Sagnir - 01.06.1992, Page 83

Sagnir - 01.06.1992, Page 83
fleiður. Það er verkjalaust en bráð- smitandi, og er merkjanleg stækkun í kirtlum í nára. Meðferð er penisílín- meðferð í tvær vikur og umbúðir til varnar. Eins og aðrir kynsjúkdómar smitast chancre aðeins með sanrför- um en þó geta börn smitast í fæðingu ef móðirin hefur sjúkdóminn.30 Ef meðhöndlun á sér ekki stað gróa sár- in og sex vikum til sex mánuðum seinna kemur fram annað stigið. Sjúkdómseinkenni á öðru stigi gróa af sjálfum sér, en það er ekki þar með sagt að sjúklingurinn sé laus allra mála því eftir nokkur ár kemur sjúk- dómurinn fram aftur og þá ennþá verri en áður.31 Niðurstöður Lítum á meðhöndlun læknanna árið 1824 og berurn saman við þá þekkingu sem læknar á okkar tíð hafa á þeirn sjúkdómi sem þeir áttu við að etja. Augljóst er að með þeirra þekkingu og lyfjum sem þeir bjuggu að hafi barátt- an verið vonlaus, og tímabundin lækn- ing villt um fyrir þeim. En þeir gerðu það sem þeir gátu og reyndu að lina þjáningar sjúklinganna af fremsta megni. Ef við lítum aðeins nánar á að- gerðir Hoffnranns, þá notaði hann nýtt lyf, silfurnítrat, sem er mjög virkt, bakteríudrepandi efni og var til skamms tíma notað til að dreypa í augun á ungabörnum til að koma í veg fyrir sárasótt. Einnig er athyglisvert að hann hefur þekkingu til að reyna að láta líkamann mynda sýru, með því að nota súrmjólk sem eykur gerlamynd- un í þörmum og fæðingarvegi og styrkir mótstöðu þessara líffæra. En þessi meðhöndlun á einmitt auknu fylgi að fagna nú síðari ár. Erfitt er að meta hvers vegna Hoff- mann úrskurðaði sjúklingana heil- brigða þó að þeir væru það ekki. Ef- laust hafði það áhrif að hann virðist hafa verið veikur sjálfur og trúlega viljað komast sem fyrst heim. Einnig gæti verið að hann hafi hræðst smit. Þó þykir mér það ótrúlegt miðað við þá þekkingu sem hann hafði. En hvað sem um það má segja þá er nokkuð ljóst að hann lét sjúklingana frá sér áður en þeir voru raunveru- lega heilbrigðir. Hefur hann ef til vill vitað að vonlaust var um lækningu. Mjög erfitt er að meta meðhöndlun Ara þar sem í þeim útdrætti sem ég hafði úr dagbók hans var ekki getið nákvæmlega um alla meðhöndlun en þó má vera ljóst að hann hefur að minnsta kosti gert sjúklingana ánægða. Hvort fólkið sem var með kynsjúk- dóminn var raunverulega læknað er erfitt að meta þar sem sjúkdómurinn getur gosið upp mörgum árum seinna, og er ekki hægt að segja hvernig fór án þess að kanna afdrif fólksins fjögur til fimm ár frá sýkingu. Allir kynsjúkdómar smitast við kynmök en einnig geta börn fæðst með hann ef móðir er smituð. Aug- ljóst er að flestir af sjúklingunum í Húnavatnssýslu hafa smitast við kyn- mök en þó er það nokkur ráðgáta hvernig börnin smituðust. Samneyti fólksins hefur verið mjög náið á þess- um tíma og börn yfirleitt sofið með fullorðnum í rúmi og er hugsanlegt að þau hafi smitast á þann hátt. At- hyglisvert er hvað kynlíf fólks er frjálslegt og kemur ekki fram í þeim bréfum sem stuðst er við að yfirvöld fordæmi þetta að nokkru leyti. Stjórnvöld hafa greinilega föst tök á málinu og er þetta ekki einkamál hvers og eins, eins og sést á því að vegna orðróms fer Ari og skoðar fólk. Einn- ig er ljóst að Grímur Jónsson amtmað- ur hefur sem yfirmaður á svæðinu góða yfirsýn yfir stöðu mála hverju sinni og sér um að sjúklingarnir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Þó að við þekkjum mikið af stað- reyndum um kynsjúkdómafaraldur- inn, þá vitum við ekki allan sannleik- ann og að því leyti getum við aðeins sett fram ágiskanir byggðar á líkum. Tilvísanir: 1 Lbs. Daobók Ara Arasonar læknis um kynsjúkdóm í Húnavatnssýslu 1824-1825. 