Sagnir - 01.06.1992, Síða 85
líka vaskur en snyrting með baði á
ganginum.2
Spítalinn lét nemunum í té frítt
fæði, húsnæði og vinnuföt og það
auðveldaði mörgum að fara í námið.
Búningurinn var bláröndóttur kjóll
með stuttum ermum, hvítur, stífaður
flibbi, hvít tvískipt svunta með mitt-
isstreng og böndum yfir bakið. Laus-
ar smellur voru notaðar til að festa
þetta allt saman. Slörið var ferhyrnt,
hvítt og sítt, náði í mittisstað. Það
var fest í hnakka með öryggisnál en
vildi stundum renna til.3 Það var víst
öruggara að vakna nógu snemma
fyrstu dagana til að klæða sig í slíkan
búning!
Að verða hjúkrunarkona
Þegar í búninginn var komið hófst
námið. Þuríður Jónsdóttir hætti í
stjórnarráðinu af því henni fannst
skrifstofuvinna leiðinleg og fór í hjúkr-
unarnám rúmlega tvítug árið 1934.
Hún hafði aldrei komið á sjúkradeild
og fyrsti dagurinn senr hjúkrunarnema
er henni minnisstæður:
Það var snemma morguns. Hjúkr-
unarkona tók á móti mér og fylgdi
mér inn á ellefurúma karlastofu.
„Þér skuluð byrja að búa um rúm-
in hérna“, sagði hún og fór aftur
fram. Ég stóð út við dyr eins og
hver annar vesalingur og hugsaði
hvað til bragðs skyldi taka. Átti ég
að segja þeim að fara frainúr, eða
hvað? Gamall maður í rúminu
beint á móti dyrunum sá víst
hvernig mér leið og sagði rólega:
„Þær eru nú vanar að byrja á mér.“
Ég gekk til hans og hann sagði mér
til, hvernig „þær“ væru vanar að
hafa þetta.4
Þriggja ára hjúkrunarnám
var hafíð
Nemarnir kepptust við allan daginn,
frá sjö að morgni til átta að kvöldi.
Fyrir stofugang um morguninn varð
að vera búið að búa unt öll rúm, þvo
og snyrta sjúklinga, mæla þá og gefa
þeim morgunmat og lyf. Á stofu-
gangi raðaðist starfsfólkið í halarófu
eftir tign og virðingu. Fyrstur fór yf-
Kristín Thoroddsen, skólastjóri Hjúkrunar-
skólans á árunum Í93Í-Í948. Þœr sem
komu of seint á heimavistina á kvöldin
þurftu að læðast fram hjá herbergi hennar á
leiðinni í rúmið og vei þeirri sem staðin var
að vcrki!
irlæknirinn, síðan deildarhjúkrunar-
konan, þá aðstoðarlæknir og hjúkr-
unarkona en síðastur í röðinni var
neminn. Að sjálfsögðu þéruðust allir.
Eftir stofugang var hádegismatur,
lyfjagjafir og sáraskiptingar. Að því
loknu varð að hafa hraðan á að
þurrka af borðum, hreinsa til á stof-
um og sópa ganginn fyrir heimsókn-
artínrann. Síðan var miðdegiskaffi.
Og aftur voru mælingar, umbúnað-
ur, lyf og þvottur fyrir kvöldmat
klukkan sex. Auk þessa keyrðu og
sóttu hjúkrunarnemar sjúklinga í
rannsóknir og röntgenmyndatökur,
þvoðu rúm og viðruðu dýnur, lögðu
vatns- eða leðjubakstra á sjúklingana,
hreinsuðu og suðu sprautur og önnur
áhöld og töldu og flokkuðu óhreinan
þvott úti á svölum, sem var kalt og
ógeðslegt verk. Að sjálfsögðu svör-
uðu þær líka öllum bjölluhringingum
sjúklinga og reyndu að verða við
óskum þeirra.
Ábyrgð nemanna var sérstaklega
mikil á næturvöktum en þá voru þær
oft eini starfskrafturinn. Næturvaktir
voru yfirleitt í 13 tíma en gátu farið
upp í 16 tíma, yfirleitt var vakað 14
nætur í röð. Auk þess að sinna sjúkl-
ingum á nóttunni áttu nemarnir að
þvo og sjóða „hitt og þetta dót“, pússa
borð og bekki á göngum, taka til á
læknaherbergi og búa til umbúðir.
Klukkan fimrn var byrjað að inæla og
þvo þeim sem ekki gátu það sjálfir.3
Bóklega námið var samhliða vinnu
á deildum og lesturinn varð þess
vegna oft útundan því vinnudagurinn
var 12 stundir. Að vísu var tveggja
tíma hlé um miðjan daginn sem átti
að nota til lesturs en oft féll bókin á
gólfið - „við vorum svo þreyttar“.
Það var lítil regla á fyrirlestrum en
kallað í stúlkurnar úr vinnu og frí-
tíma, jafnvel þótt þær hefðu verið á
næturvakt nóttina áður.6 Á fyrsta ári
var kennd hjúkrunarfræði, hjúkrun-
arsiðfræði og líffæra- og lífeðlis-
Landspítalinn nýbyggður. Heimavist hjúkrunarnemanna var á þriðju hæðinni.
SAGNIR 83