Sagnir - 01.06.1992, Page 77

Sagnir - 01.06.1992, Page 77
En gerði Hoffmann mistök og hver voru þau þá á annað borð? Hver var þekking lækna á kynsjúkdómum árið 1824 og var hún svo frábrugðin þeirri þekkingu sem læknar hafa nú? Þessum og fleiri spurningum ætla ég að svara í eftirfarandi frásögn. Fransós og fleiri vandræði Hverfum að nýju til ársins 1824. Eftir vitjun að bænum Syðri-Ey sest Ari niður á heimili sínu á Flugumýri. Við getum gert okkur í hugarlund að honum verði hugsað til stúlknanna sem hann var nýlega búinn að vitja og velti fyrir sér hvernig fara muni og hvað sé til ráða. I framhaldi afþví tekur hann sér skriffæri í hönd og skrifar bréf til amtmannsins í Norð- ur- og Austuramti. Þegar hér kemur sögu var Ari Arason læknir kominn um sextugt og að hluta til hættur störfum. Hann var fyrrum fjórðungslæknir í Norðlendinga- fjórðungi en hafði fengið lausn frá því embætti 1820.2 Það var svo 10. september að amt- maður, Grímur Jónsson, fékk bréf Ara. Hann bjó á Möðruvöllum í Hörgárdal. f bréfi sínu greinir Ari frá áðurnefndri sjúkravitjun að Syðri-Ey og að stúlkan Sigríður ásamt fleirum sé smituð af kynsjúkdómi.3 Ekki er ótrúlegt að Grími verði litið út um gluggann á amtmannsstofunni, eftir að hafa lesið bréf Ara, og hafi virt fyrir sér hina fögru fjallasýn sem þar blasir við.4 Grímur verður nú að taka ákvörðun um hvað skuli gera og vegna reglna um svona mál frá 2. júlí 1790 skrifar hann Hoffmann fjórð- ungslækni bréf 14. september og bið- ur hann að fara í Húnavatnssýslu og skoða sjúklingana. Einnig fer Grímur þess á leit við Hoffmann að hann komist að því hvort fleiri séu sýktir og taki sjúklingana til meðhöndlunar á kostnað stjórnvalda. Vegna annarra starfa fær Hoffmann ekki bréfið fyrr en 21. september, Hann hafði tekið við fjórðungslæknisembætd í Norð- lendingafjórðungi af Ara en var bú- settur á Akureyri. Hann var fyrrum herlæknir og yfirlæknir við herspítala á Lálandi.5 Hoffmann fór að tilmæl- um Gríms og 24. september kom hann að bænum Hvammi í Húna- vatnssýslu, en þar bjó sýslumaður- inn, Björn Blöndal. Daginn eftir að Hoffmann kom til sýslumanns, fóru þeir að bæjunum Syðri-Ey og Breiðavaði þar sem Hoffmann skoðaði alla heimilismenn og sá að allir nema þrjár stúlkur voru lausir við sjúkdóminn. Stúlkur þessar voru áðurnefnd Sigríður Finnsdóttir, 23 ára, og systir hennar Sigurlaug Finnsdóttir, 14 ára, og voru þær báð- ar á bænum Syðri-Ey í Höskulds- staðasókn. Þriðja stúlkan sem einnig var með kynsjúkdóminn hét Sigur- laug Jónasdóttir, 28 ára gömul, á bænum Breiðavaði í sömu sókn. Við yfirheyrslur yfir stúlkunum kom í ljós að Sigríður Finnsdóttir og Sigur- laug Jónasdóttir höfðu smitast af manni að nafni ísleifur Jóhannsson og kom einnig fram að Sigurlaug átti barn með honum. Þann 26. september halda þeir Blöndal og Hoffmann að Hólunr í Spákonufellssókn í Húnavatnssýslu. Þar skoðar Hoffmann madam Julig Stiesen, fædda Ragnheiði Guð- mundsdóttur, og reyndist hún hafa kynsjúkdóminn. Hún átti tvö börn, Severin, 11 ára, og Anne Didrikke, 6 ára. Hoffmann leggur til við Blöndal að börnin verði aðskilin frá móður sinni til að koma í veg fyrir að þau smitist, og ætlar Blöndal að sjá um það. 1 yfirheyrslum yfir madam Stiesen kemur fram að maður hennar kom frá Kaupmannahöfn haustið 1821. Hann var þá smitaður af kyn- sjúkdómnum og lést 1823. Einnig kernur fram að veturinn eftir að hann lést hafi stúlka að nafni Guðrún Guð- mundsdóttir eignast barn og hafi hún kennt það Stiesen heitnum. Við skoðun kom í ljós að Guðrún var ósmituð.6 Madam Stiesen heldur því fram að hún hafi ekki lagst með nein- um öðruin manni en eiginmanni sín- um en hún hefur þó orð á sér fyrir að vera lauslát og óáreiðanleg og segist fsleifur hafa smitast af henni. Af þessu þykir Hoffmann og Blöndal ljóst að þeir hafi fundið upprunalega smitberann hér á landi, sem sé enginn annar en madanr Julig Stiesen. 7 Þann 25. október skrifar Blöndal Grími bréf um ferðir þeirra Hoff- manns og að þeir hafi einnig farið á fleiri bæi og skoðað fólk sem grunur lék á að gæti verið smitað. Einn sjúklingur fannst og var það þjón- ustustúlkan Kristín Jónsdóttir, 28 ára, til heimilis að Gunnsteinsstöðum í Langadal í Holtastaðasókn, Húna- vatnssýslu. Sagðist hún hafa smitast af Isleifi Jóhannssyni. Einnig skýrði Blöndal frá því að sjúklingarnir hefðu verið fluttir til verslunarstaðarins á Skagaströnd eða á bæina þar í kring og dveldust þar í nálægð læknisins á Apótekið í Nesstofu. Þaðan hafa þeir Hoffmatin og Ari Arason að líkindum fengið lyf sín. SAGNIR 75

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.