgermanischen Lebens”, Mittteilungen, XX., nr. 1 (apríl-júní 1934), 55. 37 Gretor, Georg: „Islandliteratur", Der Kreis. Zeitschrift fiir kiinst- lerische Kultur, VII., nr. 12 (des. 1930), 691. 38 Sveinn Björnsson: „Island-Deutschland", Der Kreis. ZeitschriftJiir kiinstlcrische Kultur, VII., nr. 12 (des. 1930), 679. 39 „Zur Grúndungsgeschichte der ’Vereinigung der Islandfreunde’,,, Mitteilungen, I., nr. 1 (júní 1913), 2. 40 “Nachrufe”, Islaitd. Dcutsch-Isl. Jahrbuch, VII. (1970-74), 93. SAGNIR 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.