Sagnir - 01.06.1992, Page 89

Sagnir - 01.06.1992, Page 89
Margrél Ögn Rafnsdóttir Ljleynimerei Reykj avíkurstelpa Sagnfrteðingar eru leiknir í að skrifafyrir aðra sagnfrœðinga. En þeir verða að setja sig í aðrar stellingarþcgar börn eiga í lilut Einn þáttur af þjálfun verðandi sagnfrœðinga er að skrifa fyrir þau, með það í Ituga, að vekja hjá þeim \ fróðlciksþorsta iiin söguna. einnig vera erfitt og flókið ef fram- setning þess er góð og hnitmiðuð. Þegar málfar er vandað á að nota nafnorð sem minnst og sagnorð sem mest. Litríkt mál og líkingarmál er til góðs ef það er villulaust. Um þessi málfarsatriði erum við Gunnar Karls- son vafalaust sammála, samanber þau dæmi sem hann nefnir á bls. 89 í grein sinni í Sögnum 1991. Meginágreiningur er hins vegar milli okkar um það hvort til séu einhver skýr mörk milli „sérf- ræðirita" og „alþýðurita" og hvort skrifa eigi ólíkt um fræðiefni eftir því hvort það eigi að birtast í fræðiriti eða „alþýðuriti". Gunnar minn- ist í grein sinni á muninn „á kröfunum sem verður að gera til framsetningar í sérf- ræðiritum og alþýðutímari- tum“ (86). Eg véfengi hins vegar réttmæti þess að gera hér einhvern skýran mun. I fyrsta lagi dreg ég í efa að það þurfi að skilja greini- lega milli þessara tveggja ritforma eins og betur verður vikið að hér á eftir. I öðru lagi tel ég að fræði- maður eigi að hafa sömu markmið í efnismiðlun sinni án tillits til þess hvar verk hans á að birtast: Að stunda góða frceðimennsku og koina henni til skila í greini- legu ogfaUegu máli. Annað mál er að birting- arformið getur verið misjafnt, til dæmis getur það verið breytilegt eftir tímaritum hvert er hlutfall myndefnis af heildarefninu og hvernig pappírinn er og umbrot- ið. Þannig er talsverður munur í þessum efnum á tímaritinu Sögu ann- ars vegar og tímaritunum Sögnuin og Nýrri Sögu hins vegar. Raunar má segja að Saga sé í vaxandi mæli vettvangur ummæla um sagn- fræðirit og mig grunar að ritdómar og svör við þeim séu orðið mest lesna efni tímaritsins og geri það hvað eftirsóknaverðast hjá alþýðu. Það er þó varla venja að telja umræð- ur um sagnfræðileg verk til alþýð- legra skrifa. Ég dreg mjög í efa réttmæti þess að skipta lesendum í „sérfræðinga“ og „alþýðu". Ég byggi hér að nokkru leyti á eigin reynslu. Meðal sagn- fræðinga og sagnfræðinema er talna- hluti bókar minnar, Upp er boðið Isa- land. . ., almennt talinn vera tormelt- ur mjög og erfiður og sniðganga þeir hann nær undantekningarlaust. Yms- ir „leikmenn" í sagnfræði hafa hins vegar velt tölunum mikið fyrir sér og spurt mig um þær; hér hefur bæði verið um að ræða háskólamenn og fólk, sem hefur aldrei stundað háskólanám. Talnafælni sagnfræðinga er almennt séð umtalsverð en slík er ekki raunin með marga aðra lesendahópa. Grunur minn er sá að flestir les- endur Sagna sem ekki eru sagnfræð- ingar séu háskólamenn í ýmsum greinum, oft með víðtæka sérþekk- ingu á tilteknu sviði. Þetta er talsvert ólíkt þeim skilningi sem mér sýnist sumir hafa á alþýðulesandanum, sá furðugripur verður gjaman ómennt- uð endurútgáfa á sagnfræðingi sem er að skilgreina alþýðumanninn. En besti mælikvarðinn á aðgengi- leika rits fyrir almúgann hlýtur að vera markaðurinn: Hve mikið selst ritið? Hve margir lesa það? Helstu bækur Þórs Whiteheads hafa selst hver um sig í fnnm til sex þúsund eintökum. í útgáfu fræðirita hefur Þór þannig náð til miklu fleiri lesenda en nokkur annar sagnfræð- ingur hér á landi. Má draga þá álykt- un að bækur Þórs séu miklu alþýð- legri en önnur sagnfræðirit? Engan hef ég heyrt halda því fram! Þór reynir aðeins að fylgja þeim reglum sem sett- ar voru fram hér áðan: Að stunda eins góða fræði- mennsku og koma henni til skila á eins greinilegan hátt og mögulegt er. Aragrúi tilvísana prýða síðurnar í metsölubók- um hans og ekki eru þær verulega mynd- skreyttar. Samt seljast bækurnar mjög vel! Þekkir alþýðan ekki vitj- un sína hvað henni á að líka? í ummælum Gunnars Karlssonar um einstakar ritsmíðar í Sögttuin 1990 er í þessu sam- hengi aðeins rétt að nema staðar við það sem hann ritar um grein Guðfmnu M. Hreiðarsdóttur (86). Ég er mjög ósammála mörgu þar og hygg ég að þar komi fram meginágreiningur okkar Gunn- ars. Gunnar hrósar grein Guðfinnu og segir hana vera afar vandaða og forvitnilega rannsókn. Þessu er ég fyllilega sammála. En hann segir einnig: „Sumar greinarnar í Sögnum XI líða fyrir það að efni sem nýtur sín best sem einföld frásögn er klætt í búning félagsvísinda. Dæmigerð fyr- ir þetta er grein Guðfmnu. . .“ Þessu er ég mjög ósammála. Þvert á móti tel ég að flokkun hennar á glæpum gegn börnum á tímabilinu 1802 - 1919, sem skýrð er skipulega í með- fylgjandi töflum, auðveldi lesendum SAGNIR 87

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.