Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 78
meðan meðhöndlun færi fram, og að
mati Hoffmanns yrði það minnst sex
vikur. Hjá Blöndal kemur líka fram
að hann hafi sent sakamanninn ísleif
Jóhannsson til Kaupmannahafnar.8
Isleifur var dæmdur 1. október 1823
fyrir þjófnað í þriðja sinn. Hegning
hans var að brennimerkjast, kag-
strýkjast og erfiða í járnum í Kaup-
mannahöfn alla ævi. 9
Meðhöndlun Hoffmanns
Eins og áður hefur komið fram
greindi Hoffmann kynsjúkdóminn
hjá fimm kvenmönnum. Hafði hann
þær allar til meðhöndlunar í nokkrar
vikur á kostnað stjórnvalda. Hér á
eftir fylgir sjúkdómsgreining Hoff-
manns á konunum og skýrsla hans
um meðhöndlun á madam Stiesen.
Trúlega hafa allar konurnar fengið
svipaða meðferð. Þó að ég hafi að-
eins þessa einu skýrslu undir höndum
mun ég reyna að sjá sem best hvaða
lækningaraðferðum var beitt á þær
og hvort þær hafi verið vænlegar til
árangurs miðað við þá meðhöndlun
sem notuð er nú við þessum sjúk-
dómi.
Þann 25. september fór Hoffmann
með Blöndal að Breiðavaði og Syðri-
Ey, og skoðaði hann heimamenn á
bæjunum. Hér verður aðeins getið
skoðunar á þeim er fundust með
kynsjúkdóminn. Við skoðun á Sigur-
laugu Jónasdóttur fann Hoffmann
kynsjúkdómasár10 á skapabörmum, í
klofhafti, kynsjúkdóm neðarlega í
leghálsi og kynsjúkdómavörtur11 sem
allt voru opin sár. Að hennar sögn
hafði hún haft þetta í tvo mánuði og
baðað sig með cochleania reoens island-
iva. Kom fram við skoðun á Sigríði
Finnsdóttur að hún hafði kynsjúk-
dómasár á leghálsi og á kirtli, einnig
á innanverðum skapabörmum. Við
eftirgrennslan kom fram að hún vissi
ekki hvað Ari hefði gefið henni en þó
hefði hún fengið tvö til þrjú stykki af
pulver og pluster sem hún notaði við
sjúkdómnum; einnig kom fram að
hún hefði haft sjúkdóminn í tíu vik-
ur. Systir hennar, Sigurlaug Finns-
dóttir hafði eftir skýrslu Ara ónátt-
úrulegar kirtilbólgur í nára og kyn-
sjúkdómasár á leghálsi og innarlega á
klofhafti og hafði hún haft þennan
sjúkdóm jafn lengi og systir hennar,
Sigríður. 12
Daginn eftir fóru þeir að Hólum í
Spákonufellssókn þar sem madam
Stiesen var skoðuð og hafði hún kyn-
sjúkdómasár á skapabörmum og inn-
arlega á klofhafti, en einnig hafði hún
kynsjúkdómavörtur. Sagðist hún
fyrst hafa fundið fyrir þessum sjúk-
dómi fyrir einu og hálfu ári síðan og
þá með sári á skapabörmum, síðan á
klofhafti og kynsjúkdómavörtur sem
nú þegar hún er skoðuð eru opin sár.
Þann 13. október er svo Kristín Jóns-
dóttir skoðuð og finnast á henni kyn-
sjúkdómasár á skapabörmum og
kynsjúkdómavörtur og einnig var
hún með sár á klofhafti.
Sjúkdómsskýrsla Hoffmanns fyrir
madam Stiesen hefst 26. september
og fær hún fyrst lyfið merkuried lapans
(silfurnítrat) og daginn eftir skrifar
hann að hún bregðist vel við því.
Tveim dögum síðar sér hann ný ein-
kenni og gefur henni 10 stykki „mer-
ounialpulver" (ekki vitað hvaða lyf
þetta er). Fram að 5. október notaði
hún það sem Hoffmann hafði gefið
henni en þann dag sá hann ný ein-
kenni sjúkdómsins, lét hann hana þá
hafa smyrsl og ráðleggur henni að
drekka súrmjólk og skola munninn
með volgri mjólk og vatni nokkrum
sinnum yfir daginn. Þann 10. október
ráðleggur hann böðun á sárin þrisvar
til fjórum sinnum á dag með fjórum
grömmum af „hydrary muriat“ (ekki
heldur þekkt) blönduðu í vatni. Dag-
ana 14.-17. sama mánaðar minnkuðu
sárin og dró úr bólgum, og hafði
meðhöndlunin góð áhrif. Þann 20.
október segir hann að sárin séu að
gróa og hún sé næstum læknuð,
næstu daga dregur hann úr meðferð-
inni og 6. nóvember úrskurðar hann
hana heilbrigða. Nokkrum dögum
áður hafði hann úrskurðað hinar kon-
urnar heilbrigðar. Eftir að hafa úr-
skurðað allar konurnar læknaðar af
sjúkdómnum fer hann heim til Akur-
eyrar og er ekki ótrúlegt að hann hafi
verið farinn að lengja eftir að komast
heim enda búinn að vera um mánuð í
burtu.13
Lœkningatœki frá fyrri liluta 19. aldar. Brennslujám, pípustingssamstœða notað á vökva-
fyllta sjúka staði, vog og bt'ldur.
76 SAGNIR