Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 13

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 13
FORSPJALL 7 lög að lækna slíkar meinsemdir með boði og banni. Sú stefna leiðir til ófrelsis, sem hættulegt getur orðið þeim verðmætum, sem dýrmætust eru í þjóðskipulagi voru- Það verður að treysta á hinn frjálsa 'vilja hvers einstaklings og vaxandi þroska til að velja skynsamlega úr þeim réttum, sem fram eru reiddir. En af þessu leiðir ekki, að þeim stofnunum, sem falin hefur verið forysta í menning- armálum, beri ekki skylda til að vinna markvisst að vexti og við- gangi lista og vísinda í landinu og aukinni menningu í öllum efnum. Láti þær sér nægja að kaupa lýð- hylli með því að berast stefnulaust undan straumi almenningsálitsins er brostin helzta forsenda þess, að ríkisvaldið veiti þeim sérstakt braut- argengi. Frjálsri menningu stafar hætta úr tveim áttum. Annars vegar er hin augljósa ógnun þeirra, sem einir þykjast hafa höndlað sannleikann og eru reiðubúnir að þröngva öðrum til að beygja sig undir vald sitt, þótt það kosti afnám alls frelsis, lýðræðis og mannhelgi. Hins vegar er sú hætta, sem kemur innan að frá þeim, sem eru svo „frjálslyndir", að þeir telja ekki rétt að berjast gegn hinu illa af fullri einurð og án afdráttar. Þeir láta afskiptalaust, þótt í kring- um þá vaxi upp það illgresi ómenn- ingar og ofstækis, sem áður en varir getur orðið frjálsu þjóðfélagi að falli. Á milli þessara öfga verður að sigla, og er það vissulega erfiðara en virð- ast kann við fyrstu sýn. Frelsið til að velja og hafna er einn helgasti rétt- ur mannanna, en þeir bregðast þeirri ábyrgð, sem það leggur þeim á herðar, ef þeir hafa ekki þrek til þess að velja og vemda það, sem þeir álíta satt og rétt.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.