2 Lœknar á íslandi.Gísli Ólafsson ritstýrði. 3. útg., Rv. 1984, 16. 3 Þ.í. Kanellískjöl 125: Grímur Jónsson amtmaður til Kansellís 31. janúar 1825. 4 íslandshandbókin. Saga og sérkenni. Tómas Einarsson og Helgi Magnússon ritstýrðu. Rv. 1989, 447-449. 5 Læknar á íslandi, 297 6 Þ.f. Kansellískjöl 104: Björn Blöndal sýslumaður til Gríms Jóns- sonar amtmanns 25. okt. 1824. 7 Þ.f. Kansellískjöl 104. SkýrslaJ.W. Hoffmanns fjórðungslæknis 27. sept. 1824. 8 Þ.í. Kansellískjöl 104. Björn Blöndal til amtmanns 25. okt. 1824. 9 Landsyfirréttar- og hcestaréttardómar í íslensknm málum 1802-1873 II. Rv. 1959-1986, 421. 10 Chancre er forstig af sárasótt (syphilis). Garrey, Matthevv M. og f\.:Gynaecology Illustrated. 2.útg., Edinborg 1978, 454. 11 Condyloma eða oddvörtur orsakast af veiru sem snritast með kynmökum. Sjá Sigurður S. Magnússon: Sjúkdómar í leggöngum og burðarbörmum. Kennsluefni í Læknadeild við Háskóla fslands, september 1980, blað. 7. 12 Þ.f. Kansellískjöl 104. SkýrslaJ.W. Hoffmanns 27. sept. 1824. 13 Þ.í. Kansellískjöl 104. Skýrsla J.W. Hoffmanns 11. nóv. 1824. 14 Þ.í. Kansellískjöl 104. Sigurlaug Jónasdóttir til Björns Blöndals Sýslumanns 26. nóv. 1824. 15 Þ.f. Kansellískjöl 104. Björn Blöndal til Gríms Jónssonar amt- manns 3. des. 1824. 16 Þ.í. Kansellískjöl 104. J.W. Hoffmann til Gríms Jónssonar amt- manns 11: des. 1824. 17 Þ.í. Kansellískjöl 104. Grímur Jónsson amtmaður til Ara Arason- ar læknis 15. des. 1824. 18 Lbs. Dagbók Ara Arasonar lœknis um kynsjúkdóm i Húnavatnssýslu 1824-1825. 19 Biörn Þorsteinsson og Bergsteinn lónsson: íslandssaoa til okkar daga. Rv. 1991, 315. 20 Þ.í. Kansellískjöl 104. Ari Arason læknir til amtmanns 2. jan. 1825. 21 Þ.í. Kansellískjöl 104. J.W. Hoffmann til amtmanns 12. jan. 1825. 22 Þ.í. Kansellískjöl 104. Amtmaður til J.W. Hoffmanns 14.jan. 1825. 23 Þ.í. Kansellískjöl 104. Amtmaður til Ara Arasonar 20. jan. 1825. 24 Þ.í. Kansellískjöl 104. Amtmaður til kanselís 31. jan. 1825. 25 Þ.í. Kansellískjöl 104. Amtmaður til stiftanrtmanns. 14. júlí 1825. 26 Quétel, Claude: History of Syphilis. Cambridge 1990, 73-130. 27 Skjerve, Kristiana: Heilsufræði ungra kvenna. . Dýrleif Árnadóttir þýddi. Rv. 1923 , 105. 28 Skjerve, Kristiana: Heilsurfœði ungra kvenna, 106-107. 29 Sigurður S. Magnússon: Sjúkdómar í leggöngum og burðarbörmum, blað 7. 30 Garrey, Matthew M. og fl.-.Gynaeeology lllustrated., 454. 31 Brunner, L. S.; Suddarth, D. S.: Textbook of Medical-Surgical Nursing. 3. útg., Philadelphia, 1975. - Guðmundur Hannesson: íslensk læknisfræðiheiti. Nomina Clinica Islandia. Rv. 1954. - Sól- veig S. J. Þórðardóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur veitti faglega aðstoð. SAGNIR 81

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.