Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 74
um. Þetta var tímabil örra breytinga
á samfélaginu. fslendingar voru að
berjast fyrir bæði formlegu og eigin-
legu sjálfstæði sínu. Eftir að sigrar
höfðu unnist í baráttunni fyrir form-
legu sjálfstæði þjóðarinnar þurfti að
sanna að íslendingar gætu staðið sem
sjálfstæð þjóð og við það ærðist upp
metnaðurinn hjá þeim. Þeir þurftu að
sanna sig bæði fyrir sjálfum sér og
öðrum þjóðum. Enda kom sterkt
fram við upphaf myndlistar á fslandi
að listamennirnir ættu að vera land-
inu til sóma erlendis. I grein árið 1925
í Lesbók Morgunblaðsins segir:
Hver hefði trúað því fyrir svo sem
20 árum að árið 1925 ætti ísland
heilan hóp listamanna í hljómlist-
um, málara- og myndhöggvalist.
Og meðal þeirra menn sem náð
hefðu viðurkenningu og hlotið að-
dáun úti í heimi, fengið náð fyrir
stóradómi menningarþjóðanna
gömlu, sem hafa lifað við list eyra
og auga um aldaraðir.29
fslenska þjóðin var að sanna sjálfa sig
með því að hefja listamenn sína upp til
vegs og virðingar. Enginn íslendingur
hafði sést á leiksviði myndlistarinnar
unr langan aldur. Því urðu þeir að
sækja af enn meiri krafti fram á sviðið,
til að sýna fram á að þeir ættu fullan
rétt á að kallast menningarþjóð.
Og listamennirnir voru í ákjósan-
legri stöðu til að svara kalli þjóðar-
innar. Þeim var lokuð leið að styðjast
við innlendan listsögulegan bak-
grunn, því hann var ekki til. Því leit-
uðu þeir í ríkum mæli í sagnabrunn-
inn, þjóðsögur og íslendingasögur
sem og í íslenska náttúru, eftir inn-
taki listsköpunnar sinnar. „Inntakið
átti að undirstrika uppruna lista-
mannsins, íslenska menningu"30 og
umhverfi.
En listamennirnir sóttu allir
menntun sína til útlanda og gengu
þar inn í vestræna myndlistarhefð.
Þegar þetta blandaðist saman, ís-
lenskt inntak og vestræn myndlistar-
hefð, varð til fagleg en þjóðleg ís-
lensk myndlist. Og þessi þjóðlega
myndlist var svar listamannanna við
kalli þjóðarinnar og hefur ýtt undir
metnað hennar til að vinna sem
stærsta sigra á sem flestum sviðum.
Við flatningsborðið -
Slagsmál - Saumakona
Meistari Kjarval birti auglýsingu í
blöðunum 10. maí árið 1927, þar sem
hann varaði fólk við að fara á árlega
sýningu Listvinafélagsins, sem þá var
haldin í húsakynnum þess. Hann áleit
að hættu stafaði af að vera í miðsal
hússins „vegna sprunginna veggja og
rangrar byggingar á þakinu.“31 Það
sem lá að baki þessari auglýsingu hef-
ur líklega verið að vekja ugg hjá fólki
svo að það myndi ekki álpast inn í
þennan illræmda miðsal. Þar voru
nokkrar gifsmyndir eftir Einar Jóns-
son, Ríkarð Jónsson og Guðmund
Sœnmndtir á selnurn eftir Ásmund Sucins-
son. Vcrkið var gert í París 1926 og vakti
upp þjóðarstolt íslendinga þegar það komst
á sýningu þar árið 1929.
Einarsson frá Miðdal, sem allir voru
mjög mikils metnir af þjóðinni sem
myndhöggvarar. Um þessar myndir
sagði Valtýr Stefánsson í gagnrýni:
„Skal eigi dæmt um hver er ljelegust.
Má vart á milli sjá. Ber mest á mynd-
um Guðm. Einarssonar. Minna á
haglega gerðar snjókerlingar."32
En á þessari sýningu sýndu þrír
yngri listamenn sem nýkomnir voru
að utan: Gunnlaugur Óskar Schev-
ing, Snorri Arinbjarnar og Þorvaldur
Skúlason. Guðbrandur Jónsson sagði
þetta um myndir þeirra í Alþýðu-
blaðinu: „Mynd Óskars [Gunnlaugs
Schevings] „Við flatningsborðið" er
óefað besta myndin á sýningunni;
myndi hún draga að sér athygli hvar
sem væri. Aðrar rnyndir hans eru og
vel gerðar. ... Snotrar byrjenda-
myndir eru eftir Snorra Arinbjarnar
(„Slagsmál") og Þorvald Skúlason
(„Saumakona“).“ Þetta voru einu
listamennirnir sem fengu hrós hjá
Guðbrandi fyrir verk sín á sýning-
unni. Hún var annars „Listvinafélag-
inu og íslenskum listamönnum til há-
borinnar háðungar. “
Hvað var að gerast? Þrír mikils-
metnir listamenn fengu slæma útreið
hjá Valtý en Guðbrandur hrósaði
þremur yngri listamönnum. Hann
taldi jafnframt þessa sýningu bera
„eins og aðrar íslenskar sýningar vott
um, að hugarflug og andríki íslenskra
listamanna sé ekki mikið. Þeir mála
landslög endalaust. Það er tamið
auga og hagleikur, sem skapar
myndir af því sem fyrir augun ber,
en þeir sjá ekki neitt með innri sjón-
um.“33 Smekkur sumra Islendinga
eins og Guðbrands á myndlist var að
taka breytingum. Sumir voru orðnir
þreyttir á öllu þessu landslagi. Hið
þjóðernislega myndmál höfðaði ekki
lengur til allra.
Með dofnandi þjóðernishyggju
hurfu flestir hinna yngri listamanna
frá list sem sótti efnivið sinn til
„þjóðarverðmætanna". Þeir skipuðu
sér í skýrar pólitískar fylkingar eins
og margir aðrir á þessum tíma. Þá
þrömmuðu margir íslenskir lista-
menn í Kaupmannahöfn „í göngum í
þyt rauðra fána og kröfuborða."34
Myndir þessara yngri listamanna
sýndu oft erfiðisvinnufólk, þorps-
götu og fleira sem sumum þótti ekki
vert að setja á striga eða klappa í
stein. Þeir beindu nú sjónum sínum
að „manngerðu umhverfi og hvers-
dagslegri athöfn fólks“35 en ekki
bláma fjallanna. Nöfn þriggja verka
sem þremenningarnir ungu áttu á
sýningunni 1927, lýsa þessu ágætlega:
„Við flatningsborðið", „Slagsmál“
og „Saumakona".
Stíll expressjónismans tók jafnframt
þessu að vinna á. Listamaðurinn var
ekki bundinn af því að fylgja ákveð-
inni fyrirmynd í verki sínu, heldur
varð verkið nú túlkun hans á umhverf-
inu. Hann gat því lagt meiri áherslu en
áður á liti, form, efnisuppbyggingu og
eigin tjáningu. Listaverkið varð til í
72 SAGNIR