Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 87

Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 87
um: Lærebog og Haandbog i Sygepleje, tvö bindi. Ó, guð - danska! Hjá mörgum fór kaupið víst í einkatíma í dönsku, undan því varð ekki komist. Kennslubækurnar voru ekki þýddar - „Þær hafa gott af því, stúlkurnar, að læra dönsku" sagði Kristín Thorodd- sen, forstöðuinaður skólans og yfir- hjúkrunarkona.12 Á eina frídegi vikunnar varð líka að eiga kápu, sparikjól og spariskó, kannski til að „spássera" niðri í bæ. En kápur voru dýrar. Ein stúlkan gekk öll námsárin í sömu kápudrusl- unni, eins og hún orðar það, sem hún hafði saumað sjálf.13 Þuríður Jóns- dóttir tók hins vegar lán árið 1935 fyrir kápu sem kostaði 110 krónur.14 Límonaði og Leslie Howard Og hvað var nú hægt að gera í frí- tímanum ef námsbækurnar heilluðu ekki og aurar voru til? Kannski fóru þær Þuríður og Guðrún Soffía saman í bæinn, með bylgjað hár eins og sannar „Reykjavíkurstúlkur", að sjá Leslie Howard í Rauðu akurliljunni eða á kaffihús að drekka límónaði. 13 Það var líka hægt að ganga „rúntinn" og spá í unga menn sem oftar en ekki fannst ungar hjúkrunarmeyjar góður kvenkostur. Það var í lagi að eiga kærasta ef hann sást ekki! Siðferðið átti að vera gott og allar stúlkurnar urðu að hlýða ströngum hegðunarreglum. Það varð að gæta að tímanum í „spásseringunum", því ekki mátti vera úti án leyfis nema dl hálfellefu á veturna og ellefu á sumr- in. Þær sem komu seinna voru skráð- Leslie Howard í hlutverki sínu í Rattðu ak- urliljunni frá árinu 1935. Einn af „sjarmör- um“ hvíta tjaldsins sem heillaði ungmeyjar fjórða áratugarins. ar í sérstaka bók af næturverði og einnig tíminn sem þær komu á heimavistina. Sökudólgarnir þurftu að læðast fram hjá herbergi Kristínar Thoroddsen á leiðinni í rúmið og vei þeirri sem var staðin að verki. Þá var oft betra að lesa skáldsögur, kannski „læknarómana", eða sitja og spjalla með handavinnu. Einstaka sinnum voru haldin böll í Kennaraskólanum með kennaranemunum og fóru þau prúðmannlega fram.16 Það fór í verra ef kærastinn fór að sjást „utan á“ stúlkunum. Barnshaf- andi stúlkum var umsvifalaust vikið úr skólanum. Einn neminn minnist stúlku úr sínum námshóp sem var komin að lokaprófi árið 1934 þegar upp kornst að hún var ófrísk. Henni var meinað að ganga til prófsins.17 Þessi regla var einnig við lýði árin 1934-1937 þegar tvær stúlkur voru látnar hætta vegna þungunar.18 En breyting hafði orðið á þessu árið 1939. Þegar Guðbjörg Einarsdóttir útskrifaðist voru í hennar hóp fyrstu tvær stúlkurnar sem máttu útskrifast eftir barnsburð.19 Skólinn búinn - hvað þá? Utskriftardaginn stóðu ungu kon- urnar með prófskírteinið, tilbúnar að takast á við lífið. Á skírteininu kom fram hvort viðkomandi væri hæf, vel hæf eða ágætlega hæf til hjúkrunar- starfa. Umsögnin var ekki eingöngu miðuð við prófin. Tilgangur skólans var líka að koma þessum stúlkum til manns. Þess vegna var vitnisburður- inn ekki síður miðaður við persónu- leg kynni af stúlkunum; skynsemi þeirra, reglusemi og samviskusemi, ráðvendni til orða og verka, dugnað, góða hegðun og prúðmennsku. Stúlkurnar prúðu og stilltu fóru á ball á útskriftardaginn, kannski Hótel Island, og dönsuðu fram á nótt og nutu lífsins og frelsisins. Þegar grámi hversdagsins birtist á ný fóru margar til Danmerkur í framhaldsnám eða hófu þegar hjúkrunarstörf hér heima. Þær sem giftust unnu yfirleitt ekkert við hjúkrun fyrr en löngu seinna. Það var nefnilega ekki til siðs í þá daga að giftar konur ynnu úti. Tilvísanir: 1 „Reglugerð fyrir ljósmreðra- og hjúkrunarkvennaskóla Is- lands.“ Lög og reglur um skóla- og menningarmál á Islandi sem ígildi eru í marzlok 1944. Helgi Elíasson bjó undir prentun. Rv. 1944, 195. 2 Svar Vilborgar Helgadóttur (var í Hjúkrunarkvennaskóla Is- lands, hér á eftir vísað í sem H.Í., árin 1938-1941) við spurn- ingaskrá nr. 67: Heimildir um hjúkrun. Söfnun heimilda um nám, starf og kjör hjúkrunarkvenna á Islandi. Gert á vegum Hjúkrunar- félags fslands og Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns íslands. Rv. 1987. Hér eftir vísað í sem spurningaskrá. 3 Tekið saman úr ýmsum svörum við spurningaskrá. 4 Svar Þuríðar Jónsdóttur (var í H.í. árin 1934-1937) við spurn- ingaskrá. 5 Tekið saman úr ýmsum svörum við spurningaskrá. 6 Svar Guðrúnar Helgadóttur (var í H.í. árin 1935-1938) við spurningaskrá. 7 Lýður Björnsson: Saga Hjúkrunarskóla íslands 1931-1986. Rv. 1990, 63. 8 Svar Ragnheiðar Friðriku Svanlaugsdóttur (var í H.í. árin 1932- 1934) við spurningaskrá. 9 Svar Rósu Guðmundsdóttur (var í H.í. 1931-1933) við spurn- ingaskrá. 10 Svar Þuríðar Jónsdóttur við spurningaskrá. 11 Lýður Björnsson: Saga Hjúkrunarskóla, 63. 12 Viðtal við Puríði Jónsdóttur, tekið í maí 1992. 13 Svar Ástríðar Sigurmundsdóttur (var í H.í. 1935-1938) við spurningaskrá. 14 Svar Þuríðar Jónsdóttur við spurningaskrá. 15 Viðtal við Piiríði Jónsdóttur, tekið í maí 1992. - Guðrún Soffía Gísladóttir var í árgangi með Þuríði og vinkona hennar. 16 Tekið saman úr ýmsum svörum við spurningaskrá. 17 Svar Ragnheiðar Friðriku Svanlaugsdóttur við spurningaskrá. 18 Svar Þuríðar Jónsdóttur við spurningaskrá. 19 Svar Guðbjargar Einarsdóttur (var í H.f. árin 1936-1939) við spurningaskrá. SAGNIR 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.